Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 4
Kvörtunarþjónustan í upphafi skal endinn skoða - í bílaviðskiptum Kona hafði samband við Neytendasamtökin vegna vinnubragða bílaumboðs nokkurs. Hún hafði ákveðið að skipta um bfl og fá sér nýrri bfl, þó ekki splunkunýj- an, af sömu tegund og hún átti. Hafði hún hugsað sér dæmið þannig að láta bílinn sinn upp í þann nýja og greiða um það bil 500 þúsund krónur í milli. Fyrir einu og hálfu ári hafði hún keypt þann bfl sem hún átti af bílaumboðinu með því að Iáta gamlan skrjóð upp í - eins og hún orðaði það - Ellilífeyrisþegi hafði sam- band við Neytendasam- tökin vegna óskemmtilegrar reynslu sem hún varð fyrir í viðskiptum sínum við Nátt- úrulækningabúðina, Lauga- vegi 25 í Reykjavík. Hún hafði fengið bílfar á vegum Blindrafélagsins niður á Laugaveg til þess að kaupa bol í búðinni. Þegar hún kom í búðina var henni tjáð að ekki væri hægt að máta bolina heldur tækju þau mál af henni til að sjá hvaða stærð hún þyrfti. Að því loknu var henni afhentur kassi með bol í og var henni sagt að þessi bolur 4 og greiða kr. 580.000 á milli. Konan fór nú upp í þetta sama bflaumboð með bflinn sinn og tók umboðið að sér að meta verðgildi bflsins. Um klukkan 11 að morgni dags nokkurs skömmu síðar fékk konan að vita niðurstöðuna, og var henni tjáð að verðgildi bflsins væri 120 þúsund krónur. Eðli- lega var konan ósátt við þetta og krafðist skýringa á því að bíllinn hefði hrunið svo í verði á einu og hálfu ári. Gaf umboðið þá skýringu að nokkrir ryðblettir væru á bíln- væri í hennar stærð. Þegar hún kom heim til sín opnaði hún kassann og kom í ljós að bolurinn var of lítill. Hún gerði sér því aðra ferð í búð- ina til að fá bolnum skipt í rétta stærð. Eigandi búðarinn- ar var við afgreiðslu og brást hann hinn versti við og harð- neitaði strax að skipta bolnum og bar því við að kassinn hefði verið opnaður. Starfsmenn verslunarinnar gerðu mistök þegar þeir leið- beindu konunni. Hér er því augljóslega um að ræða mál sem Náttúrulækningabúðin á að bera ábyrgð á. Neytenda- um og þar að auki væri kúpl- ingin ónýt, en það kannaðist hún ekki við. Vegna óánægju hennar bauðst umboðið til þess að endurskoða mat sitt og um þrjúleytið sama daginn bauð umboðið henni 290 þús- und krónur fyrir bflinn. Þannig hafði verðgildi bflsins að mati umboðsins aukist um 170 þúsund á fjórum klukku- tímum! Ef hún gengi að þessu átti hún síðan að greiða um- boðinu 700 þúsund krónur í milli til þess að fá nýja bflinn. Vegna vinnubragða um- samtökunum er kunnugt um mörg önnur svipuð tilvik þar sem búðin hefur neitað að koma til móts við neytendur þrátt fyrir mistök starfs- manna. Viðskiptasiðferði sem þetta, þar sem skákað er í skjóli bjargarleysis neytand- ans, ber að fordæma. Neyt- endasamtökin telja því rétt að vara neytendur við viðskipta- háttum búðarinnar. Tekið skal fram að Náttúrulækningafélag Islands á ekki Náttúrulækn- ingabúðina og því eru engin tengsl á milli félagsins og Náttúrulækningabúðarinnar. boðsins missti konan traust á því og aflaði sér upplýsinga á bflasölum um gangverð bíla eins og hennar. Kom þá ljós að gangverðið var í kringum 400 til 450 þúsund. Skemmst er frá því að segja að konan keypti á bílasölu samskonar bfl og hún ætlaði að kaupa af umboðinu, lét gamla bflinn sinn upp í og greiddi 500 þús- und krónur í milli. Miðað við það sem umboðið bauð henni má segja að hún hafi haft um 200 þúsund krónur upp úr því að skoða málið nánar. „GjafakorT íslands- banka hf. Neytendasamtökunum er kunnugt um að fs- landsbanki hf. hefur í vor dreift til fermingarbarna svonefndu „gjafakorti“. Bankinn notar þá aðferð að senda mann að kveldi ferm- ingardagsins á heimili barnanna. Hann spyr eftir barninu og afhendir því merkt umslag með koriinu í. Börnin hafa enga ástæðu til að ætla annað en að hér sé um að ræða gjöf frá bankanum, enda stendur á kortinu „gjafakort“ og á því er mynd af geisladisk. En það eru skilyrði fyrir „gjöf- inni“, og þau eru að bömin séu þegar skráð í unglinga- klúbb bankans, UK-17, eða gangi í hann með því að stofna reikning og leggja inn á hann 1.000 krónur. Að kaupa fermingarböm með þessum hætti, og seil- ast þannig í fermingarpen- inga þeirra, er að mati Neytendasamtakanna afar hæpið siðferðilega. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1997 Léleg þjónusta hjá Náttúrulækningabúðinni

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.