Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Page 15

Neytendablaðið - 01.05.1997, Page 15
Heilbrigði Nikótínlyf CO Nikótínnefúði og nikótínplástur bor- ið saman við gervi-nefúða og nikótínplástur. Plástrarnir voru not- aðir í 5 mánuði en nefúðann mátti nota í heilt ár. Það voru næstum helmingi fleiri í reykbindindi einu ári síðar í hópnum sem hafði fengið bæði nikótínplástur og nikótínnefúða.. 400 Dagar Verkun nikótínlyfja er að minnsta kosti tví- þætt. Þau minnka frá- hvarfseinkenni og ættu þannig að geta gert fólki frekar kleift að vera án reykinga. í öðru lagi geta nikótínlyf hjálpað til að miðla sömu áhrifum og tóbakið gerði áður hjá reykingamanninum, þau hjálpa til við að viðhalda æskilegu geðslagi, ein- beitingu og vökustigi; einnig við að ráða betur við streitu eða forðast leiðindi. Hugmyndin er að það sé léttara að hætta að reykja í tveimur áföngum en einum. I fyrri áfanganum getur reyk- ingamaðurinn einbeitt sér að hegðunarþættinum meðan haldið er aftur af fráhvarfsein- kennum með nikótfnlyfjum. Þau eru tekin í nægilega stór- um skömmtum til að viðkom- andi reyki ekki og nægilega lengi til að reykingar taki sig ekki upp eftir að hætt er á lyfjunum. Þegar tíminn líður og ekkert er reykt styrkist ný sjálfsímynd. Það er myndin af sjálfum sér sem manni sem ekki reykir. Þessi nýi maður fellur þeim sem er að hætta að reykja ekki alltaf í geð. Nýi maðurinn fer fyrr að sofa, hann amast oft við reykingum Eftir Þorstein Blöndal yfirlækni á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur kringum sig og er almennt ekki eins sveigjanlegur og sá sem áður reykti. I seinni áfanganum minnk- ar nikótínneyslan og ef allt gengur upp hættir notkunin endanlega. Sumir verða þó áfram neytendur nikótíns, oft vegna þess að þeim er um megn að losa sig við það og ef þeir reyna of mikið geta reykingar tekið sig upp. Það hefur samt áunnist að leiðin sem neytandinn hefur valið til nikótínneyslu er er ekki leng- ur eins varasöm fyrir heilsuna og áður. Hvaða lyfjaform nikótíns á best við? Hér er mikilvægt að spyrja um fyrri reynslu af nikótín- lyfjum því margir hafa reynt þau áður og vita hvað fellur þeim best. Sá sem leggur á ráðin með sjúklingnum þarf lfka að hafa í huga muninn á lyfjunum. Nikótín-tyggigúmmí skilar tvöfalt betri árangri en tyggjó án nikótíns (lyfleysa). Með spurningalista má meta hversu nikótínháður viðkom- andi er og mæla með 4 mg fyrir þá sem teljast mjög háðir nikótíni en 2 mg eða engu ef menn eru lítið háðir. Nikótín- tyggjó er basað og því bragðvont. í byrjun þarf að þrauka og gefast ekki upp. Kaffi og gos lækkar súrtöluna (pH) og eykur jónun nikótíns og hægir því á frásogi gegn- um munnslímhúð. Það á að sjúga frekar en tyggja því annars losnar nikótínið of hratt og fólk fær meira munn- vatn og neyðist til að kyngja. Nikótínið fylgir með niður í maga þar sem það ertir, veld- ur ógleði og nær ekki að nýt- ast sem lyf. Rétt notað fara um 50% inn í blóðið. Þannig veita 10 plötur af 4 mg tyggjói um 20 mg af nikótíni á dag, sem er um helmingur af daglegri inntöku manns sem reykir 30 sígarettur á dag. í rannsóknum þar sem skammtar voru að vild með 2 mg tyggigúmmí voru um 7-9 stykki á dag notuð að meðal- tali og gáfu þéttnina 8-13 míkrógrömm á hvern lítra af blóðvatni. í rannsóknum með 4 mg tyggigúmmíi notuðu þeir 12 stykki á dag að meðal- tali sem gáfu meðalgildið 23 pg/1 af blóðvatni. Þessi gildi eru næstum eins há og hjá þeim sem reykja pakka á dag þ.e. 25-35 pg/1 af blóðvatni. Nikótínplástur eykur líka lækningaárangur miðað við lyfleysu. Kosturinn við plást- ur er að það er fljótlegt að leiðbeina um notkunina og framkvæmdin fyrir sjúkling- inn er að sama skapi einföld. Plástur er af tveimur gerðum, önnur fyrir 24 tíma notkun en hin fyrir 16 tíma. Plástur fyrir 24 tíma bætir ekki árangur umfram 16 tíma notkun, en getur truflað svefn. Nikótín-nefúði á við hjá þeim sem eru mjög háðir nikótíni og reykja fyrst og fremst til að upplifa hröð áhrif. Ein úðun í hvora nös (einn skammtur) gefur 1 mg af nikótíni, en rúm 60% kom- ast í blóðbraut. Ris þess í blá- æðablóði er hraðara en hjá öðrum nikótínlyfjaformum og nálgast reykingar mest að því leyti. Þéttni í blóði er lægri en eftir reykingar og eru á bilinu 16 til 25 pg/1 af blóðvatni við skammta að vild. Nikótín-nef- úði hefur sannað gildi sitt í samanburðarrannsóknum við lyfleysu. Að sameina lyfjaformin er kannski áhrifamesta leiðin til að ná árangri. Margir þurfa á hærri skömmtum að halda en eitt lyfjaform út af fyrir sig getur gefið og með því að sameina t.d. plástur og hrað- virkara form eins og nefúða næst betri árangur en með plástri einum sér. Nikótín-munnsogslyf er penni hlaðinn með patrónum. 1 þeim hefur nikótínloft verið bundið plastsvampi. Þegar 50 ml af lofti eru sogaðir inn gegnum munnstykki pennans losna um 15 pg nikótíns. Það er 10-20 sinnum minna en samsvarandi smókur frá sígar- ettu. Þetta lyfjaform hentar vel fyrir þá sem vilja hafa eitthvað milli handanna til að fitla við þegar þeir hætta að reykja. Arangurinn er síst lak- ari en með tyggigúmmíi eða nefúða. Ef nota á nikótínlyf er mik- ilvægt að gefa þeim sem vilja hætta að reykja kost á að velja milli mismunandi lyfjaforma. Núorðið hafa margir reyk- ingamenn prófað þau öll og eru því oft einfærir um að segja til urn hvað hentar þeim best. Lyfin á að taka í nægi- lega háum skömmtum og nægilega lengi til þess að reykingar taki sig ekki upp. Kjarni málsins er þó sá að reykingamaðurinn vinni að því að breyta sjálfsímynd sinni þannig að hann líti ekki lengur á sig sem reykinga- mann þegar hann hættir á nikótínlyfjunum. Það er aðal endurhæfingarinnar og takist það er sigurinn næsta vís. NEYTHNDABLAÐIÐ - Maí 1997 15

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.