Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20
Verðsamanburður Heimilis- og frístundatækin eni rúmlega 50% dýrari á íslandi en í Þýskalandi Til skamms tíma var erfitt að gera raunhæfan samanburð á verðlagi á íslandi og í löndunum í kringum okkur. En eftir að ísland gerðist aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) hefur við- skiptaumhverfi íslenskra fyrir- tækja smátt og smátt orðið sam- bærilegt við löndin í kringum okk- ur, þótt enn vanti mikið á þegar landbúnaðarafurðir eru annars vegar. Innkaupaferðir íslendinga til útlanda eru frægar, og víst er stundum eftir miklu að slægjast, þó oft megi efast um þjóðhagsleg- an sparnað. Fyrir tilkomu EES áttu íslenskir kaup- menn sem störfuðu í fomeskjulegu við- skiptaumhverfi fá svör við erlendri sam- keppni. En nú er öldin önnur, því að teknu tilliti til smæðar hins íslenska markaðar og íjarlægðar hans frá helstu framleiðendum hafa íslenskir kaupmenn í fyrsta skipti siðan á víkingaöld sömu möguleika og kollegar þeirra erlendis. Glöggur og ánægjulegur vitnisburður um ný og breytt viðhorf eru hinar mörgu og margvíslegu sananburðarkannanir á verðlagi á íslandi og erlendis sem birst hafa í fjölmiðlum að undanfömu. Saman- burðurinn við útlönd og innkaup íslend- inga erlendis hafa haft jákvæð áhrif á ís- lenskt viðskiptaumhverfi. Það er t.d. ekki lengur sá stórkostlegi verðmunur á fatn- aði erlendis og var, og nýleg könnun sýn- ir að dýrar merkjavörur geta verið ódýr- ari á Islandi en erlendis. Verðsamanburðurinn Neytendasamtökin styðja heilbrigða samkeppni á milli fyrirtækja og landa. Nýverið bám þau saman verð á algeng- um heimilis- og frístundatækjum í Þýskalandi og á Islandi. Miðað var við staðgreiðsluverð í báðum löndunum, og þýska verðið er samkvæmt gildandi verðlista verslunarkeðju sem hefur útibú í 25 borgum Þýskalands. Taflan hér til hliðar byggir á saman- burði rúmlega 200 vömtegunda sem er skipt niður í 19 flokka. Innan hvers vöm- flokks er sýndur mesti og minnsti munur einstakra tegunda, sfðan er tekið meðaltal sem gefur vísbendingu um raunverulegan verðmun vömflokksins á milli Þýska- lands og Islands. Þegar taflan er skoðuð ber að hafa í huga að þótl viðskiptaumhverfi fslenskra og þýskra verslunarfyrirtækja eigi að vera orðið á svipuðum nótum em enn Ert þú orðinn grænn? Nú er Græna bókin um neytendur og umhverfi seld á sérstöku tilboðsverði á skrifstofum Neytendasamtakanna. Verðið er aðeins 500 kr. Neytendasamtökin - vinna fyrir þig Cj,,ð*'Cvö. eftir nokkrar leifar af fmmskógi opin- berra gjalda sem em íslenskum fyrirtækj- um í óhag, auk þess sem virðisaukaskatt- ur er 18% í Þýskalandi en 24,5% hér. Taflan sýnir að munurinn tengist vömflokkum. Nú er munurinn minnstur í búnaði sem tengist tölvum, en það er ekki ýkjalangt síðan þessi sami búnaður var rúmlega tvöfalt dýrari á Islandi en er- lendis. Ástæða þessarar jákvæðu þróunar er m.a. sú að tölvukaupendur umfram aðra neytendur áttu auðvelt með að setja sig í samband við „póstsölufyrirtæki" er- lendis og keyptu því sínar tölvur í sí- auknum mæli milliliðalaust. Islenskir tölvusalar brugðust við þessum „vanda“ með því að lækka eigin álagningu, þannig að nú er svo komið að hæpið er að það borgi sig að kaupa milliliðalaust frá útlöndum. Á sama hátt hafa íslenskir fatakaupmenn svarað samkeppninni sem fólst í hinum annáluðu verslunarferðum. Þó að munurinn sé að meðaltali um 51 % íslandi í óhag vekur það sérstaka at- hygli að filmur og frístundatæki eru sér- staklega dýr hér á landi, á meðan ryksug- ur og önnur heimilistæki (straujárn, rak- vélar, hárblásarar o.fl.) eru tiltölulega ódýr. Mikil samkeppni virðist á yfirborð- inu vera á milli ljósmyndafyrirtækjanna en sú samkeppni fer þá ekki eftir eðlileg- um viðskiptalögmálum því hún skilar sér ekki til neytandans. Hins vegar rakti fleiri en einn smásali lágt verð á heimil- istækjum til mikillar samkeppni eftir að Raftækjaverslun íslands hóf innflutning á vörum sem aðrar heimilistækjaverslanir selja. Sé sú tilgáta smásalanna rétt sýnir það og sannar að aukin samkeppni leiðir til lægra vöruverðs. Aðeins 11 vörutegundir skera sig úr fyrir það að vera á svipuðu eða lægra verði á íslandi en í Þýskalandi. Þær eru hér teknar út úr heildarkönnuninni því telja vcrður Ifklegl að um óvenjuleg eða sérstaklega hagkvæm kaup sé að ræða. Mismunandi ástæður eru fyrir þessu hag- stæða verði hér, t.d. var verð á svarthvítu Canon-prenturunum lækkað nýlega þar sem mun fleiri en gert hafði verið ráð 20 NEYTENDABLAÐtÐ - Maí 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.