Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6
Lækkun húsnæðiskostnaðar stæður og eftir því hvernig útfærsla eða hönnun bygginga er hverju sinni. Fagmennska Gildi fagþekkingar verður aldrei nógu oft ítrekað og þá einnig þau réttindi sem iðn- menntun og meistararéttindi veita. Sá sem starfrækir fyrirtæki á byggingasviði með menn í vinnu þarf að hafa tilskilin réttindi, meistararéttindi. Meistarar í iðn- greinum bera mikla ábyrgð. Þeir hafa rétt til að standa fyrir verkum og hafa menn í vinnu og bera ábyrgð á þeim í samræmi við lög og reglugerðir. Þessi réttindi og kvaðir sem meistarar bera eiga einnig að tryggja húseigendum gæði vinnu og að verkum sé skilað í samræmi við gögn þar að lútandi. Húseigendur eiga því að forð- ast viðskipti við aðila sem ekki hafa við- komandi fagréttindi og réttindi til að starfrækja fyrirtæki. Hvernig ber að standa að viðhaldsvinnu? Samtök iðnaðarins hafa sett fram í nokkrum liðum leiðbeiningar til húseig- enda um hvaða leiðir ber að fara þegar þeir telja að komið sé að viðhaldi hús- eigna sinna. Þar er Iögð áhersla á eftirfar- andi atriði: 1. Sé um íjölbýli að ræða þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðun sameignaraðila um að fara eigi í ákveðnar fram- kvæmdir, sbr. lög um ljöleignahús. 2. Hlutlaus aðili sé fenginn til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf. Ut úr því ástandsmati komi gróf lýs- ing á ástandi eignarinnar ásamt sund- urliðuðum verkliðum með áætluðum magntölum. Húseigendur snúi sér til verkfræðistofa, tæknimanna og fyrir- tækja sem framkvæma slíkt mat en framkvæmi þau ekki sjálfir. 3. Sé um að ræða minni verk er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka byggðum á magntölum og verklýs- ingu, sbr. 2. lið. 4. Við stærri verk séu þeir sömu og í 2. lið fengnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði á verkinu og þá eftir hefðbundnum leið- um, þ.e. í lokuðu eða opnu útboði. 5. Tilboð séu metin í samræmi við út- boðsgögn, einingarverð, verktíma, getu verktaka og orðspor. 6. Þegar ákveðið er hvaða tilboði skuli tekið sé gengið til samninga við við- komandi verktaka og gerður formleg- ur verksamningur með tilvísun í út- boðsgögnin sem notuð voru við til- boðsgerðina. 7. Að framkvæmdaeftirlit sé í föstum skorðum og hlutverk eftirlitsmannsins vel skilgreint, þ.e. hvert valdsvið hans sé. Þá er einnig mikilvægt að skil- greint sé hverjir eru fulltrúar beggja aðila í verkinu þannig að verktaki sé ekki að taka við fyrirmælum frá öllum aðilum í húsinu sem áhuga hafa á framkvæmdinni. 8. Að lokaúttekt fari fram og í kjölfar hennar og þeirra lagfæringa sem gera þarf á verkinu sé gerður lokareikning- ur og verkinu þannig formlega lokið. Eins og fram kemur hér að ofan er meginþungi í þessum punktum lagður á að leitað sé til fagmanna á hverju sviði fyrir sig. Þar er til staðar reynsla og þekking sem erfítt er að fá annarstaðar og er ekki til staðar hjá húseigendum sem í flestum tilfellum eru leikmenn á þessu sviði. Húseigendur skilgreini hvað á að framkvæma Hjá Samtökum iðnaðarins er starfrækt Viðgerðadeild. Ein af reglum deildarinn- ar er að fyrirtæki geri verksamninga um þau verk sem þau taka að sér. Astæðan er einföld. Góður verksamningur verður aldrei gerður með öðrum hætti en að vit- að sé hvað á að gera og því þarf að skil- greina verkið vel. Það er því ekki af neinni tilviljun að lögð er áhersla á að verk séu skilgreind vel í upphafí. Otrúlegur fjöldi fyrirspurna kemur inn til Samtakanna, bæði frá verktökum sem og verkkaupum, um deilur aðila þar sem rekja má upphafíð til þess að ekki hefur verið gengið frá verksamningum og verklýsingum í upphafí. Þegar upphaf verks er með þeim hætti er ástæðan ein- faldlega sú að hvorugur samningsaðilinn veit í raun, hvorki verkkaupi né verktaki, hvað á að framkvæma. Verktakinn hefur ákveðnar hugmyndir um hvað hann ætlar að gera og verkkaupinn hefur e.t.v. allt aðrar hugmyndir um hvað hann vill fá gert. Báðir aðilar eru í góðri trú um að allt fari þetta vel að lokum og að niður- staðan sé í samræmi við viðræður sem þeir áttu. Verksamningar að undangeng- inni skilgreiningu (verklýsingu) eru því nauðsynlegir. Viti húseigandi ekki hvað Kvörtunarnefnd vegna viöhalds húsa nýbygginga og Á vegum Neytendasamtakanna, Húseigendafélagsins og Samtaka iðnaðariþs er starfandi úrskurðar- nefnd sem neytendur geta leitað til. Hún úrskurðar í deilumálum við selj- endur og þegar neytendur hafa ekki sjálfir getað leyst deilumál sín við seljendur. Kærugjald er 10.000 kr., neytandinn fær það endurgreitt ef hann vinnur mál að hluta eða öllu leyti. Nánari upplýsingar fást hjá of- angreindum samtökum. Neytenda- samtökin annast rekstur úrskurðar- nefndarinnar. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.