Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Qupperneq 7

Neytendablaðið - 01.05.1997, Qupperneq 7
Lækkun húsnæðiskostnaðar hann er að biðja um í raun og veru þarf að aðstoða hann við að skilgreina það. Oft geta því verktakar lent beggja vegna við borðið, þ.e. skilgreina fyrst hvað á að gera og framkvæma síðan verkið. Það er alltaf spuming hvort þetta sé heppileg staða fyrir samningsaðila. Til að slíkt fyrirkomulag gangi upp þarf að vera gagnkvæmt traust milli aðila og því er mjög mikilvægt að gerður sé verksamn- ingur og verklýsing um framkvæmdina. Þetta á við hvort sem unnið er samkvæmt tilboði eða tímagjaldi. Önnur gild ástæða er einnig fyrir því að verk séu skilgreind vel áður en fram- kvæmdir hefjast. Með þeim hætti er auð- veldast að komast að því hvað verkið kemur til með að kosta áður en fram- kvæmdir hefjast. Á þeim tímapunkti á húseigandinn að taka sínar lokaákvarð- anir um hvaða framkvæmdum skuli hleypa af stað. Val verktaka Að velja sér verktaka er ekki auðvelt verk. Ekki er víst að sá sem býður lægst í verk sé sá sem er með hagstæðasta til- boðið. Notar hann efni sem eru í lagi og henta til þess verks sem vinna á? Er þetta traustur verktaki? Get ég treyst því að hann hafí fjárhagslegt bolmagn til að ljúka verkinu? Er hann með langan skuldahala á eftir sér? Allar þessar spurningar og fleiri eru áleitnar þegar verktaki er valinn. Markmiðið með stofnun Viðgerðadeildar Samtaka iðnað- arins er að hafa til á skrá verktaka sem hafa sérhæft sig í viðgerðavinnu og hafa farið í gegnum úttekt bæði hvað varðar fagleg vinnubrögð og samskipti við verk- kaupa. Með því móti er hægt að benda húseigendum á lista yfír verktaka sem ættu að vera hæfir til þeirra verka sem þeir gefa sig út fyrir að vinna. Þessi listi liggur frammi hjá Samtökum iðnaðarins og hjá Neytendasamtökunum. Samtök iðnaðarins hafa einnig sett fram sínar hugmyndir um hvað eigi að skoða áður en verktaki er valinn: Hann sé sannanlega skráður rekstrar- aðili. Hann hafi réttindi til að starfa á við- komandi fagsviði þar sem það á við. Gerð verði krafa um að birgjar og verktakar leggi fram gögn sem sýna að þeir vinna eftir gæðakerfum. Hér er ekki átt við vottuð kerfí, heldur kerfi sem sýna hvemig verktaki ætlar að mæta skil- greindum kröfum verkkaupans. Vottun á framleiðsluvörum sé fylgt eftir þar sem krafa er gerð um slíkt, t.d. í byggingareglugerð. Verktakar leggi fram greinargerð um fjárhagslega stöðu sína. Hún gefí heild- stæða og sanna mynd af stöðu fyrirtækis- ins, greiðslu opinberra gjalda og annarra Iögbundinna greiðslna af starfsmönnum sínum. Jafnframt að hún gefí mynd af framtíðarhorfum fyrirtækisins. Greinar- gerðin gegni hlutverki nokkurs konar „heilbrigðisvottorðs“ og sé unnin af við- urkenndum þriðja aðila. Upplýsingar um tæknilega getu, tækjaeign o.fl. Ferill bjóðenda, reynsla hins opinbera og annarra af viðskiptum við bjóðanda. Það nokkuð augljóst að til þess að hægt sé að taka upp aðferðir við val á verktökum í takt við þann lista sem hér hefur verið gerður þarf að taka víða til. Þar þurfa bæði verkkaupar og verktakar að breyta ýmsu í vinnubrögðum sínum. Þau þurfa að vera markvissari, undirbún- ingur verka betri og rekstur fyrirtækjanna að vera í mjög föstum skorðum. Eg tel hins vegar að það mundi þegar upp væri staðið verða verkkaupum og verktökum til góðs og gæti oft leitt til ódýrara verks. Skoðið því alla þætti málsins, ekki ein- göngu tilboðsverð. Athugið hvað er í raun innifalið í uppgefnu verði. Húseigendur, athugið að það er dýrt að spara á undirbúningsstiginu, að nota efni sem henta ekki til verksins, að ráða vcrktaka scm hefur ekki faglega þekkingu á verkinu. Höfum stjórn á fjármálum fjölskyldunnar og færum heimilisbókhald eimilisbókhald - lykillinn að bætt- um efnahag sem Neytendasamtökin hafa gefið út nýtist vel til þess. Fæst á skrif- stofum Neytenda- samtakanna og er verð til félagsmanna 225 kr. og til annarra 290 kr. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1997 7

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.