Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 6
Lækkun húsnæðiskostnaðar
Skattlagning íbúðarhúsnæðis
Fjölmargir skattar eru lagðir á
íbúðarhúsnæði. Þeir skattar
sem mestu máli skipta eru fast-
eignaskattur, vatns- og holræsa-
gjald og tryggingagjöld. Einnig
getur þurft að greiða launatekju-
skatt af vinnu við byggingu íbúð-
arhúsnæðis til eigin nota og fjár-
magnstekjuskatt vegna útleigu
eða sölu. Þá telst fasteignamats-
verð íbúðarhúsnæðis til eigna við
ákvörðun eignarskatts og getur
því þurft að greiða eignarskatt af
því.
Hugtak og skilgreining
Um skattlagningu fasteigna gilda mis-
munandi reglur eftir því hvort um íbúðar-
húsnæði eða aðra fasteign er að ræða, en
hér er eingöngu fjallað um íbúðarhús-
næði. Ibúðarhúsnæði er skilgreint
þannig: Fasteign sem unnt er að nota sem
heimili. Það verður að vera hægt að búa í
fasteigninni allan ársins hring og hafa
þau not af henni sem nauðsynleg eru til
að fullnægja persónulegum þörfum og er
þar einkum átt við eldunar- og hreinlæt-
isaðstöðu. Sumarbústaður telst ekki vera
íbúðarhúsnæði. Ekki eru lagðir á skattar
vegna kaupa á íbúðarhúsnæði, en byggi
maður sjálfur þarf að greiða fjölmarga
skatta og gjöld. Það má hins vegar segja
að þessir skattar og gjöld séu innifalin í
verði þegar íbúðarhúsnæði er keypt.
Gjöld og skattar af íbúðar-
húsnæði í byggingu
Gatnagerðargjald er venjulega ákveðin
krónutala af hverjum rúmmetra húss og
getur verið mishátt eftir húsategundum. í
sumum sveitarfélögum er innheimt eitt
gjald en önnur skipta því í A- og B-gjald.
A-gjaldið er vegna kostnaðar við undir-
byggingu götu með tilheyrandi lögnum
undir bundið slitlag, en B-gjaldið til end-
anlegs frágangs götu og lagningar gang-
stétta. I fjórum stærstu sveitarfélögum
landsins er gjaldið sem hér segir miðað
við byggingarvísitölu marsmánaðar
1997:
Sveitarfélag Einbýli
Rvík./Kóp./Hafn. 3099,89
Reykjanes 1551,93
Á Akureyri miðast gatnagerðargjaldið
hins vegar við fermetrastærð ibúðarhús-
næðis og eru gjaldflokkarnir fjórir eftir
gerð íbúðar:
Einbýli.....................5523,89
Rað-/Parhús.................4296,36
Raðhús á 2 hæðum............3682,60
Fjölbýlishús................1841,30
Lóðargjald. Að auki greiðist lóða-
gjald sem miðast við stærð lóðar marg-
faldað með nýtingarhlutfalli sem venju-
lega er 0,25- 0,30 og er það margfaldað
með ákveðinni krónutölu sem er 613,77
þegar um einbýlishús er að ræða.
Leyfisgjöld geta verið mismunandi í
einstökum sveitarl'élögum og gildir það
bæði um fjárhæðir og heiti gjaldanna.
Frá 1. janúar 1997 eru þau sem hér segir:
Byggingarleyfisgjald er tvenns kon-
ar, fast gjald að upphæð 2.387 kr. sem
greiðist af öllum nýreistum mannvirkjum
um leið og sótt er um lóð, og breytilegt
gjald, sem annars vegar nemur 23,87 kr.
af hverjum rúmmetra húss innan þéttbýl-
is og hins vegar 119,34 kr. af hverjum
fermetra húss fyrir stakar byggingar utan
þéttbýlis, svo sem sumarbústaðar, veiði-
húss, o.s.frv.
Mælingagjald er 21.216 kr. fyrir
staðsetningu húsa og útsetningar lóða-
punkta og er greitt í eitt skipti. í Reykja-
vík er gjald fyrir útmælingu húss og lóð-
ar innifalið í gatnagerðarjaldinu en hins
vegar er greitt sérstakt úttektargjald fyrir
staðfestingu á ákveðnum verkhlutum. Er
gjaldið 2.387 kr. fyrir hvern verkhluta og
við byggingu meðalíbúðarhúss er venju-
lega miðað við að fram þurfi að fara um
10 úttektir.
Úttektargjald er 3.978 kr. sé bygg-
ingarfulltrúi kvaddur til að endurtaka
staðarákvörðun húss eða lóðarmörk.
Fokheldisgjald er kr. 5.300 kr. og er
greitt fyrir fokheldisvottorð.
Skipulagsgjald rennur til ríkisins. Það
er 3%o (þrír þúsundustu) af brunabóta-
mati húss og greiðist í eitt skipti af hverri
nýbyggingu þegar hún hefur verið tekin í
notkun.
Til að átta sig belur á fjárhæð þessara
gjalda skulum við taka dæmi af Jóni sem
nýlega byrjaði að byggja 180 fermetra
Rað-/Parhús Fjölb.h
1992,34 885,48
997,67 554,26
einbýlishús með 30 fermetra bílskúr í
Grafarvoginum. Lofthæðin hjá Jóni er
þrfr metrar og er stærð hússins því 540
rúmmetrar og bflskúrsins 90 rúmmetrar
eða samtals 630 rúmmetrar. Upphæðir
miðast við marsmánuð 1997.
Byggingarleyfisgjald,
fast gjald.......................2.387
Byggingarleyfisgjald, breytilegt
gjald...........................15.038
Gatnagerðargjald, 3099,89 kr.
á fermetra...................1.952.930
Úttektargjald, 10 úttektir......23.870
Fokheldisvottorð, greitt við
fokheldisúttekt..................5.300
Samtals......................1.999.525
Jón þarf að greiða 10% af gjaldinu við
útgáfu byggingarleyfís, en eftirstöðvarn-
ar í þrennu lagi.
a) Kostnaðarverð hússins miðað við 80.000
kr. á fermetra kr. 16.800.000
b) Brunabótamat, sem miðast við 13%-
14% hærra verð en a, er, kr. 18.984.000
c) Fasteignamat, sem áætlað er 84% af a, er
kr. 14.112.000
Skipulagsgjald, 3%o af b kr. 56.952
Tekjuskattur af eigin vinnu. Vinna
sem menn inna af hendi við byggingu
íbúðarhúsnæðis til eigin nota hefur verið
skattlögð sem laun. Miðast launin við
unninn tíma og er tímakaupið samkvæmt
ákvörðun ríkisskattstjóra hverju sinni,
mishátt eftir því hvort viðkomandi íbúð-
areigandi er faglærður eða ekki. Undan-
skilin skattlagningu er þó eigin vinna
sem innt er af hendi utan reglulegs
vinnutíma.
Allir ofangeindir skattar sem greiða
þarf vegna byggingar íbúðarhúsnæðis
teljast til byggingarkostnaðar og getur
Eftir
Ásmund G.
Vilhjálmsson
skattalög-
træðing
6
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997