Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 18
• • • fl Margmiðlun markað. Öraggast er að versla við stór og þekkt fyrirtæki. Rétt er að prenta út og geyma mynd af síðunni eins og hún var þegar viðskiptin voru gerð. Varist svindl eins og bréfakeðjur sem lofa skyndigróða. Það er njósnað um fólk á netinu. Sum fyrirtæki vilja fá netfang notandans áður en þeir hleypa honum inn á gagnasíður til að geta notað það í markaðsherferðum og í auglýsingaskyni. Eigandi eða umsjónaraðili heimasíðu get- ur líka séð upplýsingar um þann sem opnar hana, þjón- ustuaðila hans, tölvubúnað og vafra. Vilji fólk sjá hvers eðl- is þessar upplýsingar eru má skoða http://www.anonymiz- er.com og smella á DON’T BELIEVE US? Þarna er boð- ið upp á leiðir til að verða ósýnilegur, geta vafrað um netið"án þess að skilja eftir „spor“. Ekki næst samband við þennan aðila ef notandinn er innan við „eldvegg" (secu- rity firewall), öryggisbúnað sem einangrar tölvuna. Vandaðir þjónustuaðilar erlendis hafa ákveðna stefnu og aðferðir varðandi einka- vernd notenda. Einnig má fá hjálp hjá Electronic Frontier Foundation á heimasíðunni http://www.eff.org, en hún var í ágúst 1997 ein af fjórum vinsælustu síðum á veraldar- vefnum. Búist er við að fljót- lega komi á markað hugbún- aður til að vernda fólk fyrir sendingum sem það óskar ekki eftir. Dregið hefur úr auglýsingafargani, enda er það óréttlátt þar eð notandinn greiðir sjálfur fyrir að opna og lesa slíkt efni. Er hægt að vernda börnin? Algengt er að notendur opni óvart efni sem þeim finnst ósæmilegt, sérstaklega klám. Um þriðjungur hópsins í breskri könnun hafði áhyggjur af þessari hlið netsins og hve auðvelt var að lenda á slíku efni. Mörg þjónustufyrirtæki erlendis hafa í gangi hugbún- að sem leitar uppi og gerir kleift að útrýma því efni af þjónustusvæðinu sem ekki er talið við hæfi barna (parental control). Áuk þess er hægt að sækja sérstakan eftirlitshug- búnað á netið. Um helmingur notenda í bresku könnuninni skoðaði hann og fannst góður. Mikilvægt er að börnum sem nota Internetið sé leið- beint um helstu siði þar og þeim kenndar nokkrar reglur, t.d. þessar: • Gefið aldrei nokkrum á netinu upp persónulegar upp- lýsingar eins og símanúmer ykkar, heimilisfang eða heiti skóla, nema með leyfi for- eldra. • Haldið aðgangsorðum (password) ykkar leyndum, líka fyrir vinum. • Ef ykkur fer að líða illa eða þið farið að hafa áhyggjur meðan þið eruð á spjallrás, segið þá einhverjum fullorðn- um frá því. Farið aldrei inn í „einka“-spjall-„herbergi“ (pri- vate siderooms). Frekari upplýsingar um ungmennavernd er m.a. að finna á bresku heimasíðunni http://nchafc.org.uk sem er á vegum NCH Action for Children. Verði fólk vart við barnaklám eða annað efni sem því finnst óæskilegt á netinu getur það haft samband við eftirlitsstofnunina IWF (Intemet Watch Foundation) sem var sett á fót 1996 til að stemma stigu við ólöglegu efni. Netfangið er eport@intemetwatch.org.uk. í Yahoo er einn elsti og vin- sœlasti vejþjónninn (leitarvél). Bandaríkjunum er starfandi stofnunin US Recreational Software Advisory Council, sem veitir ráðgjöf um „góðar“ og „öruggar“ heimasíður og hægt að fræðast um hana á http://www.rsac.org. Þar eð smekkur er misjafn og mikið fínnst af löglegu efni sem ýmsum þykir ósæm- andi er oft ekkert hægt að gera í málunum. Vafasamasta efnið er oft í sumum Usenet- fréttahópum (newsgroups). Af þeim sökum veita ýmsir þjón- ustuaðilar ekki tengingar við ákveðna slíka hópa. Hver er framtíðin? Pétur Einarsson hjá Hring- iðunni, sem er einn af fjórum stærstu þjónustuaðilunum á þessu sviði, álítur eins og fleiri að eftir nokkur ár muni fyrirtæki sem bjóða innhringi- samband fyrir Internetteng- ingar ekki vera til í sömu mynd og nú. Þau muni þróast yfir í eins konar fjölmiðla, sem bjóði viðskiptavinum sín- um auk tengingarinnar ýmiss konar sérhæfða þjónustu, í stíl við hin erlendu. Varla munu mörg íslensk fyrirtæki hafa bolmagn til þess, en Islenska útvarpsfélagið er þó komið af stað í samvinnu við Islandia og Morgunblaðið er að búa sig undir að selja innhringi- samband. Má vænta þess að viðskiptavinir fái aðgang að gagnasafni blaðsins og annarri þjónustu sem er lokuð öðrum en áskrifendum eða á hærra verði annars staðar. Vinsælar heimasíður í tölvublöðum eru stöðugt upplýsingar um gagnlegar heimasíður. í könnun bresku neytendasamtakanna 1997 var fólk sérstaklega ánægt með þessar: Uppáhald ungmenna http://www.thomasthetankengine.com - (tenglar fyrir krakkasíður) http://www.trivialpursuit.com (spurn- ingaleikur) http://www.nmsi.ac.uk (Vísindasafnið í London) http://www.nasa.gov - (Bandaríska geimferðastofnunin) Fjölmiðlar http://www.newscientist.com. (vísindatímarit) http://www.nature.com. (vikublað um náttúruvísindi) http://www.guardian.co.uk. (dagblað) Skemmtanaefni http://www.imdb.com. (stærsti gagnabanki heims um bíómyndir) http://www.cats.org.uk. - (kettir) http://www.speeches.com. - (brúðkaupsræður) Ýmsar heimasíður http://www.which.net. - (Bresku neytendasamtökin) http://www.bookshop.co.uk. -• (stærsta bókaverslunin á netinu) http://www.cheapflights.co.uk. - (ódýr flugfargjöld) http://www.odci.gov/cia/index. - (Bandaríska leyniþjónustan) 18 NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.