Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 23
Meðaital níu OECD
3%
21%» ' i ' | j |_.... j ......|__
1985 1986 1987 1988 1989 1998 1991 1992 1993
fyrir ísland. Það að stofnanim-
ar eru mjög litlar er einnig til
vitnis um hversu aðkallandi er
að auka stærðarhagkvæmni ís-
lenskra fjármálastofnana. Meta
þarf kosti þess og galla að op-
inbert fyrirtæki hafi með
húnæðislán að gera og hvort
innleiða eigi samkeppni í þeirri
lánastarfsemi með því að færa
hlutverk Húsnæðisstofnunar til
bankanna. Jafnframt hvort ekki
sé æskilegt að fjárfestingarlán-
in fari inn í viðskiptabankana,
enda myndi það auka hag-
kvæmni þeirra og væntanlega
skila sér í betri kjömm til við-
skiptavina. Þetta er þó háð því
að samkeppni sé til staðar svo
að bankarnir sjái sér hag að því
að nota lægri kostnað til að
bæta kjör viðskiptamanna til að
halda sínum hlut á samkeppn-
ismarkaðinum. Þá getur það
varla talist skynsamlegt að
njörva ákveðnar lánastofnanir
niður við tilteknar atvinnu-
greinar, enda gætu þær farið
illa út úr kreppu í viðkomandi
atvinnugrein. Það er því brýnt
að gera fjármálastofnunum
kleift að dreifa áhættunni. Slík
áhættudreifmg ætti jafnframt
að skila sér í lægri vöxtum þar
sem áhætta stofnananna mundi
minnka.
Það er hinsvegar ekki nóg
að breyta fyrirkomulagi at-
vinnugreinarinnar, því margt
virðist benda til þess að við-
skiptabankamir sjálfir þurfi að
taka til hjá sér. Hér er m.a. um
arf frá liðinni tíð að ræða sem á
rætur að rekja til opinberra af-
skipta af fjármagnsmarkaðin-
um, t.d. var bankakerfinu
þröngur stakkur sniðinn með
lögum og reglum. Bankarekst-
urinn naut því ekki aðhalds
samkeppninnar og því þreifst
ýmiskonar óhagræði. Þetta
kom t.d. fram í ásókn banka í
að opna útibú. Þegar ný lög
tóku gildi á árinu 1986 þurfti
að reka bankana eins og hver
önnur fyrirtæki, enda lækkaði
kostnaður bankanna frá 1988
til 1993, en síðan 1994 hefur
hann hinsvegar hækkað lítil-
lega.
Útlánatap — hver
borgaði brúsann?
Útlánatap er ekki innfallið í
þessum kostnaðartölum, en út-
lánatap hefur verið töluvert
meira hér á landi en erlendis. í
þessu sambandi þarf að huga
að því að neytendur eiga ekki
að greiða fyrir mistök í útlán-
um. Almennt gildir á sam-
keppnismarkaði að ef eitt fyrir-
tæki verður fyrir áfalli getur
það ekki varpað byrðinni yfir á
neytendur, en ef öll fyrirtækin í
greininni tapa þá eiga þau auð-
velt með að bæta sér tapið með
því að fara í vasa neytenda.
Það er því athyglisvert að tekj-
ur íslensku bankanna hækka í
kjölfar aukins útlánataps, þrátt
fyrir að annar kostnaður bank-
anna lækkar á sama tíma. Það
er því ljóst að bankamir hafa
látið neytendur greiða út-
lánatapið.
Enn þarf að hagræða
Þótt talsverð hagræðing hafi átt
sér stað í íslenska bankakerfinu
á síðustu tíu ámm, m.a. með
sameiningu banka og fækkun
starfsfólks, verður ekki betur
séð en að enn sé svigrúm til
umtalsverðrar hagræðingar.
Rekstarkostnaður bankakerfis-
ins er nú um 13 milljarðar og
hefur farið hækkandi síðustu
þrjú ár. Þar sem fjármálaþjón-
ustan er homsteinn heilbrigðs
efnahagslífs er mikilvægt að
hún geti veitt þjónustuna á sem
bestum kjömm. Bankamir
þurfa því að taka sig á. Það er
raunar í þeirra eigin þágu því
annars standast þeir ekki þá
samkeppni sem fyrirsjáanleg er
í komandi framtíð, bæði frá er-
lendum bönkum og öðmm inn-
lendum fjármálastofnunum.
Benda má á margt sem bet-
ur mætti fara í bönkunum. Það
er till dæmis ljóst að útibúanet-
ið er þungur baggi, og víða nær
að reka afgreiðslustaði en heil
útibú. Þá hafa Islendingar ekki
nýtt sér gírókerfið til fulls. Er-
lendis em notaðar svokallaðar
skuldfærslubeiðnir í gírókerf-
inu, og virka þær þannig að ef
reikningur er settur í umslag
með skuldfærslubeiðni kostar
færslan ekki neitt, en sé hann
afgreiddur yfir gjaldkeraborðið
er greitt sérstaklega fyrir færsl-
una. Slík færsla kostar um 250
íslenskar krónur í Noregi fyrir
hvern gíróseðil. Sökum þessa
notar fólk fremur skuldfærslu-
beiðnir og þannig skapast betri
nýting á starfsfólki í af-
greiðsludeildum og við bak-
vinnu, og biðraðimar um mán-
aðamót hverfa.
Fótstigssveifar á reiðhjólum afturkallaðar
Iarkaðsgæsludeild
Löggildingarstofu
(LS) barst nýlega
ábending frá banda-
rísku vömöryggis-
nefndinni (CPSC) um
gallaðar fótstigssveifar
á reiðhjólum. Um er að
ræða fótstigssveifar frá
fyrirtækinu Shimano,
en það fyrirtæki sér-
hæfir sig í framleiðslu
á hjólahlutum. Brotni
slíkar sveifar er hætta á
að hjólreiðamaður
slasist eða geti valdið
slysi á öðmm. Þessar
fótstigssveifar hafa
verið settar í um 200
gerðir af reiðhjólum
sem seld hafa verið
undir 49 mismunandi
merkjum frá árinu
1994. Þar á meðal em
reiðhjól, sem seld em
hér á landi, svo sem
Trek, Huffy, Murray,
Schwinn, Peugot,
Moongoose, svo
nokkuð sé nefnt.
Reiðhjólaeigendur
ættu að kíkja aftan á
hægri fótstigssveifina á
hjólum sínum og
FC-CT90, FC-M290
FC-MC12, Ef þessi númer
eru aftan á fótstigssveifum
á reiðhjólinu ykkar skuluð
þið tafarlaust hafa sam-
band við söluaðila
reiðhjólsins.
athuga, hvort númerin
FC-CT90, FC-M290
eða FC-MC12 séu þar
aðfinna. Reynistsvo
vera ættu þeir tafarlaust
að hafa samband við
söluaðila hjólanna, og
fá sveifunum skipt, en
framleiðandi ber alla
ábyrgð á að þessir hlutir
séu í lagi.
Nánari upplýsingar
veitir Markaðsgæslu-
deild Löggildingarstofu
sími 568 1122.
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997
23