Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 20
Margmiðlun
Orðalisti
Bandbreidd: Talan segir til
um flutningsgetu línunnar.
Hins vegar eru tölurnar
ekki alltaf sambærilegar
og tengihraðinn fer m.a.
eftir því hvernig tengingu
er háttað.
Browser: Sjá vafri.
E-mail: Sjá tölvupóstur.
Fréttahópar (newsgroups):
í þeim eru notendur sem
skrifa, senda og lesa
greinar og hugleiðingar. Til
eru tugþúsundir slíkra
hópa sem fást við afmörk-
uð viðfangsefni og skiptast
þeir líka niður í undir-
flokka.
FTP (File Transfer
Protocol): Skráarflutningur,
notaður til að flytja stærri
skrár en þær sem eru á
vefsíðum, svo sem forrit.
Oft er hægt að nálgast
FTP-svæði gegnum tengla
á vefsíðum.
Heimasíða (web site): Upp-
lýsingasvæði stofnunar,
fyrirtækis, samtaka eða
einstaklings sem tölvunot-
endur hvar sem er í heim-
inum með aðgang að
Internetinu og veraldar-
vefnum geta skoðað á skjá
sínum. Heimasíða Neyt-
endasamtakanna er
http://www.itn.is.neytenda.
Hlekkur: Sjá tengill.
Innhringisamband: Teng-
ing um síma við Internetið.
IRC (Internet Relay Chat):
Sjá spjallrásir.
ISDN (Integrated Services
Digital Network): Búnaður
fyrir stafrænan gagnaflutn-
ing um samnet Pósts og
síma (sjá bis. 24 í Síma-
skrá 1997). Símalínur flytja
gögn hraðar en venjulega
með þessari tækni. Tengi-
tíminn er stuttur og af-
köstin mikil. Notandinn
getur haft fleiri en eina línu
í sama númeri, svo unnt er
að nota t.d. síma og tölvu
samtímis.
Leitarvél: Sjá vefþjónn.
Málþing (forums, confer-
ences): Þar geta notendur
samið, sent og lesið efni.
Hægt er að tengjast þús-
undum ráðstefna frá ís-
landi, en sumum aðeins
gegnum vissa miðlara.
Sumir þjónustuaðilar er-
lendis vaka yfir efninu og
gera við það athugasemdir
eða fjarlægja.
Mótald (modem, stytting á
modulator/demodulator):
Tæki sem tengir tölvuna
og símkerfið og flytur
gögnin á milli. Talan á
þeim segir til um hraðann
á gagnaflutningnum sem
er mældur í þúsundum
bæta á sekúndu (Kbps).
Hraðarnir 28,8 og 33,6
Kbps eru algengir en með
haustinu verða 56 Kbps
mótöld og sambönd vænt-
anlega á boðstólum. Hrað-
inn eykst verulega með
notkun ISDN. Oft eru
mótöld innbyggð í nýrri
tölvur.
Netfang: Tölvupóstfang á
netinu, skráð með bókstöf-
um og táknum. Skilaboð
með tölvupósti eru send
símleiðis þangað og það-
an. Netfang Neytenda-
samtakanna er neyten-
da@itn.is.
Notendur á mótaldi: Talan
getur verið breytileg. Hjá
Pósti og síma er t.d. inn-
hringisamband um allt
land en mismunandi fjöldi
um hvert mótald á hverjum
stað.
Off-line reader: Hugbúnað-
ur sem gerir notandanum
kleift að búa til og lesa
gögn án þess að halda
tengingu opinni, til þess að
spara símkostnað.
Rápari (browser): Sjá vafri.
Samnet: Sjá ISDN.
Spjallrásir (IRC): Samskipti
á netinu sem fara þannig
fram að þátttakendur slá
texta inn á skjá sinn,
senda hann og sjá þar
skilaboð annarra birtast.
Margir geta tekið þátt í
samskiptunum í einu.
Einnig getur einstaklingur-
inn verið þátttakandi í fleiri
en einum slíkum sam-
skiptahópi samtímis.
Tengill (link): Tenglar (líka
nefndir hlekkir) eru notað-
ar til að „hoppa“ milli vef-
síðna. Ef smellt er á tengil
flyst sambandið yfir á aðra
vefsíðu. Tenglar í texta eru
oftast með öðrum lit eða
letri en megintextinn.
Tenglar eru líka oft í
myndrænu formi.
Tölvupóstfang: Sjá net-
fang.
Tölvupóstur: Texti eða
annað efni sem sent er frá
einni tölvu til annarrar.
Hægt að senda allt sem
vistast á tölvutæku formi,
texta, hugbúnað, hljóð og
myndir.
URL (Uniform Resource
Locator): Einkennisnafn á
sérhverri tölvu í heiminum
sem tengist netinu og hef-
ur upp á efni að bjóða. Sjá
einnig veffang.
Usenet: Upplýsingakerfi
(ráðstefnukerfi, fréttakerfi)
á netinu þar sem notendur
safna saman greinum,
hugleiðingum og innleggi á
afmörkuðum sérsviðum og
skiptast á skoðunum um
það. Notendur geta valið
sér fréttahóp (newsgroup)
en sumir hópar eru lokaðir.
Þetta fyrirbæri er mikið
notað og að sumra mati
þýðingarmesta hlið Inter-
netsins.
Vafri (browser): Forrit sem
gerir tölvunotanda með
netaðgang kleift að skoða
vefsíður, skjótast á milli
þeirra, vista efni og fleira,
m.a. senda tölvupóst. Vin-
sælustu vafrarnir nú eru
Internet Explorer og
Netscape Navigator.
Einnig kallaður rápari.
Veffang: Nafn tiltekinnar
tölvu og heimasíðu á
henni, skráð með bókstöf-
um og táknum. Hlutar
nafnsins vísa á upp-
runann, t.d. miðlarann og
landið, com merkir að um
fyrirtæki sé að ræða, org
að síðuna eigi samtök en
gov að það sé ríkisstjórn.
Veffang Neytendasamtak-
anna er
http://www.itn.is/neytenda.
Vefþjónn (search engine):
Búnaður sem fylgir vöfrum
og finnur orð eða orða-
sambönd á heimasíðum.
Einnig kallaður leitarvél.
Veraldarvefurinn (World
Wide Web, skammstafað
www. í vefföngum): Safn
og samtenging heima-
síðna og gagna sem geta
tengst netinu.
Viðbragðstími (PING): Sá
tími sem það tekur boð frá
einni tölvu að berast til
annarrar. Langur við-
bragðstími gerir flakk um
vefinn seinlegt, þó svo
flutningsgeta mótalds og
net-miðlara sé mikil. Álag í
innra kerfi (infrastrúktúr)
netsins lengir viðbragðs-
tíma og hægir á samskipt-
um. Þess vegna er skyn-
samlegt að kanna hvenær
álagið er sem minnst.
20
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997