Foringinn - 01.06.1973, Side 2

Foringinn - 01.06.1973, Side 2
Loksins, loksins gerðist það, sem allir skátar hafa beðið eftir. Fyrst var ráðinn erindreki til B.l.S. og svo kom þetta tölublað FORINGJANS át. Það má því með sanni segja að hver stóratburðurinn reki annan í heimi skáta um þessar mundir. Við erindrekann virðast menn binda miklar vonir, enda vart við öðru að báast, eins og nú er £ pottinn búið. Sama verður ekki sagt um FORINGJANN. Fólk virðist algjörlega sætta sig við núverandi ágæti blaðsins og hreyfir ekki svo mikið sem litlafingur til að benda ritstjórninni á það, sem betur má fara. Undirrituðum er ekki kunnugt um nema u.þ.b. tvo menn utan ritstjórnarinnar, sem virðast geta haldið vatni af hrifningu á blaðinu. - Nóbelsverðlaunanefndin ætti sko ekki að verða í vandræðum með næstu úthlutun. Nei, lesendur góðir. Ritstjórnina skortir hvorki hugmyndir um blaðið né efni í það. Það eina, sem vantar eru ykkar hugmyndir og ykkar tillögur um umbætur á blaðinu. Starf erindrekans og útgáfa FORINGJANS hafa það sameiginlegt, að þau byggjast á samvinnu við skátana £ landinu, fyrst og fremst gagnkvæmri aðstoð. Sendið okkur þv£ l£nu eða sláið á þráðinn. - Við bitum ekki.- Takmarkið er betra blað, sem er £ lffrænum tengslum við skátastarfið. Hafðu þetta £ huga, þegar þú flettir blaðinu o| aðgættu, hvort þú finnur á s£ðum þess það, sem þú þarfnast £ þmu skatastarfi. Ef svo er ekki,skulum við reyna að bæta úr þvi næst i sameiningu. Sjáumst seinna. títgefinn af: Ritnefnd: Heimilisfang: Áskriftargjald: Forsfða: Bandalagi islenzkra skáta Andrés Þórarinsson Ásta Björnsdóttir Guðmundur Ketill Guðfinnsson Kjartan Júliusson Maria Sophusdóttir Sigurjón Mýrdal Pósthólf 831 - Rv£k. 200.oo kr. (aðeins) fyrir árg.1973 (5 tbl.) Hnútakennsla að ölfljótsvatni.

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.