Foringinn - 01.06.1973, Page 8

Foringinn - 01.06.1973, Page 8
99 Síðari hluta maímánaðar var hér staddur John Huskins yfirmaður Gilwell Park og fyrir- liði foringjaþjálfunar í Bretlandi. FORINGINN hitti hann að máli á hótelherbergi í Reykjavík. Segðu okkur eitthvaö af Gilwell Park. Gilwell Park, sem stendur í átjaðri Lundúna,hefur nú í rúma hálfa öld verió miðstöð foringjaþjálfunar brezku skátahreyfingar- innar. Hvort tveggja er, að þar hefur farið fram alls konar for- ingjaþjálfun og svo að þaðan hefur allri foringjaþjálfun um gjörvallt Bretland verið stjórnað. Á Gilwell Park eru hað námskeið af ýmsum gráðum allan ársins hring, en þeirra viðamest eru skógarmerkis- námskeiðin (Wood Badge Course) og leiðbeinendanámskeiðin (Training the Teame Course), sem þjálfa leióbeinendur foringjanámskeiða víðs vegar um landið. Þessi tvö síðast töldu námskeið eru eingöngu haldin á Gilwell Park. Árlega sækja um 1000 skátaforingjar vikulöng námskeið á Gilwell Park og um 500 til viðbótar sækja styttri námskeió. Sumir þessara skátaforingja koma frá fjarlægum heimshornum, því að Gilwell Park hefur á sér alþjóðlegan blæ. - Þú sagðir að allri foringjaþjálfun í Bretlandi væri stjórnað frá Gilwell Park. Já, á Gilwell Park eru 6 skátaforingjar í fullu starfi, hver einstakur þeirra er sérfræðingur á ákveðnu sviði skátastarfs. Þeir mynda yfirforingjaþjálfunarráð Bretlands og er ég foringi þess. Við stjórnum svo leiðbeinendanámskeiðunum, sem áðan var minnst á og þeir sem þaðan hafa útskrifast, sem núna eru um 4000 foringjar, mynda foringjaþjálfunarráð út um allt landið. Þeir skipuleggja ýmis konar námskeið úti í héruðunum í samráði við okkur og stjórna þeim. - Hvernig byggið þið foringjaþjálfunina upp í Bretlandi ? Foringjaþjálfun er miklu yfirgripsmeira hugtak en flestir virðast gera sér grein fyrir. Almennt má skipta foringjaþjálfuninni í fimm innbyröis tengda þætti: 1. Sjálfsþjálfun (t.d. lestur bóka og skátablaöa). 2. Foringjanámskeið af ýmsu tagi. 3. Örvinnsla verkefna í tengslum við námskeið eða erindrekstur. 4. Stuðningur frá og önnur samvinna við erindreka. 5. ðformleg þjálfun, sem foringinn fær í skátastarfinu, sérstak- lega í samskiptum við aöra foringja. Þannig eru t.d. foringjanámskeið ekki nema einn þáttur foringja- þjálfunar. - Hafa ekki orðið ýmsar breytingar í Gilwell Park í seinni tíö ? Árið 1970 má segja að orðið hafi bylting á Gilwell Park, því að þá var gerö afgerandi breyting á fyrirkomulagi foringjanámskeiða. í staö fyrirlestra í stórum stíl var tekin upp vinna í umræðuhópum og dregið var úr hinni miklu áherzlu, sem hingað til hefur verið lögð á verklega þjálfun í skátastörfum, þannig aö öðrum þáttum þjálf- unar er núna meiri gaumur gefinn. Á undirbúningsnámskeiöum leggjum við mesta áherzlu á að skerpa skilning á starfi skátaforingjans og skátahreyfingarinnar, auk þess sem við þjálfum i almennum skátastörfum og áætlanagerö^ Á framhaldsnámskeiðum er svo, auk þess, lögð áherzla á eflingu samskipta- og stjórnunarhæfileika foringjans. Þessar breyt- ingar eru enn í mótun og við verðum nokkur áraö aðlaga okkur að þeim. 8

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.