Foringinn - 01.06.1973, Page 26

Foringinn - 01.06.1973, Page 26
Við hrin^dum í Ingeborg Sigurösson í Fossbúum, en kvaðst hun ekki lengur vera fálagsforingi. Við gætum þó notað símtalið því nýi aðstoðarfálagsforinginn væri staddur þarna,en það er Margrét dóttir hennar. FORINGINN rabbaði við Margreti: Starfið hefux’ verið hálfdauft í vetur, hin sigildi foringjaskorturhrjáir okkur, enda þarf nokkurt lið til að stjórna 100 manna felagi. Reyndar höfum við ágætis húsnæöi, sem er eitt af Búrfells- húsunum svonefndu, en það var reist hér 1970. St. Georgsgildið kom því á staðinn en d.s. Cassiopeia gerði húsið í stand. í sumar ætlum viöá Birkibeinamótið og í haust byrjar starfið af fullum krafti undir stjórn nýja félagsforingjans en hann heitir Þórmundur Skúlason. Björn Stefánsson, skólastjóri, er félagsforingi títvarða á Olafsfirði og hefur verið það samfleytt síðan 1949. FORINGINN rabbaði við hann: Gullaldarárin okkar voru 1949-1955 enda voru þá um 45 skátar í félaginu, en síðan hefur fækkað nokkuð og erum við nú 24 talsins. Þetta eru allt strákar, en stúlkur höfum við engar og er því að kenna, að engin kona hefur fengizt til að stjórna starfi þeii'ra. Við höldum fundi í skólahúsinu og er það sæmileg aðstaða. Það er erfitt að reka skátafélag hér, því táningarnir fara flestir burt I skóla á vetrum og auk þess eru nokkur ungmennafélög á staðnum, sem keppa við okkur um hylli þeii’i’a,sem eftir eru. Gjarnan vildi ég fá aðstoð rrá öðrum félögum eða B.Í.S. til að hleypa meira fjöri I starfið og sérstakur fengur væri að fá í heimsókn áhugasama skáta til að starfa með okkur, þótt ekki væri nema eina helgi. Slíkt fólk er velkomið hér hvenær sem er og mætti garnan gera boð á undan sér, svo að kaffið verði heitt. Skátafélagið Ásbúar var endurreist í fyrra. Jósep L. Marinósson.félagsforingi,sagði okkur,að þar á Egilsstöðum störfuðu um 120 skátar, en mikill foringja- skortur og óviðunandi húsnæðisaðstaða væru miklir drag- bítap á starfið. En allt um það kvað jósep áhugann ódrepandi og þeir Ásbúar ætla m.a. að heimsækja skáta- mótin I Atlavík og Hegranesi í sumar. Ásbúarnir eru bjai’tsýnismenn og eru staðráðnir í að byggja séi' félagsheimili og þá helzt í samvinnu við önnur félagasamtök á Héraði og ku það mál vera að komast á rekspöl. Að lokum kvaðst jósep binda miklar vonir við hinn nýja erindreka B.Í.S. og þá sérstaklega með bætta foringja- þjálfun á landsbyggðinni í huga.

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.