Bændablaðið - 14.03.1995, Qupperneq 1

Bændablaðið - 14.03.1995, Qupperneq 1
 ^Í^ÖÍABÓi 1. tölublað 1. árgangur Þriðjudagur 14. mars 1995 Bændasamtökin sameinast Hmanút i sOgu islenskra bænda Nýtt Búnaðarþing kom saman til fundar í gær. A þinginu verður gengið frá samþykktum fyrir sam- einuð bændasamtök og þeim kosin stjóm. Jafnframt verður hinum nýju samtökum valið nafn. Bún- aðarþing er aðalfundur hinna nýju samtaka og verður þar fjallað um hagsmunamál bændastéttarinnar og stefnumótun í málefnum land- búnaðarins. Seint á síðasta ári fór fram kosning 39 fulltrúa á stofn- fund hinna nýju samtaka - Búnað- arþing. Eru 28 þeirra kosnir af búnaðarsamböndunum en 11 full- trúar eru kosnir á fulltrúafundum búgreinasambanda. Með sam- einingu BI og Sb í ein heildarsam- tök verða boðleiðir einfaldari og grundvöllur skapast til sam- ræmdari og skjótari ákvarðanatöku en þegar fjallað er um málin innan tvennra samtaka. Jafnframt skapast grundvöllur fyrir skýrari verkaskiptingu milli heildarsam- takanna og grunneininga þeirra en verið hefur innan félagskerfis BÍ og Sb. Rösklega 30 mál hafa borist þinginu. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki á laugardag. Hinn 1. janúar voru Búnaðar- félag íslands og Stéttarsamband bænda sameinuð í ein heildarsam- tök íslenskra bænda. Miklar um- ræður hafa verið um það meðal bænda á undanfömum ámm að sameina bæri samtökin, en liðin eru rétt 50 ár frá því Stéttarsam- bandið var stofnað við hlið Bún- aðarfélagsins til þess að fara með verðlags- og kjaramál stéttarinnar. Það var í júní 1993 að stjómir Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda ákváðu að hefja viðræður um sameiningu sam- takanna í ein heildarsamtök, sem betur gætu þjónað hagsmunum bænda í breyttu starfsumhverfi. Fjölmargar ályktanir höfðu þá borist frá bændafundum víðsvegar um land þar sem hvatt var til sam- einingar. Sett var á laggimar nefnd skipuð þremur mönnum frá hvorum aðila og fékk hún það hlutverk að kanna grundvöll fyrir sameiningu samtakanna. Nefndin skilaði áliti í mars 1994. Varþað lagt fyrir Búnaðar- þing sem samþykkti fyrir sitt leyti að stefnt skyldi að sameiningu Búnaðarfélagsins og Stéttarsam- bandsins. Alyktun sama efnis hafði verið samþykkt á aðalfundi Stéttarsambandsins haustið 1993. I tengslum við sveitarstjómar- kosningamar sl. vor var efnt til skoðanakönnunar meðal bænda um sameiningarmálið. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var mikil, 81,4% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Af þeim sem af- stöðu tóku lýstu 87,7% sig fylgjandi sameiningu BI og Sb en 12,3% vom andvíg. Samkomulag stjóma Búnaðar- félags íslands og Stéttarsambands bænda um sameiningu samtak- anna í ein heildarsamtök bænda frá 1. janúar 1995 var síðan staðfest af auka Búnaðarþingi og aðalfundi Stéttarsambands bænda í lok ágústmánaðar sl. Breskur ráðgjall á Búnaðarþlngl Á fimmtudag mun Richard Brown, breskur ráðgjafi, flytja erindi á Búnaðarþingi. Hann fjallar um þróun smásöluversl- unar í Evrópusambandsríkjunum - einkum matvælamark- aðar. Að morgni sama dags flytur Richard Brown erindi á vegum Framleiðsluráðs, Samtaka sláturleyfishafa og Sam- taka í mjólkuriðnaði um þróun afurðasölu samvinnufyrirtækja í Ijósi þeirra breytinga sem eru að verða á afurðasölumálum landbúnaðarins. Frá setningu Búnaðarþings. Æfingin skapar meistarann “Skinnin á sýningunni eru dæmd eftir dönskum reglum. Bændumir fengu þessar reglur heini og vandi þeirra fólst í því að átta sig á hvernig dómaramir vinna. Þegar menn vita hvaða þykkt, litur og áferð getur helst fært þeim verðlaun - og gert þeim kleift að selja skinnin - þá em þeir í góðum málum. í þessu sem öðm skapar æfingin meistarann,” sagði Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrabænda. Um helmingur íslenskra refa- og minkabænda áttu skinn á sýningu sem haldin var í Hveragerði. Sjá bls. 5 SAUÐFJÁRRÆKT Ullin góð tekjulind Segja má að einkenni á sauð- fjárrækt hérlendis sé hátt hlut- fall fasts kostnaðar. Breytileg- ur kostnaður er lítill og fram- legðarstig þar af leiðandi hátt. Þetta gerir það að verkum að samdráttur í framleiðslu kem- ur enn harðar niður en ella því fasti kostnaðurinn helst lítið breyttur og deilist á færri framleiddar einingar en áður. Það er því lítið svigrúm til breytinga á rekstrinum til að koma í veg fyrir tekjutap. Af búreikningum má þó sjá að menn hafa leitað leiða til að auka verðmæti afurð- anna. Sem dæmi um mögu- leika á þessu sviði má nefna bætta nýtingu á ull, en á 80 búum jókst verðmæti ullar um 22 þúsund milli áranna 1992 og 1993. Niðurstöður bú- reikninga benda eindregið til þess að ullin sé tekjulind sem tvímælalaust beri að nýta til hins ýtrasta. Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir sauð- fjárbændur meðan ullarverð helst hátt. Dæmi eru í bú- reikningum um að menn séu að fá yfir 1000 krónur fyrir ull eftir kindina og munar sannar- lega um minna. Tölvur Tölvuforritið Búbót Nú nota 430 bændur Búbót á einkatölvur sínar. Þeir dreifast nokkuð misjafnt urn landið. Bændur í Húnavatnssýslum, Vestíjörðum og Suður- Þingeyjarsýslu nota forritið mest eða um 17 til 20 % af bændum. Þá er miðað við að það séu 3.200 bændur á landinu. Sú tala er áætluð. Sjá nánar á bls. 4 LOÐDÝRARÆKT

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.