Bændablaðið - 14.03.1995, Side 2
2
Bœndablaðið
Þriðjudagur 14. mars 1995
Starfsmannaspjall
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson
landnýtingarráðunautur
Olafur lauk prófi í forspjalls-
vísindum frá HÍ, búfræði-
kandidatsprófi frá University
College of Wales, Abery-
stwyth, 1969 og doktorsprófi
frá sömu stofnun 1972. Hann
var yfirkennari búvísinda-
deildar Bændaskólans á
Hvanneyri 1972 til 1977 og
landnýtingarráðunautur Bún-
aðarfélags íslands frá 1977.
Auk þess sauðfjárræktarráðu-
nautur frá 1985 að hluta.
Ólafur hefur skrifað á þriðja
hundrað ritgerðir og greinar,
einkum um sauðfjárrækt, æxl-
unarlíffræði, beitarmál, land-
búnað og umhverfismál, í
tímarit, bækur og dagblöð
bæði á íslensku og ensku.
Græna hugmyndafræOin
er framhOarstefna
Á liðnum árum hefur æ oftar verið
rætt um lífrænan landbúnað og nú
er svo komið að búið er að setja
lög um hann og innan tíðar verður
gefin út reglugerð þar að lútandi.
Ólafur situr í þeirri nefnd sem
vinnur að þessum málum.
"Undanfama mánuði má segja að
töluvert af mínum tíma hafi farið í
vinnu vegna nýju laganna og
reglugerðarinnar og annað varð-
andi lífrænan landbúnað. Fullyrða
má að þessi lög marki viss þátta-
skil," sagði Ólafur í samtali við
Bændablaðið."
- Hvað er lífrœnn landbúnaður?
“Lífrænn landbúnaður verður
ekki skilgreindur í stuttu máli. Um
er að ræða ákveðna búskaparhætti
þar sem gæðaafurðir eru fram-
leiddar samkvæmt ákveðnum
reglum er taka mjög mið af um-
hverfisvemd. Þetta er vistvænasta
form landbúnaðar og gengur næst
því sem kallað hefur verið sjálfbær
þróun. Nýju lögin og væntanleg
reglugerð fela í sér þær lág-
markskröfur sem gerðar verða við
íslenskar aðstæður.”
- Hvaða þýðingu hafa þessi
lög fyrir íslenskan landbúnað?
“Lögin og reglugerðin sem við
þau verður sett mynda formlegan
ramma um lífrænan landbúnað.
Þar er ekki aðeins fjallað um fram-
leiðslu og vinnslu heldur einnig
vottun, eftirlit og notkun sérstakra
lífrænna vömmerkja. Við verðum
að fá hin miklu gæði íslenskra bú-
vara viðurkennd, bæði innanlands
og utan, og þetta er ein þeirra leiða
sem em færar. Það sýnir reynslan
erlendis þar sem markaður fyrir
lífrænar vömr fer hraðvaxandi.”
- Er tekið mið af sambœri-
legum, erlendum lagabálkum ?
Hvað með alþjóðlega staðla og
vottun. Hvað þýðir t.d. vottun fyrir
landbúnaðinn ?
“Já, við semjum okkar reglur
innan ramma reglugerða Evrópu-
sambandsins og innan gmnnstaðla
IFOAM, Alþjóðasamtaka lífrænna
landbúnaðarhreyfinga. Sjálfstæðar
innlendar vottunarstofur eiga að
votta afurðimar og þurfa þær að
sækja um starfsleyfi og faggildinga
hjá landbúnaðarráðuneytinu og
löggildingarstofunni. Vottunin er
nauðsynleg eins og ég vék áður að,
það er ekki nóg að segja að vömr-
nar séu góðar. Með gæðaeftirliti er
tryggt að neytendur fái að njóta
þeirra gæða og hollustu sem þeir
em að sækjast eftir. Við reglu-
gerðarsmíðina höfum við einnig
haft til hliðsjónar lífrænar reglur
frá mörgum löndum, bæði austan
hafs og vestan. Það er því al-
þjóðlegt yfirbragð yfir þessu öllu.
- Er lífrœnn búskapur það sem
koma skal he'r á landi eða binda
menn e.t.v. of miklar vonir við
hann?
“Ég tel það verðugt markmið
að feta sig í þá áttina. Slíkt bætir
einnig umhverfisímynd landbún-
aðar og þetta er ein ákjósanlegasta
leiðin til að bæta samband og
skilning á milli bænda og neyt-
enda. Að mínum dómi er græna
hugmyndafræðin, sem lífrænn
landbúnaður byggir á, framtíðar-
stefna. Hún er í sókn. I mínum
huga er lífrænn landbúnaður það
sem koma skal en sú þróun gerist
ekki á fáeinum ámm og leysir ekki
allan vanda. Þetta er ljós í myrkr-
inu ef svo mætti segja.”
- Hvað með beitarþol og
lífrœnan landbúnað?
“Lífræni landbúnaðurinn fellur
vel að starfi mínu því að í honum
felst leið til alhliða landbóta. Hann
er búskapur í sátt við náttúmna.
Meta verður ástand og beitarþol
allra jarða sem fara í lífræna að-
lögun. Hún gæti tekið allt að 10 ár
og á þeim tíma mætti vinna að líf-
rænni uppgræðslu, sé hennar þörf,
þannig að beitilandið fái viður-
kenningu, t.d. fyrir lífræna sauð-
fjárbeit. Því þarf að þróa aðferðir
til að meta beitarþol með skjótum
hætti án mikils tilkostnaðar. Þetta
er kjörið verkefni fyrir þá sem
stunda rannsóknir á sviði land-
nýtingar.”
Enn mikil óvissa um framkvæmd GATT
ðtfærslan ðkvarSar
stuOningsstig landbúnalarins
GATT-samningurinn kemst
ekki til framkvæmda fyrr en
upp úr næstu áramótum. Þá
verður ár liðið frá því íslensk
stjórnvöld fullgiltu samning-
inn. Dragist framkvæmdin enn
frekar á langinn eiga íslend-
ingar á hættu að verða kærðir
fyrir World Trade Organization,
arftaka GATT, fyrir seinagang-
inn.
Verið að ákvarða
stuðningsstigið við
landbúnaðinn
Það er einkum á tvennu sem fram-
kvæmdin strandar á. I fyrsta lagi
hefur ráðuneytanefndin svokallaða,
samráðsnefnd hlutaðeigandi fimm
ráðuneyta (forsætis-, landbúnaðar,
utanríkis-, viðskipta- og fjármála-
ráðuneytis) ekki náð innbyrðis
samkomulagi um útfærslu á tollum
sem koma skulu í stað inn-
flutningsvemdarinnar og svo-
kölluðum tollkvótum. Útfærslan á
þessu tvennu, þ.e.a.s. tollunum og
tollkvótunum, jafngildir í raun
ákvörðun um gildandi stuðnings-
stig við landbúnaðinn, þ.e. á hvaða
verðforsendum keppt verður við
'innflutning. Nefndin aðhefst því
varla neitt fyrr en eftir kosningar,
þegar ný ríkisstjóm hefur lagt
línumar. Dragist myndun nýrrar
ríkisstjómar á langinn gæti fram-
kvæmdin því frestast fram yfir ára-
mótin.
I öðm lagi verður að breyta
heilum lagabálkum töluvert til
samræmis við GATT-samninginn,
s.s. búvörulögunum, tollalögunum
og lögum sem lúta að vörnum gegn
dýrasjúkdómum. Það tímafreka
getur ekki hafist fyrr en nefndin
hefur lokið störfum og bíður því
nýs löggjafarþings.
Fyrirheit um
nauðsynlega vernd
Norsk stjómvöld kynntu útfærslu
sína á GÁTT-samningnum þegar í
desember sl. Framleiðendur þar í
landi geta því gert sér nokkra grein
fyrir stöðu sinni og framtíðar-
horfum en samkvæmt norsku út-
færslunni er leitast af fremsta
megni við að verja ríkjandi
stuðningsstig. Sömu eða svipaða
sögu er að segja af útfærslu
annarra, t.a.m. Evrópusambandsins
og Bandaríkjanna. Það eina
áþreifanlega sem liggur fyrir hér á
landi, þar til ráðuneytanefndin hef-
ur lokið sér af, er samþykkt ríkis-
stjórnar og ályktun Alþingis sama
efnis frá því desember um full-
gildingu samningsins. Þar em gef-
in fyrirheit um framkvæmd sem
veitir innlendri framleiðslu "nauð-
synlega" vernd.
Mikið verk enn
óunnið
Sem dæmi um þá vinnu sem enn
eeftir má nefna útfærslu á lág-
marksaðgangi en svo nefnist
ákveðið magn sem flytja skal inn á
lágum tollum. Þessi lágmarksað-
gangur á að ná til 3-5% af heildar-
neyslu tiltekinnar vöm eða vöm-
flokka; skilgreiningin liggur enn
ekki fyrir.
Þá er heldur ekki ljóst með
hvaða hætti staðið verður að sjálf-
um innflutningnum. Ymsir mögu-
leikar hafa verið nefndir, s.s. að út-
hluta innflutningsleyfum annað
hvort samkvæmt umsóknum, þá
fengju væntanlega þeir sem fyrstir
sæktu um, eða samkvæmt mark-
aðshlutdeild. Það síðamefnda
myndi vitaskuld útiloka nýliða frá
þátttöku. Þá hefur nokkurs konar inn-
flutningshappdrætti eða lottó-leyfi
verið nefnt, eða að bjóða upp. í því
tilviki hreppti hæstbjóðandi hnossið.
Þótt uppboðsleiðin sé einfoldust í
framkvæmd þá étur hún fljótlega upp
ávinninginn af lágum tollum þar sem
greiða þarf fyrir innflutningsleyfið.
Það er því talið óliklegt að
uppboðsleiðin verði farin og virðist
lottó-leiðin einna líklegust til að
verða fyrir valinu.
Forsvarsmenn afuróastöóva:
Fastir í hugarfari sjóðakerfisins
Er unnt að lækka verð á land-
búnaðarvörum í landinu án
þess að skerða kjör bænda og
með hvaða hætti þarf að vinna
að þessum, að því er virðast,
ósamræmanlegu markmiðum?
Er hægt að halda landbún-
aðarframleiðslunni í landinu
með tilkomu aukinnar er-
lendrar samkeppni í kjölfar
EES- og GATT- samninganna?
Þessum spurningum velti
Björn Arnórsson, hagfræðing-
ur BSRB, fyrir sér á Ráðu-
nautafundi bændasamtakanna
á dögunum. í spjalli við
Bændablaðið ítrekar hann
nokkuð af því sem hann telur
að vinna þurfi að á næstunni
eigi bændur að halda viðun-
andi kjörum og framleiðsla
landbúnaðarafurða ekki að
flytjast í auknum mæli úr landi
á næstu árum.
Bjöm segir að þessum markmiðum
verði ekki náð án umtalsverðrar
hagræðingar. í því efni sé ekki
hægt að undanskilja fækkun
bænda. Samdráttur í landbúnaði á
undanfömum árum hafi orsakað
það að mörg bú em orðin óhag-
kvæmar einingar rekstrarlega séð.
Sala á framleiðslurétti hafi ekki
náð að þjappa framleiðslunni
saman þannig að nægileg hag-
kvæmni náist. Verð á framleiðslu-
rétti sé einnig óeðlilega hátt og hafi
sveitarfélög og aðrir aðilar út um
byggðir landsins stuðlað að háu
verði vegna byggðasjónarmiða.
Framleiðslukvóti sem losni eigi að
fara á markað en ekki dreifast flatt
til allra bænda eins og nú sé gert
við úreldingu framleiðslutækja
kúabænda. Engin leið sé hins vegar
til þess að ætla landbúnaðinum að
halda byggðastefnunni uppi;
hvorki með háu verði á fram-
segir Bjöm Amórsson
hagfræðingur BSRB
leiðslurétti eða eftir öðmm leiðum.
Kostnað af byggðaaðgerðum verði
að greiða með beinum hætti en
landbúnaðurinn þurfi á öllu sínu að
halda til þess að ná fram þeirri hag-
ræðingu sem nauðsynleg sé til þess
að lægra vömverð geti staðið undir
sómasamlegum kjömm bænda og
ekki síður að gera framleiðslu ís-
lensks landbúnaðar samkeppnis-
færa við innflutning.
Alltof margar
vinnslustöðvar
Bjöm sagði að á sama hátt og
framleiðslugeta búanna sé umfram
þarfir þá sé vinnslugeta afurða-
stöðvanna langt umfram þarfir þar
sem margar þeirra hafi verið
byggðar á verðbólgutímum þegar
menn voru ekki famir að velta fyrir
sér samdrætti í landbúnaði. Mikil
tregða hafi síðan ríkt hvað sam-
einingu varðar og jafnvel verið
bent á að verkalýðshreyfingin væri
að vinna gegn sjálfri sér, þegar hún
væri að fjalla um þessi mál, þar
sem fólk missti vinnu sína og
tapaði jafnvel eignum vegna sam-
einingar vinnslustöðva. Bjöm
sagði að sjálfsögðu yrði að kanna á
hvem hátt nýta megi mannvikri
sem þannig losni til annarrar at-
vinnustarfsemi og mun betra sé að
vinna að þessu á rneðan flestar af-
urðastöðvar séu sæmilega á vegi
staddar hvað fjárhag varðar en
þegar farið verði að þrengja meira
að og gjaldþrot blasi við ein-
hverjum þeirra. Slíkt sé óhjá-
kvæmilegt vegna aukinnar sam-
keppni og spumingin sé einungis
um hvort við ætlum að framleiða
og vinna þessar vömr sjálfir eða
eftirláta Dönum, Skotum eða
Hollendingum það.
Fastir í hugarfari
sjóðakerfisins
Af þessum ástæðum komst sjö
manna nefndin að þeirri niðurstöðu
að leggja fram hálfan milljarð úr
Verðmiðlunarsjóði til úreldingar í
mjólkuriðnaði. Aðeins mjólkurbú-
ið í Borgamesi óskaði eftir úreld-
ingu og nokkur bú á Austurlandi
óskuðu eftir fresti til íhugunar þar
sem 100% úrelding stóð aðeins til
boða fram að síðustu áramótum en
80% á þessu ári. Bjöm segir hluta
skýringarinnar felast í hreinum
hreppa- og héraðaríg. Einnig komi
fram sjónarmið manna sem unnið
hafi í samræmi við sjóðakerfi; haft
allt sitt á þurru og ekki þurft að
treysta á markaðinn því rekstrinum
verði einhvem veginn bjargað.
Forsvarsmenn í mjólkuriðnaði vilji
greinilega ekki nýta sér þá sérstöðu
sem hann einn iðngreina búi við
hvað möguleika til hagræðingar
varðar. Þeir séu fastir í hugarfari
sjóðakerfisins. Menn megi hins
vegar ekki einblína á sjóðakerfið
lengur heldur verði þeir að læra að
vinna í samræmi við forsendur
markaðarins. Að treysta á sjálf-
gefnar greiðslur sé það sama og
koma landbúnaðinum á vonarvöl.