Bændablaðið - 14.03.1995, Side 4

Bændablaðið - 14.03.1995, Side 4
4 Bœndablaðið Þriðjudagur 14. mars 1995 Bændablaðiðj Útgefandi: Sameinuð bændasamtök Bændahöll við Hagatorg 107 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 5628290 Kennitala: 631394-2275 Ritstjóri: Áskell Þórísson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Útgáfunefnd: Gunnar Sæmundsson, formaður Hákon Sigurgrímsson, varaformaður Hörður Haröarson, Jónas Jónsson, Þórólfur Sveinsson Prentun: ísafoldarprentsmiðja Leiðarinn lilýtt blað hefur göngu sína Bændablaðið, í eigu sameinaðra bændasamtaka, hefur nú göngu sína. Aðdragandi þess eru samþykktir um breytta útgáfu á málgagni bænda- samtakanna, m.a. frá aðalfundum Stéttarsambands bænda. Eftir nokkra athugun og undirbúning var málið kynnt á formannafundi Búnaðarsambandanna á s.l. hausti þar sem eindreginn vilji kom fram að hrinda því í framkvæmd. Að höfðu samráði var ákveðið að hefja sem fyrst útgáfu á blaði, sem sent yrði til allra bænda. Rökin fyrir útgáfu Bændablaðsins eru Jón Helgason að sjálfsögðu hinar miklu þjóð- félagsbreytingar, sem orðið hafa á síðustu árum. Það er mjög brýnt fyrir trúnaðarmenn bænda að koma margvíslegum upplýsingum til allra bænda með skömmum fyrirvara. Slíkar upplýsingar eru forsenda þess að bændur geti gert sér rétta grein fyrir hver staða þeirra er. En því aðeins geta forystumennirnir á hverjum tíma vænst þess að fá þann stuðing sem þeim er nauðsynlegur. Bændablaðinu er þó ekki eingöngu ætlað það hlutverk að vera einhliða fréttamiðill. Þvert á móti er von þeirra, sem undirbúið hafa útgáfuna að sem allra flestir bændur notið það til að koma á framfæri skoðunum sínum og ábendingum um það sem betur þarf að fara um málefni stéttarinnnar. Þannig ætti með gagnkvæmum upplýsingum að vera hægt að eyða tortryggni og misskilningi sem stundum hefur orðið til þess að draga úr samstöðu stéttarinnar. Samhliða þessu mikilvæga hlutverki er Bændablaðinu ætlað að kynna fyrir öðrum stefnu bændasamtakanna og veita gagnlegar upplýsingar um landbúnaðinn. Með slíku kynningarstarfi skap- ast auknir möguleikar að hafa áhrif á umræðuna um landbúnað og gera hana jákvæðari fyrir hann. Slíkt er mjög mikilvægt til þess að gildi hans fyrir samfélagið njóti sannmælis. Sérstaklega er það þó eins og staðan er um þessar mundir, þegar afkoma margra bænda er erfiðari en verið hefur um áratuga skeið. Framundan er því lífróður fyrir bændastéttina til að kom- ast í gegnum þessa erfiðleika og fá aðstöðu til að nýta á árangursríkan hátt þá mörgu kosti, sem landið býður. Bænda- blaðinu er ætlað að vera öflugt tæki stéttarinnar í þeirri baráttu. Þau óvenjulegu harðviðri sem gengu yfir stóran hluta landsins í janúar hafa komið við hugi fólks.á margan hátt. Þó að hinir hörmu- legu mannskaðar af völdum snjó- flóða marki dýpstu sporin hefur óblíð náttúran með stórviðrum og ofurfannfergi minnt á sig á annan hátt. I einni sýslu landsins, sem venjulega er með þeim snjó- léttustu, Vestur-Húnavatnssýslu, varð það slys í sama hríðargarð- inum, að hátt á annan tug hrossa fennti svo að þau drápust. Slíkir atburðir vekja eðlilega athygli allra þeirra sem hugsa um dýravemd og velferð búfjárins okkar og getur reynst erfitt að sannfæra suma um að þetta megi flokka undir slys. Því er ekki að leyna að hross- ahald landsmanna hefur löngum verið undir smásjá dýravemdar- fólks og það hefur ekki alltaf ríkt fullur skilningur á milli þess og bændanna sem eðlilega telja sig þekkja eðli búfjárins og þarfir þess vel. Það hefur hins vegar verið ákveðin stefna bændasamtakanna að eiga sem best samstarf við Sam- band dýravemdarfélaga íslands og það fólk sem kemur fram fyrir þess hönd. Því með því einu móti er hægt að skapa gagnkvæman skilning. Ályktun Búnaóar- þings 1993 Það 'var í þessum anda sem Búnað- arþing 1993 fjallaði um erindi Sambands dýravemdarfélaga Is- lands um útigang hrossa. I ályktun sem gerð var um efnið var ákveðið að Búnaðarfélag íslands skrifaði öllum sveitarstjómum, þar sem hross væm á forðagæsluskýrslum, og færi þess á leit við þær að þær legðu fyrir búfjáreftirlitsmenn sína, eins og þeir voru áður nefndir, að þeir könnuðu hvort hús væru til fyrir hross þar sem þau em haldin og þá hve mikið vantaði á að svo væri. Jafnframt skyldu þeir kanna og skrá hvort hross, sem gefið væri úti og ekki hefðu aðgang að húsum, hefðu aðgang að góðu skjóli. Bréf þessa efnis var skrifað öllum viðkomandi strax í mars 1993 og þess þá vænst að skráning og skoðun gæti farið fram samfara vorskoðun búfjáreftirlitsmanna Jónas Jónsson búnaöarmálasljóri sem þá stóð fyrir dyrum. Tilmæli um þessa skýrslugerð vom svo ítrekuð er eyðublöð fyrir forðagæslu vom send út haustið 1993 og einnig haustið 1994. Þrátt fyrir þetta bámst ekki svör nema frá 98 sveitarfélögum af 192 eða 51% þeirra sem hafa hross á skýrslum. Uppgjöri á þessum skýrslum er nú lokið og kemur í ljós, að ef á heildina er litið em til hús af ein- hveiju tagi fyrir 78% hrossanna, ef marka má þetta úrtak. Góð skjól em til fyrir um 11 % en hvorki hús né skjól fyrir önnur 11%. Þetta er þó nokkuð breytilegt á milli lands- hluta en því miður á þann veg að hrossaflestu sveitarfélögin (og hémðin) skera sig úr með til- tölulega minnstan húsakost og hæst hlutfall hrossa án viðunandi skjóls. Framangreind skýrsla verður lögð fyrir Búnaðarþing og mun stjóm bændasamtakanna beina því til þingsins að álykta um niálið, en hún ákvað einnig að skrifa öllum sveitarstjómum og hvetja þær til að beita áhrifum sínum eftir því sent þær hafa tök á til úrbóta. Minna má á að ábyrgð sveitar- stjóma í þessum efnum er slegið fastri með tvennum lögum: með lögum um búfjárhald, þar sem ákvæði em m.a. um búfjáreftir- litsmenn sem starfa á þeirra veg- um og ber þeim að fylgjast með aðbúnaði og fóðrun búfjárins og gera viðvart ef þeir telja að með- ferð á skepnum brjóti í bága við gildandi lög. I öðm lagi eru lagðar skyldur á herðar sveitarstjóma í lögum um dýravemd. Reyndar leggja báðir þessir lagabálkar, búnaðar- samböndunum, ráðunautum þeirra og svo héraðsdýralæknum einnig skyldur á herðar. í nýjum lögum um dýravemd (lög frá 16. mars 1994) em eftirfarandi ákvæði í 4. gr. laganna: "Að vetri til, þegar búfé er haldið til beitar eða látið liggja við ’ opið, skal sjá til þess að á staðnum sé húsaskjól eða annað öruggt og hentugt skjól í öllum veðrum. Einnig skal vera þar nœgilegt fóður og vatn og litið skal eftir búfénu reglulega, en daglega eða oftar ef nauðsyn krefur að mati forðagœslumanns, ráðunautar eða dýralæknis. Heimilt er sveitar- stjóm, að fengnum tillögum dýra- verndarráðs eða héraðsdýra- lœknis, að banna dýrahald á til- teknum stöðum að vetri til séu fyrr- greind skilyrði ekki uppfyllt." Hér er ekki um strangari ákvæði að ræða en í eldri lögum, þvert á móti viðurkennir löggjöfin að hrossum getur liðið vel á úti- gangi, jafnvel í harðri vetrarveð- ráttu, ef þremur skilyrðum er full- nægt: - að þau hafi nægilegt fóður, - að þau hafi aðgang að vatni - og að þau hafi ömggt og hentugt skjól. Ástæða er til að benda sér- staklega á annað atriði þessarar greinar og undirstrika það sérstak- lega; þá skyldu að líta eftir búfé sem gengur úti að vetrarlagi eða liggur við opið, reglulega og dag- lega ef þess er talin þörf. Á þessu mun því miður allvíða vera nokkur misbrestur, einkurn þar sem það verður æ algengara að hross séu haldin á eyðibýlum og þess þá ekki gætt að fá ntenn af nágrannabæjum til hins lögboðna eftirlits. í harðindatíð verður að gera kröfur til þess að litið sé daglega eftir hrossum sem eru úti. Engum hrossaeiganda ætti að vera ofraun að uppfylla kröfur um gott skjól.Byggingaþjónusta Bún- aðarfélags Islands hefur gert tillöguteikningar að einföldum hrossaskjólum. Vonandi draga sem flestir hrossaeigendur reynslu af þessum harða og leiða vetri og láta hendur standa fram úr ermum á komandi sumri og búi hrossum sínum skjól hvort sem eru hús eða einfaldari mannvirki. Bændaforritió Búbót Vaxandi úibreiösla Námskeið Hólaskóla og Búnaðar- félags íslands fyrir bændur í bók- haldi og skattskilum hafa aukist umtalsvert á síðustu árum. Bændaforritið Búbót hefur um- fangsmikla og vaxandi útbreiðslu, en ætla má að um 1/3 hluti bænda færi bókhald sitt í kerfið eða það er fært af bókhaldsskrifstofum sem nota kerfið. Búbót má nota á flestar einkatölvur. Nú hefur verið gengið frá skipu- lagningu Búbótamámskeiða til páska, en dagana 23.-24. mars verð- ur námskeið í Eyjafjarðarsýslu, 27.-28. mars í S.-Þingeyjarsýslu, 29.-30. mars í Skagafjarðarsýslu og 3. - 5. aprfl á Suðurlandi. Viðfangsefni námskeiðanna er fjárhagsbókhald og skattskil en auk þess er gert ráð fyrir að kennsla fari fram á viðskipta- bókhaldshluta kerfisins fyrir þá sem þess óska (t.d. hentugt fyrir ferðaþjónustu- og garðyrkju- bændur). Námskeiðin eru ætluð notendum Búbótar og gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með eigin tölvur. Hvert námskeið er um 18 kennslustundur (2 dagar). Námskeiðin eru í formi fyrir- lestra og verklegra æfinga. Fyrir- lestrar fjalla m.a. um helstu þætti bókhaldsreglna, meðferð fylgi- skjala, lög og reglur varðandi VSK, skattalög og skattfram- talsgerð. Verkefnavinna er færsla bókhalds fyrir hefðbundinn, blandaðan búrekstur þar sem farið verður yfir færslu fylgiskjala, villulista, uppfærslu, fyrirspurnir, útskriftir, VSK-skýrslu, skatt- framtal og uppgjör árs. Hvaó gerir forritió? Bóndinn skráir öll útgjöld og tekj- ur og virðisaukafærslur eru merkt- ar sérstaklega. Einnig eru skráðar eignir og skuldir og síðan af- borganir og vextir. Einnig er æskilegt að skrá inn einkaeyðslu. Síðan sér tölvan um að reikna út það sem beðið er um. Það er æði margt sem biðja má hana um. Sem dæmi má nefna dagbókarlista, efnahagsreikning og framlegðar- uppgjör. Þá kemur virðisauka- skýrslan beint út úr tölvunni og hið sama má segja um landbúnaðar- framtal. Tölvan segir notandanum einnig hve mikið af tekjum fara í áburðarkaup og framlegð á einingu. Þess má geta að viðskipta- mannabókhald er undirbókhald í Búbót, en með því má má skrifa út reikninga sem hentar bændum sem eru selja beint til neytenda. Fjöldi bænda hefur látið búnaðarsamböndin annast bókhald og uppgjör fyrir sig. Yfir landið eru nú um 600 bændur sem nota þá þjónustu. Sum búnaðarsamböndin hafa samið við bændur um að annast þessa þjónustu fyrir sig. Má þar nefna Bs. Suður-Þing., Bs. Austurlands og Bs.Vestfjarða. Nú lætur nærri að í Suður-Þing. séu um helmingur bænda með uppgjör í þessu kerfi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.