Bændablaðið - 14.03.1995, Side 8
8
Bœndablaðið
Þríðjudagur 14. mars 1995
ALFA-LAVAL AGRI
Mjólkurkælitankar
Alfa-Laval mjólkurtankar á sérstöku kynningarverði
- Opnir tankar, 100 til 1900 I
- Lokaðir tankar með þvottavél,
1100 til 16000 I
- Að baki framleiðslu tankanna
er mikil þróunarvinna með
tilliti til mjólkurgæða og
orkusparnaðar
slípað og auðvelt að þrífa
* Opnu tankarnir eru
lágbyggðir til að auðvelda þrif
* Lokuðu tankarnir eru með
sjálfvirkum þvottabúnaði sem
tekur inn heitt og kalt vatn
* Allir tankarnir eru búnir
fullkomnum stjórnbúnaði,
sérhönnuðum fyrir
mjólkurkælitanka
- Helstu möguleikar TE-92
stjórnbúnaðarins eru:
* Starfrænn hitamælir sem
auðvelt er að lesa af með
nákvæmni 0,1°C
* Stillanlegur biðtími á gang-
setningu kælingar 0 til 60 mín
* Handstýrður og sjálfvirkur
gangtími hræru
* Tveir hraðar á hræru eftir
hitastigi mjólkur.
* Hægt er að stilla inn 2
hitastig til að tryggja örugga
kælingu mjólkurinnar eftir
fyrsta mál
* 3 viðvaranir um bilun í
kælikerfi
* Auðveldur í notkun
- Mest seldu mjólkurtankarnir í
N-Evrópu
- Hagstætt verð
- Leitið upplýsinga og fáið
verðtilboð
töldu þá að hægt væri með hag-
ræðingu að spara háar upphæðir í
rekstri þeirra.
Haukur: Það er rétt að
sauðfjársláturhúsum fækkaði um
þriðjung og nú hefur sauðfé
fækkað enn meir. Framlegð í
slátrun hefur nánast staðið í stað
síðasta áratuginn svo enn er mikið
verk eftir óunnið á þessum
vettvangi. Árið 1980 var
mjólkurframleiðslan í hámarki eða
um 120 milljónir 1. Síðan hefur
orðið um 20% samdráttur í
mjólkurvinnslu án þess að gerðar
hafi verið nauðsynlegar ráðstafanir
til hagræðinar.
Mjólkuriðnaðurinn hefur staðið
sig vel hvað varðar vöruþróun og
gæði en það er dapurlegt til að vita
að framlegð hefur minnkað veru-
lega á þessu tímabili. Þetta er
óviðunandi.
Á samkeppnis- og samdráttar-
tímum verða framleiðendur og
afurðastöðvar að taka höndum
saman og lækka kostnað - auka
framlegð. Það óásættanlegt að
framleiðendur taki bróðurpartinn á
sínar herðar.
Bœndablaðið: Hvers vegna
hafa mjólkurbúin verið svona treg í
taumi? Hvers vegna hafa þau ekki
verið sameinuð eða þeim fœkkað?
Haukur: Eignarhald á mjólkur-
búum hefur e.t.v. staðið í vegi fyrir
að sama þróun eigi sér stað hér og
á hinum Norðurlöndunum. Þar eiga
bændur yfirleitt mjólkurbúin og
reka þau sem framleiðendasam-
vinnufélög. Þegar hagsmunir þeirra
krefjast þess að bú sé lagt niður eða
sameinað öðru er það gert. Hér á
landi er eignaformið mismunandi.
Flest mjólkurbúanna eru í eigu
kaupfélaga í blönduðum rekstri.
Reynt hefur verið fara úr-
eldingarleiðina, rétt eins og gert var
í sláturhúsunum, en í þeim var lögð
ákveðin krónutala á afurðirnar til
að geta boðið ákveðnum aðilum
greiðslu svo þeir hættu starfsemi.
Þetta er þunglamalegt og dregur úr
hagkvæmni við sameininguna ef
greinin þarf sjálf að kosta hana. í
mjólkuriðnaðinum tókst samkomu-
lag um að nota uppsafnað fé úr
verðmiðlunarsjóði til úreldinga.
Borgfírðingar hafa ákveðið að nýta
sér þetta. Utfrá sjónarmiði mjólkur-
iðnaðarins er hagkvæmt að leggja
búið niður en ég skil vel sjónarmið
Borgfirðinga sem sjá eftir sínu
mjólkurbúi.
Bœndablaðið: Ekki er annað
hœgt að skilja en að nauðsynlegt sé
að fcekka mjólkurbúunum en
jafnframt að það sé illfram-
kvœmanlegt. Hvað er til ráða ?
Jón: Afurðasölumálin verða
ein af. hinum brýnu verkefnum
nýrra bændasamtaka. Framleið-
endur geta ekki sætt sig við að
kostnaður við framleiðsluna sé
hærri en nauðsynlegt er. Sam-
keppnin leyfir það ekki. Þetta á
jafnt við um úrvinnslu á mjólk sem
slátrun búfjár. Hér eins og áður er
þetta spuming um samstöðu
bænda.
F.f ætlunin er að leita á erlenda
markaði er samstaðan gmndvallar-
atriði og að þessi mál séu undir
stjóm eins aðila. Við höfum rekið
okkur á að innlendir framleiðendur
em að bjóða hvem annan niður en
búvömframleiðslan má ekki við
því að bændur sláist um þá fáu bita
sem bjóðast á erlendum mörkuð-
um.
Haukur: Á könnu bændasam-
takanna hafa einkum verið mál
sem snúa að kjömm bænda og
faglegum þáttum í starfí þeirra.
Hins vegar verður að viðurkennast
að markaðshliðin er að vemlegu
leyti utan við þessi samtök. Það
þýðir lítið að skrá vömverð og
veita leiðbeiningar, hvemig megi
haga búskapnum, ef menn hafa
lítið að segja af markaðsmálunum -
leggja þau í hendur stórra versl-
unarhringa.
Hvað er hægt að gera? Bændur
hafa þann möguleika að mynda
framleiðendafélög. Þau þurfa ekkert
endilega að eiga afurðastöð.
Tökum sauðfjárbændur sem dæmi.
Ef ekki næst samkomulag við
afurðastöð í heimabyggð er
hugsanlegt að leita annað eftir
tilboði í slátmn. Sömuleiðis er
hægt að hugsa sér að fram-
leiðendafélögin leiti tilboða í
geymslu á kjötinu og síðan yrði
selt af heildarsamtökum fram-
leiðendafélaga. Þetta er e.t.v. ekki
besta leiðin en má vera að bændur
þurfi að grípa til úrræðis af þessu
tagi.
Jón: Auðvitað em þetta
óyndisúrræði og best ef menn geta
hagrætt því sem fyrir er.
Haukur: Því er ég sammála.
Best er ef hlutaðeigandi geta náð
saman um skynsamlega nýtingu
afurðastöðvanna. En ef við horfum
fram á veginn - til þeirrar
samkeppni sem er á næsta leyti - þá
er trúlega heilladrýgst að bændur
Yfirkjötmat ríkisins hefur gefið út
handhæga, litprentaða bæklinga
um gæðamat á kjöti. Bæklingamir
eru fjórir og fjallar hver um sig um
eina kjöttegund; kindakjöt, naut-
gripakjöt, svínakjöt og hrossakjöt.
Hver bæklingur hefur að
geyma helstu matsreglur fyrir við-
komandi kjöttegund, auk töl-
fræðilegra upplýsinga um nýtingu
á kjöti úr mismunandi gæða-
annist sjálfir afurðasöluna.
Bændablaðið: Nýrra samtaka
bíður það erfiða verkefni að sýna
bœndum fram á hagkvœmni
samstöðunnar.
Jón: Svo sannarlega og meira
en að sýna fram á hagkvæmnina.
Ný samtök verða að hrinda því
framkvæmd sem nauðsynlegt er til
að samstaða náist.
Haukur: Ef sameiningin
verður til þess að flestir bændur
átta sig á því að samvinna skilar
árangri erum við komin hálfa leið -
og gott betur.
Bœndablaðið: Hvernig sjáið
þið landbúnaðinn fyrir ykkur í
upphafi tiýrrar aldar?
Haukur: Ég vil trúa því að þá
verði rekinn öflugur, sjálfbær
landbúnaður í jgóðri samvinnu við
þjóð og land. Eg trúi því einnig að
hann muni leggja verulega fjár-
muni til þjóðarbúsins og að byggð
verði með svipuðum hætti og nú er.
I upphafi nýrrar aldar verður ísland
enn eftirsóttara en áður af ferða-
mönnum og þar munu sveitir
landins spila stóran þátt.
Jón: Framtíð íslensku þjóðar-
innar byggist á því að öflug byggð
haldist í sveitum landsins og það
verður gert með sívaxandi fjöl-
breytni starfa. Menn munu í æ rík-
ari mæli uppgötva að fólk verður
að lifa í sátt við náttúruna og neyta
hollrar fæðu.
í upphafi nýrrar aldar munu
menn líta upp til þeirra landa sem
enn er unnt að framleiða matvæli
við eðlilegar aðstæður. Bændur
munu nýta jarðir sínar enn betur en
gert er og má í því sambandi nefna
bleikjueldi. íslenska vatnið er
nánast óþrjótandi auðlind - vel til
þess fallið að nýta í landbúnaði,
iðnaði eða til þess að flytja út til
landa sem því miður búa við skort
á heilnæmu vatni.
Þannig mun íslensk náttúra
eiga stóran þátt í mótun nýrrar
atvinnustefnu og þar leika íslenskir
bændur mikilvægt hlutverk. Sam-
staða bænda skiptir sköpum í þessu
sambandi en auk þess verður ríkis-
valdið að átta sig á mikilvægi land-
búnaðarins.
flokkum. Þá eru í bæklingunum
litmyndir af skrokkum úr öllum
flokkum, ásamt greinargóðum
skýringum.
Bæklingamir verða án efa
mikill stuðningur fyrir kjötmats-
menn en þeir eru ekki síður ætlaðir
til að gera þeim sem selja kjöt í
heilum skrokkum auðveldara með
að átta sig á gæðum kjöts í mis-
munandi gæðaflokkum.
Alfa Line flutningakerfi
Með uppsetn-ingu á ALFA
LINE flutninga-kerfi í fjósi
hverfur
allt erfiðið
á auga-
bragði.
Það sem
vinnst
með
uppsetn-
ingu
braut-
anna er
þetta
helst:
* vinnutími styttist
* púlsslögum
fækkar
* vendi- og beygju-
hreyfingum fækkar
* líkur á
vöðvabólgu, stífum
háls- og höfuðverk
verða hverfandi
* vegalengdin sem
gengin er styttist þar
sem öllum tækjum
er ýtt samtímis
Rannsóknir gerðar í Noregi
árið 1992 sýna að af 39
einstaklingum
sem unnu við
mjaltir í
hefðbundnum
básafjósum,
voru 24 þeirra
sem þjáðust af
verkjum í hnjám,
öxlum, höndum
og hnakka, sem
beinlínis má
rekja til þessara
verka.
- Þegar ALFA LINE
flutningakerfi hafði verið
uppsett voru þessir
verkir nánast horfnir.
FJÁRFESTU í
HEILSUNNI!
FÁÐU ÞÉR ALFA
LINE í FJÓSIÐ
Allar upplýsingar um verð og
búnað eru veiltar af ALFA
LAVAL sölumönnum
Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 - 128 Reykjavík
Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01
Rðrip bæMingar um gæflamat á kjOH
Glæsilegur hópur
hálfbræfira
Þegar skrifuð var grein um niður-
stöður skýrsluhaldsins í nautgripa-
rækt sem birtist í 2. tbl. Freys á
þessu ári var ólokið fundi naut-
griparæktamefndar þar sem gengið
var frá afkvæmadómi nautanna.
Bændur hafa nú fengið í hendur
nautaspjald og sjá þar hver af
þessum nautum hafa verið valin til
áframhaldandi notkunar. Þar kemur
fram að átta synir Dálks 80014
voru valdir til frekari notkunar. Hér
á eftir vil ég koma á framfæri
nokkrum ábendingum um þessi
naut.
Svelgur 88001 fékk hæstan
heildardóm nautanna og dæmist
því besta naut úr þessum árgangi.
Þetta naut er fíá Oddgeirshólum í
Hraungerðishreppi. Móðurfaðir er
Dreki 81010. Dætur hans virðast
ákaflega efnilegar mjólkurkýr með
góðar mjaltir.
Óli 88002 er frá Bimustöðum á
Skeiðum. Óli er dóttursonur Gegnis
79018. Þetta naut gefur sterklegar
kýr með góðar mjaltir. Aðeins sjást
hjá dætmm hans fulllangir spenar
og fituhlutfall mjólkur er aðeins
undir meðaltali.
Uggi 88004 er frá tilraunabúinu
á Stóra-Ármóti. Hann er dóttur-
sonur Víðis 76004. Uggi gefur
fremur fínbyggðar kýr sem hafa
mikla getu til mjólkurframleiðslu
en efnahlutföll í mjólk þeirra em f
lægri kantinum. Þessar kýr þykja
ákaflega góðar í mjöltum.
Flakkari 88015 er frá Dæli í
Svarfaðardal. Hann er dóttursonur
Blika 69001 og sammæðra Skíða
85002 sem í notkun hefur verið
nokkur undanfarin ár. Dætur hans
em vel gerðar kýr með góða júgur-
og spenagerð og góðar mjaltir.
Fituhlutfall mjólkur er í lægri
kantinum hjá þessum kúm.
Holti 88017 er frá Marteins-
tungu í Holtum og er hann dóttur-
sonur Amars 78009. Dætur hans
em margar sérstaklega glæsilegar
kýr með góðar mjaltir og virðast
mjög vinsælar kýr hjá eigendum.
Fituhlutfall mjólkur er örlítið undir
meðaltali.
Haki 88021 er frá Gröf í
Breiðuvík og er dóttursonur Skúta
73010. Dætur hans virðast afkasta-
miklir gripir, er helst að benda
megi á galla í aðeins breytilegri
spenagerð.
Sporður 88022 er frá Vorsabæ
á Skeiðum og er hann dóttursonur
Víðis 76004. Dætur Sporðs virðast
vera með getumestu mjólkurkúm
sem fram hafa komið en mjólk
þeirra er því miður fullefnasnauð.
Þetta em um flest glæsilegar kýr en
em tæpast jafnljúfar kýr í skapi og
dætur hinna hálfbræðra hans sem
hér er fjallað um.
Ufsi 88031 er frá Reykjum á
Skeiðum og er hann dóttursonur
Álms 76003. Hann virðist gefa
mjög jafnar og góðar mjólkurkýr
með góðar mjaltir.
Eins og ráða má af þessu þá er
hér á ferðinni sérstaklega glæsi-
legur hópur hálfbræðra. Rétt er um
leið að vekja athygli á því að baki
þessum nautum öllum stendur
einnig í móðurætt mjög traust rækt-
un eins og bent hefur verið á.
Ástæða er að benda á að þegar
þessi naut vom valin til notkunar
vom dætur þeirra flestra mjög
ungar og efnilegar kýr. Einmitt slíkt
val nautsmæðra er það sem ber að
stefna að.
Úr þessum nýja árgangi vom
valin til notkunar sem þau naut sem
nautkálfar verða keyptir á næsta ári
á Uppeldisstöðina eftirtalin naut:
Svelgur 88001, Óli 88002, Tónn
88006 og Holti 88017. Tónn er frá
Geirshlíð í Flókadal sonur Bæsa
80019 og Hörpu 12 þar sem var
landsþekkt kýr á sínum tíma, dóttir
Glampa 63020.
Jón Viðar Jónmundsson