Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 2
2
Bœndablaðið
Föstudagur 24. mars 1995
Um innheimtu Félags hrossabænda á
sjðöagjfildum af úffluttum hrossum
3. mars 1988 gerði Félag hrossa-
bænda samkomulag við BI um að
annast útgáfu upprunavottorða
fyrir útflutt hross og í beinu áfram-
haldi var útflutningsráðunautur BÍ
ráðinn sem útflutningsráðunautur
Félags hrossabænda með
erindisbréfi um starf, m.a. inn-
heimtu sjóðagjalda og skil á þeim
gjöldum.
Þetta erindisbréf var borið und-
ir BÍ, Framleiðsluráð landbún-
aðarins og landbúnaðarráðuneytið
sem stuðiaði að fyrmefndu sam-
komulagi.
Til að stuðla að auknum út-
flutningi var veittur greiðslufrestur
á sjóðagjöldum, allt að þremur
mánuðum gegn tryggingum, sem
síðar var staðfest með reglugerð
um málefni stofnvemdarsjóðs.
Þar sem stofnvemdarsjóðs-
gjald var fyrst 20% af stóðhestum
og 10% af hryssum, þá var þessi
gjaldtaka veruleg hindmn á
útflutningi kynbótahrossa og
markaðshindrun. Þessi gjaldfrestur
varð upphaf að aukningu útflutn-
ings og að fleiri íslenskir út-
flytjendur tókust á við markaðs-
setningu og kynningu íslenska
hestsins með góðum árangri.
Það er ekki venja að veita
gjaldfrest sjóðagjalda í útflutningi,
því erfitt getur verið að halda utan
um innheimtu eftir að útflutningur
hefur átt sér stað, enda þótt
tryggingar séu mótteknar og upp-
runavottorði haldið eftir ef
tryggingar em ekki álitnar gildar.
Þó var þessi ákvörðun tekin með
samþykki umfjöllunaraðila.
Starfsmaður var ráðinn í 1/2
starf 1. desember 1988 til aðstoðar
útfl.ráðunauts F.hrb. og 1. febrúar
1992 í fullt starf. í erindisbréfi til
starfsmanns var kveðið á um
skyldu varðandi innheimtu og skil.
A starfstímabilinu jókst útflutning-
ur nær áttfalt þannig að ljóst er að
starfið var of viðamikið fyrir einn
starfsmann. Engu að síður var
góð þjónusta veitt og haldið utan
um öll gögn.
Félag hrossabænda hefur hald-
ið utan um þessa innheimtu og skil
með því að tveir endurskoðendur
og einn óháður endurskoðandi,
sem jafnframt hefur verið yfir
bókari félagsins, hafa endurskoðað
þessi reikningsskil.
Síðustu ár hafa endurskoð-
endur gert athugasemdir um hertar
innheimtuaðgerðir sem fylgt var
eftir m.a. með yfirlýsingu til út-
flytjenda 17. nóv. 1993 og sam-
komulagi við þijá útflytjendur.
Samkomulag varð um það að
Bændasamtök Islands tækju við
útgáfu upprunavottorða og inn-
heimtu sjóðagjalda 15. janúar
1995 og jafnframt að Stoð-endur-
Halldór Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Félags
hrossabænda
skoðun hf. sem er endurskoðun-
arskrifstofa Framleiðsluráðs land-
búnaðarins mundu endurskoða
sjóðagjaldainnheimtu Félags
hrossabænda.
Afangaskýrslu hefur verið
skilað þar sem fram kemur að
öllum gögnum hefur verið haldið
til skila og að allar skuldbindingar
útflytjenda eru til staðar í bókhaldi
félagsins.
Eftir stendur að innheimta
skuldir og staðfesta milliuppgjör
gjaldkera félagsins sem lá fyrir 21.
janúar 1995 fyrir árið 1994, þar
sem skuld útflytjenda nam kr.
10.117.736, en þar af voru tæpar 5
milljónir ekki komnar á gjalddaga
og rúmar 2 milljónir kr. innan
samkomulags sem áður er vikið
að.
Mismunur við upplýsingar frá
Hagstofu Islands er að Félag
hrossabænda telur að 73 fleiri
hross hafi farið utan sem gæti
skýrst í tilfærslu milli ára og að
hross sem falla út við dýra-
læknisskoðun koma til bakfærslu í
reikningsuppgjöri síðar. Mis-
munur í uppgefnu verði gæti legið
í að Hagstofa íslands gefur upp
FOB-verð sem ber þá líklega áætl-
aðan dýralæknakostnað og flutn-
ingskostnað innanlands.
Þess er vænst að endurskoðun
þessara mála geti lokið sem fyrst.
Kona í fyrsta skipti í stjórn samtaka bænda
"Ég vil pekka braiilryfijendnnum11
“Það er góð tilfinning að hafa
verið kosin í stjómina en ég vil
taka það fram að það var búið að
ryðja brautina fyrir mig. Þá á ég
við að tvær konur hafa setið Bún-
aðarþing og nokkrar konur hafa
setið aðalfundi Stéttarsambands
bænda. Ég tel að þessar konur séu
hinir raunverulegu brautryðjendur
og vil nota þetta tækifæri til að
þakka þeim fyrir það starf sem þær
hafa unnið,” sagði Álfhildur Ólafs-
dóttir, Akri, Vopnafirði en hún er
fyrsta konan sem kosin er í stjórn
samtaka bænda. “Þetta er í sjálfu
sér stór áfangi fyrir konur en ég vil
ítreka þakklæti mitt til þeirra
kvenna sem ég tel hina raun-
-segir Álfhildur Ólafsdóttir
vemlegu brautryðjendur.”
Konur hafa síður en svo verið
fyrirferðarmiklar í stjóm samtaka
bænda á umliðnum ámm. Álf-
hildur sagði ástæðumar margar. “í
fyrsta lagi hafa karlar í áratugi
komið fram fyrir hönd búanna og
konumar hafa - samkvæmt hefðum
og sökum hentugleika - setið
heima og gætt bús og bama. Þá
hefur reynslan sýnt okkur að
karlamir em frekari til metorða en
ég vil ekki gefa mér að þeir hafi
ætíð verið hæfari.”
En hvaða mál telur Álfhildur
að standi upp úr þegar Búnaðar-
þingi lýkur? Álfhildur nefndi strax
umræður og aðgerðir vegna stöðu
sauðfjárræktarinnar. “Ég vil líka
benda á hve góð samstaða náðist
þegar nýju samþykktimar vom til
umfjöllunar. Félagsmálanefndin
stóð sig einstaklega vel sem sést
e.t.v. best á því að nánast hver
einasta grein nýju samþykktanna
var samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum.”
Álfhildur sagði ljóst að nýrrar
stjómar biði erfitt verkefni.
“Öhemju margt býður nýrrar
stjómar að skoða og meta. Ég tel
að við verðum að hafa það í huga
að þetta em ný samtök og göngum
að hlutunum með því hugarfari.
Það eitt krefst ákveðinnar ein-
beitingar í vinnubrögðum. Fólkið
sem stendur að Bændasamtökum
íslands krefst þess t.d. að spamað-
ur og ráðdeild sé höfð að leiðar-
ljósi. Fólk væntir þess að við tök-
um alla hluti til endurskoðunar. Á
stundum mun sú endurskoðun hafa
breytingar í för með sér en ég tek
það skýrt fram að við munum ekki
gera breytingar á öllum hlutum
heldur reyna að taka afstöðu til
einstakra mála.”
75 llösiiilll
hross
Nú er talið að hér á landi séu um
75 þúsund hross og fer þeim
fjölgandi ár frá ári enda er mikil
útþensla í hrossarækt og hesta-
mennsku og öllu því sem hesti-
num viðkemur. Hestaeigendum í
þéttbýli fer fjölgandi, útflutningur
vex ár frá ári og hvers kyns
ferðaþjónusta tengd hestinum
verður sífellt umfangsmeiri.
Stærsta hestaleigufyrirtækið er fs-
hestar hf. og hjá því em allt að 900
hross á jámum á mesta anna-
tímanum.
Samkvæmt félagatali Lands-
sambands hestamannafélaga em
um 8 þúsund félagar nú skráðir í
48 félög á landinu. Fákur í
Reykjavík er fjölmennast með
rösklega eitt þúsund félaga, þá
kemur Geysir í Rangárþingi með
ríflega 500 og Gustur í Kópavogi
með litlu færri. Fámennasta hesta-
mannafélagið á landinu mun vera
Snarfari í Austur-Húnavatnssýslu,
þar er 21 félagsmaður.
Tímarit um
íslenska hestinn í
mfirgum
piöndum
Tímarit sem eingöngu fjalla um ís-
lenska hestinn em nú gefin út í
fjölmörgum löndum á mörgum
tungumálum. Utbreiddast þessara
rita er hið þýska Das Islandpferd
en áskrifendur að því munu vera
meira en 10 þúsund talsins.
Fleiri tímarit í Þýskalandi
fjalla einnig um íslenska hestinn
eingöngu eða að stómm hluta. Þá
em gefin út rit um sama efni í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Hollandi, Austurríki, Frakklandi,
Bandaríkjunum, Kanada og víðar.
Margir þeir sem til þekkja halda
því fram að áhrif íslenska hestsins
í kynningu á Islandi og þar með á
fjölda erlendra ferðamanna til
landsins séu vanmetinn. Þessi
tímarit og sá gífurlegi íjöldi út-
lendinga sem nú á tugi þúsunda ís-
lenskra hesta hafi mun meiri áhrif
en almennt er talið.
En talandi um erlend tímarit,
þá er rétt að geta þess einnig að
hér heima eru gefin út tvö
myndarleg hestatfmarit: Hesturinn
okkar og Eiðfaxi. Þá hefur Eið-
faxaútgáfan einnig nýlega byrjað á
útgáfu Eiðfaxa International sem
bæði kemur út á ensku og þýsku
og er dreift víða um lönd bæði
austan hafs og vestan.
StuOningup við land-
búnað dnegst saman
í ræðu sinni við setningu Búnað-
arþings sagði Halldór Blöndal
landbúnaðrráðherra að í maí-
mánuði muni birtast skýrsla
OECD um úttekt sem stofnunin
hefur gert á íslenskum landbúnaði.
Þar kemur fram að stuðningur við
landbúnað á íslandi hefur
minnkað meir hér á landi en í
nálægum ríkjum og er hann nú á
svipuðu stigi og í Noregi, Finn-
landi, Sviss og Japan.