Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1
2. tölublað l.árgangur
Föstudagur 24. mars 1995
Val um formann stóð á milli Jóns Helgasonar, Ara Teitssonar og Hauks Halldórssonar. Jón fe'll ífyrstu umferð en
kjósa þurfti öðru sinni til þess að fá niðurstöðu milli Hauks og Ara. Ari hafði betur, hlaut 22 atkvœði gegn 16
atkvœðum Hauks. He'r eru þeir þremenningar skömmu eftir að úrslit urðu Ijós.
Ari Teitsson kjðrinn tormaður
Bændasamtaka íslands
Sjóðagjöld af
útfluttum
hrossum
Malinu vísaO 01
stjúrnar Bi
Innheimta Félags hrossa-
bænda á sjóðagjöldum af út-
fluttum hrossum frá árinu
1986 til árins 1994 hefur hlotið
talsverða umfjöllun í fjöl-
miðlum. Fjárhagsnefnd Bún-
aðarþings fjallaði um málið og
beindi hún því til stjórnar
Bændasamtaka íslands að
taka málið til frekari skoðunar
og sjá til þess að endur-
skoðunarfyrirtækið Stoð-end-
urskoðun hf., sem fengið var
til að endurskoða bókhald og
fjárreiður stofnverndarsjóðs,
fái í hendur þau gögn sem for-
svarsmenn Félags hrossa-
bænda telja að Stoð hafi ekki
fengið og Ijúki endurskoðun
vegna ársins 1994. Fjárhags-
nefndin lagði áherslu á að hér
væri um áfangaskýrslu að
ræða og Ijúka beri endur-
skoðun fyrir 1994 þannig að
fyrir liggi með óyggjandi hætti
hverjar séu útistandandi kröf-
ur stofnverndarsjóðs.
f áfangaskýrslu, sem fjárhags-
nefnd vitnar í og barst 12. mars sl.,
frá Stoð segir að Félag hrossa-
bænda hafi ekki staðið rétt að fjár-
reiðum og reikningshaldi vegna
innheimtu þeirra gjalda sem fé-
lagið hefur innheimt í umboði
annarra. “Þá hefur Félag hrossa-
bænda ekki farið að öllu leyti eftir
samkomulagi frá árinu 1988 við
Búnaðarfélag íslands. Þeir aðilar
sem framselt hafa innheimtu til
Félags hrossabænda virðast ekki
hafa rækt eftirlitsskyldu sína sem
skyldi."
Stjóm Bændasamtaka íslands
samþykkti málsmeðferð fjárhags-
nefndar og taldi ekki rétt að
aðhafast neitt frekar í málinu fyrr
en endurskoðunarfyrirtækið hefði
lokið sínu verki.
í fréttatilkynningu sem Félag
hrossabænda sendi frá sér kemur
fram að þess sé vænst að
lokaendurskoðun geti farið fram
sem fyrst.
Sjá nánar á bls. 2.
Innflutningur Indbúnaðaraf-
urða verður gefinn frjáls frá og
með 1. júlí nk. í samræmi við
GATT-samkomulagið.
Ljóst er að allmargir inn-
flutningsaðilar eru í viðbragðs-
stöðu og tilbúnir til að hefja starf-
semi á þessum vettvangi. I aðal-
fundarskýrslu Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði segir fróð-
legt að fylgjast með því hvemig
stjómvöld hyggjast standa að út-
hlutun innflutningskvóta, töku
jöfnunargjalda og tollmeðferð.
Utflutningur mjólkurvara mun
ekki njóta útflutningsbóta eða
Búnaðarþingi lauk á sunnu-
daginn. Á þinginu voru tekin
til umræðu og afgreidd fjöl-
mörg mál, nýjum samtökum
gefið nýtt nafn, Bændasamtök
Islands, og kosin stjórn til
þriggja ára. Ari Teitsson var
kjörinn formaður en með Ara í
stjórn eru Guðbjartur Gunnars-
son Hjarðarfelli og Þórólfur
Sveinsson Ferjubakka af Vest-
urlandi, Pétur Helgason
Hranastöðum af Norðurlandi,
endurgreiðslu jöfnunargjalda nema
í formi unninna afurða - þ.e. af-
urða sem innihalda ákveðið hlut-
fall mjólkurafurða. Nokkuð er
ljóst að vissar tegundir svo sem
Létt og laggott, Klípa, Smjörvi,
pizzur og bökur falla undir þessi
ákvæði og hið sama má segja um
jógurt, ef til vill skyr með ávöxt-
um, ostatertur og ostapaj, auk þess
sem ýmsar fisk- og kjötafurðir
blandaðar ostum og öðrum mjólk-
urafurðum, súpur og ýmsar aðrar
afurðir munu falla undir reglu-
gerðina og njóta útflutningsbóta.
Álfhildur Ólafsdóttir af Austur-
landi og af Suðurlandi Hrafn-
kell Karlsson Hrauni og Hörð-
ur Harðarson Laxárdal.
Samþykktirnar
"Ég vil nefna samþykktimar og
hve vel tókst að ná sáttum um
fyrirkomulagið á félagskerfinu.
Ekki var það síður ánægjuefni hve
vel tókst til að ná sáttum um
fyrirkomulag stjómarkjörs sem
margir óttuðust að yrði erfitt,"
sagði Ari þegar hann var spurður í
þinglok hvað honum væri efst í
huga.
Gæðamálin
Þá nefndi Ari umræðu um gæða-
mál. "Hún sýnir svo ekki verður
um villst að við emm mjög
meðvituð um að bændur ætla sér
að geta boðið fram hreinar vömr
sem fást af hreinu landi. Mikið var
rætt um vistvænan og lífrænan
landbúnað í þessu sambandi sem
em mikilvægir þættir í landbúnaði
framtíðarinnar."
Innflutningur
A þinginu var fjallað um stöðu
innflutnings, tollaígildi og notkun
þeirra. Ari sagði að bændur hefðu
vemlegar áhyggur af því að þeim
málum hefði ekki enn verið skipað
í ömggan farveg.
Samkeppnislögin
"Það hefur komið í ljós að sam-
keppnislög hér á landi em mun
ósveigjanlegri en víða annars stað-
ar. í Rómarsáttmála er gert ráð fyr-
ir því að landbúnaðurinn hafi
möguleika á að hafa samráð um
verðlagningu þar sem einingamar
em örsmáar og dreifðar. Þessu
hafnar Samkeppnisráð eins og t.d.
í máli svínabænda. Samkeppnis-
lögin gera bændum hér erfiðara
fyrir en í nágrannalöndunum. Þar
em víða ákvæði um að óeðlileg
undirboð séu bönnuð. Með öðmm
orðum að það samrýmist ekki
samkeppnislögum að selja vömr
langt undir kostnaðarverði. Hér á
landi láta samkepplög sig slíkt
engu varða. Þetta veikir sam-
keppnisstöðu bænda."
Sauðfjárbændur
Að lokum nefndi Ari umræðuna
um málefni sauðfjárbænda. "Hún
var mun opnari en venja er til. Það
er jákvætt því það er forsenda
góðrar niðurstöðu að geta rætt mál
af hreinskilni. Okkur tókst líka að
ná algjörri sátt um ályktun um
sauðfjárræktina," sagði Ari.
Hrossaræktin
Metárí
hrossaútflutnlngl
Árið 1994 var metár í út-
flutningi hrossa frá Islandi og
fóm utan samtals 2758 hross
eða rösklega 10% fleiri en árið
1993 því þá voru flutt utan
2485 hross. Það ár var einnig
metár með 24% aukningu frá
1992.
Tæpur helmingur allra út-
fluttra hrossa fer til Þýska-
lands eða 1321 hross í fyrra.
Ekkert lát virðist vera á þýska
markaðnum þrátt fyrir meiri
og meiri ræktun íslenskra
hesta þar. Virðist sem hrossa-
ræktin skili sér í sífellt meiri
áhuga og stuðli þannig að enn
frekari kaupum á hestum beint
frá íslandi.
Svíþjóð er annað stærsta
markaðslandið fyrir íslenska
hesta en þangað fóm 507
hross árið 1994, til Danmerkur
fóm 282 hross og til Noregs
237.
Tiltölulega fáir aðilar sjá
um hrossaútflutninginn og
voru þessir atkvæðamestir á
síðasta ári: Gunnar Amarson,
Hinrik Bragason og Edda-
hestar hf. Þessir aðilar og fleiri
sjá um útflutninginn, þ.e.
flutning til markaðslandsins,
útvegun nauðsynlegra leyfa og
fylgiskjala heima og erlendis,
en em ekki endilega seljendur
hrossanna um leið.
Tryggingar
Selnagangur
átallnn
Búnaðarþing átaldi harðlega
þann seinagang sem orðið hef-
ur á að bændur og makar
þeirra njóti réttar til atvinnu-
leysisbóta. Ekki þarf að fjöl-
yrða um hvert nauðsynja- og
hagsmunamál er hér um að
ræða og óviðunandi að ekki
fáist úr því bætt. Hinn 7.
október 1994 gáfu félagsmála-
ráðherra og landbúnaðarráð-
herra út yfirlýsingu um að þeir
væm reiðubúnir "að beita sér
fyrir þeim breytingum sem
nauðsynlegar kunna að vera til
þess að bændur og makar
þeirra njóti eðlilegra réttinda
til atvinnuleysisbóta". Bún-
aðarþing krefst þess að við
þetta verði staðið.
Ráóstefnur
Ráðstefnaum
blelkjueldl
Bændasamtök íslands hafa
ákveðið að efna til ráðstefnu
um bleikjueldi undir heitinu
íslensk bleikja '95 í samvinnu
við Bændaskólann á Hólum í
Hjaltadal, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og Veiðimála-
stofnun. Ráðstefnan verður í
Bændahöllinni fimmtudaginn
30. mars. Á ráðstefpunni
verða flutt mörg erindt og
farið verður yfir þróun grein-
arinnar og framtíðarhorfur.
Skráning á ráðstefnuna er
hafin í síma 5 630 300.
Innflutningur landbúnaðarvara brátt írjúls