Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4
4 Bœndablaðið Föstudagur 24. mars 1995 Bændabkiðiðf ---------------------------------------u. Útgefandi: Sameinuð bændasamtök Bændahöll við Hagatorg 107 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 5628290 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Útgáfunefnd: Gunnar Sæmundsson, formaður Hákon Sigurgrímsson, varaformaður Hörður Harðarson, Jónas Jónsson, Þórólfur Sveinsson ' Prentun: ísafoldarprentsmiöja Leiðarinn GæOasijðrn i laadbúnaOi Búnaðarþing fól stjóm Bændasamtaka Islands að koma á fót starfs- hópi sem falið verði að vinna að framgangi gæðastjómunar m. a. með því að kanna hvaða aðferðir gæðastjómunar henti einstökum búgreinum bæði með öflun upplýsinga erlendis frá og með athugun á aðstæðum íslenskra búgreina. Þá á að athuga hvemig eigi að skilgreina gæðakröfur til framleiðslu hinna mismunandi búgreina. í þriðja lagi á að gera tillögur um hVemig best er að fræða bændur um inntak og eðli gæðastjómunar og í fjórða lagi á að kanna hvemig hagkvæmast sé að vinna að gæðavottun á búvöm. Gild rök em fyrir því að með aðferðum gæðastjómunar megi vemlega auðvelda íslenskum bændum að aðlagast breytingum á rekstrammhverfí. I fyrsta lagi hefur reynsla bæði hér á landi og erlendis sýnt óyggjandi fram á að með gæðastjómun í fmmframleiðslu landbúnaðar megi bæta rekstrarafkomu bæði í fmmframleiðslu og úrvinnslu og um leið samkeppnisstöðu beggja greina. Bústjóm verður markvissari, afköst batna, rekstrarkostnaður lækkar, gæði framleiðslunnar aukast og/eða jafnast án þess að miklu sé kostað til. í öðm lagi má með gæðastjómun bæta samkeppnisstöðu íslenskrar búvöra á erlendum mörkuðum; sumir mikilvægir markaðir gera í sumum greinum þegar kröfur um gæðavottun og bendir flest til að sú krafa verði meginreglan í milliríkjaviðskiptum á næstunni. Aðferðir gæðastjómunar era ekki flóknar í framkvæmd; byggja í meginatriðum á öguðum vinnubrögðum og virku eftirliti á öllum stigum framleiðslunnar. Meginvandinn felst í skilgreiningu "gæð- anna", þ.e. skilgreiningunni á því hvers konar vöm gæðastjómuninni er ætlað að skila. Hvað íslenskan landbúnað snertir er brýnt að at- hugað sé sem fyrst hvort setja beri skilgreiningu um gæði fyrir landbúnaðinn í heild og/eða hvort framleiðendum eða félögum þeirra verði falið að taka slíkar ákvarðanir. Urn starfsemi lilorsk kjött í Oslo Undirritaður átti þess kost fyrir skömmu að heimsækja Norsk kjött í Osló en það er eins konar kjöt- samsala norsku sláturhúsanna (samvinnufélaga - kjöttsamvirke). Ætlunin var einkum að skoða miðlunarstarfsemi og jöfnunar- hlutverk fyrirtækisins, ef við gætum nokkuð af því lært. Norsk kjött er sem sagt eins konar kjötsamsala á landsvísu og er í eigu 9 héraðsbundinna slátur- félaga (distriktslage). Atkvæðavægi þeirra innan Norsk kjött ræðst að hluta af fjölda félagsmanna en að nokkm af fram- leiðslumagni. Starfsmenn hjá annast einnig innfluting og út- heildarsamtökunum em nálægt flutning í sama skyni en héraðs- 5200. félögin fást ekki við þau verkefni. Aðalhlutverk NK er að skapa Norsk kjött gegnir hlutverki í og viðhalda jafnvægi á norska landbúnaðarstefnu hins opinbera, kjötmarkaðnum. Héraðsfélögin sem jöfnunaraðili. Einkaaðilar í annast alla móttöku og dreifingu greininni viðurkenna þetta hlut- afurða, hvert á sínu svæði. Komi verk og njóta sameiginlegs til vöntunar eða umframboðs gera ávinnings, - að sögn starfsmanna þau aðvart til NK sem annast^ hjáNK. miðlun milli svæða. Norsk kjött Bændur greiða jöfnunargjald (omsætningsafgift) af öllu kjöti sem NK eða sláturhúsin inn- heimta. Þetta gjald stendur undir rannsóknar- og upplýsinga- þjónustu, ásamt því að bera kostnað af útflutningi, innflutningi og birgðahaldi, sem þarf til að jafna á markaðnum. Svokallað “Omsætningsrád” sér um þennan sjóð. Sláturhúsin greiða ekki til hans af eigin rekstri. Nú er gjaldtakan þessi: Nautakjöt Nkr. 0.50 pr. kg Lambakjöt Nkr. 0.50 pr. kg Svínakjöt Nkr. 1.25 pr. kg (greiðir einnig hlut af purkafgift). Að jafnaði em 2000-3000 tonn af kjöti geymd í frystigeymslum. Stundum em það naut en nú ein- kum lambakjöt. Þetta samsvarar nálægt 1.5% af ársframleiðslu. Nærtækt er að spyrja, hvað við getum af þessu lært. Samstarf innan NK virðist hafa verið með miklum ágætum en trúlega er ekki jarðvegur fyrir slíkan félagsskap hérlendis. Myndun verðmiðlunarsjóðs, útflutningur og sérstakar markaðs- aðgerðir innanlands em þó verkefni, sem ég tel bæði raunhæf og brýnt að standa sameiginlega að. Við höfum nokkra reynslu af því þegar en þurfum þó að móta vinnubrögð og reglur miklu nánar. Við þá smíði er gott að líta til nágranna okkar og taka tillit til langrar reynslu þeirra. niámskeiQ viö Bænda- skólann i Hvanneyri Boðið verður upp á tvö ný nám- skeið við Bændaskólann á Hvann- eyri í byrjun apríl. Námskeiðin eru rekstur og viðhald búvéla og bú- stjórn. Námskeiðin miða bæði að því að því að bæta bústjóm og draga úr kostnaði við búreksturinn. Á námskeiðunum vinna þátt- takendur með dæmi úr eigin bú- rekstri, haldnir verða fyrirlestrar og viðfangsefnin verða rædd. Þátttakendur þurfa að hafa með- ferðis upplýsingar um eigin bú- rekstur og vasareiknivél. Námskeiðið rekstur og viðhald búvéla verður haldið 3.- 4. apríl. Á námskeiðinu vcrður farið yfir viðhaldsþætti búvéla og fjallað um verkfæraþörf við lágmarksviðhald. Rætt verður um kostnað við rekstur búvéla og aðferðir við að halda honum í lágmarki. Námskeiðið bústjórn verður haldið 5.- 6. aprfl. Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir til að nýta upplýsingar um rekstur búsins til að bæta afkomu í ljósi rekstrar- umhverfis landbúnaðarins. Að þessu sinni verður námskeiðið sniðið að rekstri kúa- og sauð- fjárbúa. Fjallað verður um rekstr- ammhverfi viðkomandi búgreina, rætt um stjómtæki við rekstur (bókhald, afurðaskýrslur, túna- bækur o.fl.) og um arðsemi fjár- festinga og fjárfestingaþörf. Einnig verður rætt um stöðuna á fjármagnsmarkaði; lán r boði, ábyrgðir, veð, vrsitölur o.fl. Ætlunin er að í Bændablaðinu birtist reglulega fréttir af nám- skeiðahaldi við Bændaskólann á Hvanneyri, bæði af námskeiðum sem em á döfinni og námskeiðum sem haldin hafa verið. Hokkun og endurvinnsla úr- gangs getur skapað ný störf Þótt atvinnuleysi hafi verið nær óþekkt á íslandi síðari áratugi, þá óttast margir að við séum að færast nær þeirri þróun sem átt hefur sér stað á hinum Norðurlöndunum, þar sem um 10% atvinnuleysi er nú staðreynd og reyndar allt að 20% í Finnlandi. Á Norðurlöndunum er rekið öflugt starf til að draga úr at- vinnuleysi, efst á blaði er mennt- un/endurmenntun. En til að takast á við ný verkefni (oft ólík fyrri störfum) er nauðsynlegt að ganga í gegnum lágmarksendurþjálfun/ menntun. Endurmenntun sú sem í boði er tengist hinum ólíkustu þáttum þjóðfélagsins en ofarlega á blaði eru atriði eins og umhverfismál, stofnun og rekstur fyrirtækja, handverk hverskonar, tungumál og verkleg þjáflun á ólíkum sviðum. Þrátt fyrir góða almenna Ámi Snæbjömsson ráðupautur gmnnmenntun í þessum löndum telja menn að þeir sem minnsta menntun hafi, fari verst út úr at- vinnuleysi, þ.e. eigi erfiðara með að finna ný störf og aðlagast þeim. Auk þess sem fyrri menntun og þjálfun getur verið fljót að gleymast eftir nokkur ár í sérhæfðu starfi eða atvinnuleysi. Á fundi sem undimtaður sótti, ásamt tveim öðmm Islendingum, til Mið-Svíþjóðar fyrir nokkrum vikum var komið í sextán þúsund manna iðnaðarbæ þar sem at- vinnuleysi var lengst af óþekkt fyrirbæri. En skyndilega, fyrir nokkmm ámm, þegar efna- hagskreppan fór að segja til sín og samdráttur varð á iðnaðarfram- leiðslunni þá varð þarna mikið atvinnuleysi, 16% þegar verst lét en hefur nú örlítið minnkað. Eitt af því sem þama var gert var að fá atvinnulausa á námskeið og bjóða upp á fjölbreytta námskrá. Á örfá- um ámm hefur þetta upphafsstarf leitt til þess að vemlegur hluti þeirra sem fyrst komu á nám- skeiðin eru í dag að fást við ýmis í sœnska tilraunaverkefninu með flokkun og endurvinnslu sorps/úrgangs er piastið sem áður var "djúsbrúsar" tekið frá og úr því framleiddir staurar og gerði fyrir stórgripi, t.d. hross. verkefni. Þar em þrjú svið mest áberandi. Nokkrir fóm út í rekstur smáfyrirtækja og framleiðslu og vegnar sumum þeirra vel. Aðrir stofnuðu sérhæfðan skóla og þriðji hópurinn og sá sem nú kveður mest að fór út í flokkun alls sorps og úrgangs á svæðinu og endurvinnslu úrgangs í verulegum mæli. Endurvinnsluverkefnið byggist á því að allt sorp/úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum er flokkað um leið og því er hent. Móttökustöð sér svo um að koma hverjum flokki í rétta vinnslu. Pappír, plast, timbur o.fl. fer í endurvinnslu og lífrænn úrgangur er látinn rotna og myndar síðar gróðurmold. Sem dæmi má nefna að allt rúllubaggaplast frá land- búnaði er endumnnið t plastpoka á neytendamarkað, hvíta plast- flöskuplastið er notað í gerði o.s.frv. Síðan skapast mikil vinna við framleiðslná þeim áhöldum og búnaði sem til þarf við allt þetta kerfi. En hver borgar? Enn sem komið er byggist þetta mikið á framlögum til atvinnuleysismála. En í framtíðinni segja menn að þetta komi til með að byggjast á tvennu. Að tekið verði nokkurs konar skilagjald af flestum fram- leiðsluvörum sem mynda sorp/- úrgang og endumýting njóti þeirra framlaga. Að við endumýtingu er verið að framleiða söluvöm sem gefur tekjur og síðast en ekki srst sparar endurnýting samfélaginu gífurlegan kostnað við förgun eða eyðingu úrgangs.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.