Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. mars 1995 Bœndablaðið 11 Nám í slátrun Hægl aO spara tngl milljöna meö aaktini pekkingn sHmanna Umræða um menntun slátrara hér á landi á sér orðið langa sögu eða frá því um síðustu aldamót. Þá breyttust viðskiptahættir í sölu sauðfjárafurða frá því að fé var selt á fæti í að verka kjöt sem saltkjöt til útflutnings. Meginorsök þess að menn hafa ekki Iagt sig eftir slátraraiðn hér á landi er að þetta starf hefur verið mjög árstíða- bundið, oftast aðeins sex til átta vikur að hausti. Af þessum sökum hefur ekki skapast sá kjami starfs- fólks í sláturhúsum sem nauð- synlegur er til að fá fram þjálfun og þekkingu við frumvinnslu slát- urafurða sem er nauðsynleg for- senda fyrir heilnæmum og galla- lausum vörum á síðari vinnslu- stigum. Nú er hafin kennsla í slátrun og hefur einn hópur þegar lokið námi en annar lýkur því í haust. Talið er að aukin þekking þeirra sem við slátrun vinna geti sparað tugi milljóna. Mikil verðmæti fara um hend- ur þeirra sem slátra en með aukinni verkkunnáttu má auka verðmæti framleiðslunnar veru- lega. Felling kjötskrokka í lægri gæðaflokka og þar með í verði vegna verkunargalla nemur háum upphæðum á hverju ári, auk þess á sér stað verðmætarýmun í gæmm og húðum vegna verkunargalla. Talið er að í dilkaslátrun sé þetta verðmætatap á bilinu 20 - 25 milljónir króna á ári. I nautgripa-, svína- og alifuglaslátrun eru einnig talsverð brögð að verkunargöllun. Enginn vafi er á að verkunargallar minnka verulega með aukinni þekkingu og þjálfun þess fólks sem við slátmn vinnur. A tiltölulega fáum ámm hefur sláturhúsum fækkað til muna og í mörgum sláturhúsum er hrossum, nautgripum og svínum slátrað að staðaldri allt árið en auk þess hefur úrvinnsla kjöts vaxið stöðugt Þetta hefur haft í för með sér að nýting á starfsfólki og aðstöðu hef- ur aukist að sama skapi. Þá hafa neysluvenjur fólks breyst sem krefjast þess að kjöt af nautgripum og svínum fari ófrosið á markað. Með þessum breytingum er kom- inn gmndvöllur til þess að vera með fastan kjama starfsmanna sem vinnur í sláturhúsum við ýmis störf sem tengjast slátmn og fmm- úrvinnslu kjöts í stómm hluta sláturhúsanna allt árið um kring. Auk þess hafa risið sláturhús sem hafa sérhæft sig í slátmn einstakra búfjártegunda eins og svínum og alifuglum. Trúlega verður nám slátrara fært inn í almenna skólakerfið sem iðnnám áður en langt um líður. Raunar er stefnt er að því að gera nám slátrara að löggiltri iðngrein. Iðnskólanum í Reykjavík var falið að halda þessi námskeið en Sigurður Öm Kristjánsson kennslustjóri Iðnskólans annast framkvæmd námskeiðanna fyrir hönd skólans ásamt Sigurði Emi Hanssyni dýralækni. Nú þegar hefur einn 15 manna hópur lokið námi í Reykjavík sem samanstóð af þremur námskeiðum. Annar hópur hefur þegar hafið nám. "Námið er í þremur lotum, en lengd hverrar er hálfur mánuður," sagði Sigurður Öm Kristjánsson. Tvær lotur fara fram hér á landi en þriðja við slátraraskóla í Hróar- skeldu. Þegar Bændablaðið ræddi við Sigurð í febrúar vom 19 nem- endur að ljúka fyrstu lotu og em líklega í Hróarskeldu þegar þetta birtist. Þriðja og síðasta lotan verð- ur í haust. Nemendumir fá alhliða mennt- un í sauðfjár-, svína- og stórgripa- slátmn á þessum námskeiðum. Einnig fá þeir tilsögn í fugla- slátmn. Námskeiðið sem nú stendur yfir er styrkt af mennta- mála-, félagsmála-og landbúnaðar- ráðuneytinu, Framleiðnisjóði land- búnaðarins og sláturleyfishöfum en hver nemandi greiðir um 50 þúsund krónur í þátttökugjald. Nemendur á öðru námskeiðinu sem haldið er fyrir slátrara. Með á myndinni eru þeir Sigurður Örn Hansson dýralœknir og Sigurður Öm Kristjánsson kennslustjóri. Af erlendum vettvangi Framleiðsla jðksl hjá Fendt Árið 1994 jók bæerski dráttavéla- framleiðandinn XAVER FENDT GmbH & CO heildarveltu sína um 21%, úr7I5 milljón mörkum 1993 í 865 milljón mörk 1994. Af einstökum greinum jókst framleiðslan mest á dráttarvélum, þar jókst veltan úr 555 milljón mörkum 1993 í 699 milljón mörk 1994, eða um 26%. Samkvæmt tölum um ný- skráningu frá ökutækjaskránni í Flensborg dróst þýski dráttar- vélamarkaðurinn saman um 4,5%, (miðað við 7% samdrátt árið Páskaferð í Moseldallnn Um páskana verður farin bændaferð í Moseldalinn. Ferðin hefst miðvikudaginn 12. apríl.Gist verður á bændaheimilum í 7 nætur. Famar verða stuttar ferðir alla dagana um nágrennið m.a. til Trier, Idar/Oberstein, Cochem, Bemkastel og til Bastong í Belgíu. Hámarksfjöldi í þessari ferð getur orðið 50 manns. Verð kr. 46.500. Nánari upplýsingar um ferðimar gefa Agnar eða Halldóra hjá bændasamtökunum í síma 5630300 1993). Alls voru nýskráðar 27.380 dráttarvélar. Aftur á móti fjölgaði ný- skráningum Fendt-véla nokkuð. Skráðar vom 4.385 Fendt-dráttar- vélar sem samsvarar 16% (15,2%) markaðshlutdeild og jafnframt forystu í þýska markaðnum. í gamla Vestur-Þýskalandi hélt Fendt markaðsforystu sinni tíunda árið í röð með 17,8% markaðshlutdeild. Á þeim markaði varð þó 3% samdráttur. I nýju sambandslöndunum, eða gamla Austur-Þýskalandi, tókst Fendt að auka markaðshlut sinn um tæp 40% og stökk þar úr 16 sæti upp í það fjórða. Eftir mikla uppsveiflu á þeim markaði fyrstu árin eftir sameininguna, dróst heildarsalan saman um 7% árið 1993 og 9% á síðasta ári. Eftir tilfinnanlegt markaðshrun á Vestur-Evrópumörkuðum í byrjun áratugarins snerist dæmið við á síðasta ári þegar dráttar- vélasalan jókst um 10%, ná- kvæmar tölur liggja þó ekki fyrir. Af heildarframleiðslu sinni, sem nam 7.370 dráttarvélum, flutti Fendt 44% út, eða 3.219 vélar, sem var 10% aukning frá árinu 1993. Það sem gerði gæfumuninn hjá Fendt voru hinar góðu viðtökur sem nýja dráttarvélalínan fékk. Stórtraktoramir Favorit 800 með 165 til 230 hö, Favorit 500 vélamar með 95 til 140 hö og Farmer 300 með 75 til 125 hö vöktu mikla athygli, ekki síst erlendis. Búnaður, svo sem fram- ásfjöðmn, aukinn aksturshraði úr 40 km/klst. upp í 50 km/klst. og margskonar aukin þægindi fyrir ökumann, vakti hvarvetna hrifningu fagmanna. Söluumboð á Islandi fyrir Fendt-dráttarvélar hefur Búvélar hf., umboðs-heildverslun. FramlegO I bú- reikningabúum eykst Fjölþætt starfsemi undirstaða afkomunnar Greinilegt er að framlegð á búreikningabúum hefur verið á nokkuð ömggri uppleið á tíma- bilinu 1982 - 1993. Svo virðist sem bætt fóðuröflun sé undirstaða þessa árangurs. Hlutfall fóður- kostnaðar af tekjum hefur farið lækkandi, einkum aðkeypts fóðurs. Árið 1984 fóm t.d. 11% af þeim tekjum sem ein kind gaf af sér í aðkeypt fóður en aðeins 5% árið 1993. Samsvarandi tölur fyrir kýr em 22% árið 1984 og 12% árið 1993. Hlutfall breytilegs kostnaðar við framleiðslu á heima- öfluðu fóðri hefur hins vegar lítið breyst. Fóðurkostnaður bæði við heimaaflað og aðkeypt fóður vegur mjög þungt í breytilegum kostnaði og því þarf ekki að koma á óvart að þar hafi fyrst verið borið niður í leit að möguleikum til hag- ræðingar í rekstrinum. Þetta kom fram í erindi Emu Bjamadóttur frá Hagþjónustu landbúnaðarins á Ráðunautafundinum í febrúar. Blikur á lofti Þrátt fyrir þennan árangur eru ýmsar blikur á lofti. Vandi sauðfjárbænda blasir þar fyrst við, en hann má í aðalatriðum rekja til minnkandi markaða fyrir af- urðimar, sem hefur leitt til þess að búin hafa minnkað og minni framleiðsla þarf að standa undir föstum kostnaði, afskriftum, vöxtum og fjölskyldulaunum en var fyrir 5 til 10 ámm. Við þetta hefur framleiðslukostnaður á einingu í raun hækkað en verðið á afurðunum verið nánast óbreytt nú allra síðustu ár. “Það er því mikill þrýstingur á að kostnaði við framleiðsluna sé haldið í lágmarki. Til skemmri tíma litið er þó erfitt að ná fram umtalsverðum spamaði því fastur kostnaður vegur mjög þungt í rekstrinum og þannig verða það æ færri framleiðslueiningar sem þessi kostnaður deilist á. Einsýnt er til hvers slík þróun hlýtur að leiða hvað afkomu einstakra búa snertir,” sagði Ema. Sauðfjárbændur afla mestra tekna utan bús Til að skoða nánar úr hverju bændafjölskyldur hafa að spila, og hvaða þýðingu tekjur af öðm en búrekstri var gerð úttekt á 383 bú- um sem komu til uppgjörs árið 1993 og höfðu mjólkuiframleiðslu eða dilkakjötsframleiðslu að aðal- starfi. Fram kom að sauðfjár- bændur afla mestra tekna utan bús enda bera þeir minnst úr býtum af búrekstrinum. Af þessum 383 bú- um vom 110 sem skráðu alls engar tekjur af öðm en búrekstri og til viðbótar vom 72 sem höfðu um 100 þúsund króna tekjur af annarri starfsemi en búrekstri. Hjá 201 búi skiptu tekjur utan bús töluverðu máli. Lífvænlegt samfélag I lokaorðum sínum á Ráðunauta- fundinum ræddi Ema um niður- stöður sænskrar rannsóknar en í henni kom fram að sænskir bænd- ur em í óvissu um framtíð sína í búskap vegna fjárhagslegra örðug- leika. “Ekki er ósennilegt að svipað eigi sér stað hér á landi. Óvissa um fjárhagsafkomu í fram- tíðinni er eflaust mörgum áhyggju- efni og margt bendir til að nokkur hópur bænda búi við þröngan kost og sjái e.t.v. fátt úrræða. Aðrir hafa bmgðist við með því að róa á önnur mið varðandi tekjuöflun og treyst þannig afkomuna. í fljótu bragði virðist sem að í framtíðinni muni fjölþætt starfsemi innan bús og utan verði að vera undirstaða afkomunnar. Þetta tel ég einkum eiga við þá sem búa með sauðfé. Séu fleiri tekjumöguleikar fyrir hendi innan bús sem utan, er rúm fyrir fleira fólk í sveitinni en ella og því betri skilyrði fyrir líf- vænlegt samfélag,” sagði Ema. Notaðar búvólar *Zetor 9540 4x4 árg. '92, 92 hö. *Zetor 7245 4x4 árg. '89, 65 hö. *Zetor 7711 2x4 árg. '88, 70 hö. *Zetor 7745 4x4árg.’91,70hö. *Zetor 7745T 4x4 árg. '91, 79 hö. *Zetor 7745T 4x4 árg. '90, 79 hö. með Alö 540 moksturtækjum. *Fiat 70-90 2x4 árg.'91,70 hö. *Fiat 80-90 4x4 árg. '91, 80 hö. með Alö 540 moksturstækjum. *Ford 5610 4x4 árg.'88, 75 hö. m. Trima 1640 moksturstækjum *Fiat 70-90 4x4 árg.'88, 70 hö. með Veto F-12 moksturtækjum Case 1394 4x4 árg.'87, 77 hö. með Alö 540 moksturtækjum. *IH 484 2x4 árg. '80,52 hö. með IH moksturtækjum. Globus/Vólaver Slml 588 2600 Nýiun gar Njr Zetop H Islandi Kominn er til landsins nýr Zetor 7340, 78 ha. dráttarvél með drifi á öllum hjólum. Zetor 7340 kemur í stað Zetor 6340T sem á undan- fömum ámm hefur verið ein mest selda dráttar- vélin á Islandi. Mikil breyting er á Zetor 7340 frá 6340T. Undir Zetor 7340 er Carraro framöxull með miðlægu drifskafti án hjöruliða, en samskonar öxull er undir flestum vestur evrópskum dráttarvélum sem seldar em hér á landi. Einnig er nýr stýrisgangur, stærri eldsneytisgeymir, nýr toppur á húsi með stærri vinnu- ljósum að framan, útvarp og hátalarar eru innfelldir, endur- bættar þéttingar á hurðum og nýjar hurðarlæsingar. Þurrsía er í loft- hreinsara og inntak undir vélarhlífinni. Zetor 7340 er með 310 mm. (12") kúp- lingu, samhæfðum 5 gíra kassa og vendigír (10 + 10 gírar). Zetor 7340, 78 ha. dráttarvél með drifi á öllum hjólum kostar til bænda kr. 1.495.000 án vsk. Globus- Vélaver hf. hefur umboð fyrir Zetor-dráttarvélar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.