Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. mars 1995
Bœndablaðið
5
“Verkefni nýrrar stjómar em ótal-
mörg. Ég vil til dæmis nefna mál-
efni sauðfjárbænda en nauðsynlegt
er að skoða vel skipulag sölumála
hjá sauðfjárbændum og ekki síður
kjaramál þeirra. Þá er ekki enn
útkljáð hvemig farið verður með
töku gjalda við innflutning á bú-
vörum. Það er mál sem við verðum
að hafa samvinnu við land-
búnaðar- og utanríkisráðuneyti,”
sagði Ari Teitsson í samtali við
Bændablaðið. “Kúabændur em
betur settir eins og staðan er um
þessar mundir en við skulum
minnast þess að í gildi em ákvæði
um lágmarksaðgang vara og í mál-
efnum kúabænda ríkir óvissa. Hið
sama má raunar einnig segja um
garðyrkju og loðdýrarækt.”
I umræðum á Búnaðarþingi
kom margoft fram að bændur
horfast nú í augu við stærri vanda-
mál og verkefni en oft áður. Ari
tók undir þetta en bætti því við að
skilningur hefði aukist á því meðal
landsmanna að íslenskar landbún-
aðarvörur væm ekki aðeins hollar
og góðar heldur væri verðlag
þeirra síst hærra en í mörgum ná-
lægum löndum.
Lítil endurnýjun í
bændastétt
“Ég bind miklar vonir við það að
þjóðin átti sig enn betur á að land-
búnað þurfum við að hafa enda
mundi brotthvarf hans þýða aukið
atvinnuleysi frá því sem nú er.
Menn verða líka að átta sig á að
lítil endumýjun hefur orðið í
bændastétt undanfarin ár. Ég veit
að margt ungt fólk sem hefði haft
áhuga á að gerast bændur hefur
ekki lagt í það einfaldlega vegna
samdráttar á búvömmarkaði. Til
lengri tíma litið er þetta dauða-
dómur fyrir bændastéttina og hér
verður að taka til hendi því þetta er
mál þjóðarinnar allrar - ekki
einvörðungu bænda.”
Ari gerði GATT-samkomulag-
ið að umtalsefni og sagði að til-
koma þess mundi auka á sam-
keppnina á matvælamarkaðnum.
“Hins vegar er þetta spumingin
hvemig stjómvöld munu notfæra
sér heimildir um tollaígildi. Auð-
vitað em bændur misvel undir það
búnir að mæta samkeppninni en
okkar ráð er ekki síst það að auka á
faglega aðstoð við bændur. Rætt
hefur verið um að sameiningin og
aukin tengsl við búnðarsamböndin
ættu að geta gefið bændum meiri
möguleika á að nýta sér faglega
þekkingu. Búskapur, sem og annar
atvinnurekstur, byggir á faglegum
framfömm. Sú skylda hvflir á
herðum bændasamtakanna að upp-
fræða bændur. Það verður gert.”
Alltaf hægt að gera
betur
- Er ekki aukin fagleg aðstoð ein
helsta leið bænda til að takast á við
samkeppnina?
“Ég er þeirrar skoðunar að
þessi þáttur sé einna mikilvægastur
og ég vona að nýkjörin stjóm beri
gæfu til að vinna í þeim málum.
Sem ráðunautur í 20 ár hef ég
stöðugt sagt við bændur að alltaf
sé hægt að gera betur. Ef til vill má
segja að það sé líka kjaminn í þeim
boðskap sem ég vil nú flytja bænd-
Ari Teitsson, nýkjörinn for-
maður Bændasamtaka ís-
lands, er fæddur á Brún í
Reykjadal 13. mars 1943. Ari
ólst upp á Brún og lauk lands-
prófi frá Laugum en fór því
næst í Bændaskólann á
Hvanneyri. Bakveiki kom í veg
fyrir að Ari gerðist bóndi að
aðalstarfi og því hóf hann
nám í búvísindadeildinni á
Hvanneyri og lauk þaðan
prófi 1973. Allt frá því hefur
hann gegnt starfi ráðunautar
hjá Búnaðarsambandi Suður-
Þingeyinga. Eiginkona Ara er
Elín Magnúsdóttir frá Birkihlíð
í Reykholtsdal.
um þessa lands. Til þess að ná
árangri verða menn stöðugt að
hafa Jætta í huga.”
A liðnum ámm hefur umræða
um markaðsmál orðið mun
ákveðnari innan raða bænda. Um
þetta atriði sagði Ari að bændur
væm orðnir mun markaðssinnaðri
en áður. “Á þessu er greinilegur
munur og skiptir þá ekki máli um
hvaða grein er rætt. Umræðan um
vist- og lífrænan landbúnað er lið-
ur í því að sinna komnum og
ókomnum markaði. Bændasam-
tökin hafa tekið ákveðna forystu á
þessu sviði og ég vænti þess að
áfram verið haldið á sömu braut.
Vel má vera að lífræn framleiðsla
sé leið sem henti ákveðnum hópi
bænda. Margir bændur framleiða í
dag vömr sem fyllilega geta talist
vistvænar.
Búnaðarþingið samþykkti fyrir
sitt leyti verkaskiptasamning við
búgreinafélögin og nú verður hann
lagður fyrir félögin. Ari sagðist
vona að búgreinafélögin mundu
samþykkja þennan samning. “Geri
þau það munu þau hafa meira að
um kjaramál sín að segja. Því er ég
hlynntur enda tel ég að völd og
ábyrgð eigi að fara saman. Mörg
búgreinafélaganna hafa mjög
mikið um sín sölumál og verð-
lagningu að segja og er gert ráð
fyrir að þetta þróist enn frekar í þá
átt. Hlutverk heildarsamtakanna
verður því meira faglegs eðlis og
til samræmingar heldur en að
minnsta kosti Stéttarsambandið
var áður.”
Engar hallarbyltingar
Markmiðið með sameiningu Bún-
aðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda var að auðvelda
stjómun á málefnum bænda. Ari
sagðist vera þeirrar skoðunar að
þetta markmið mundi nást og ekki
síst ef bændur landsins stæðu
heilshugar að samtökum sínum.
“Ég veit ekki hvort sú staðreynd að
tvenn samtök unnu að málefnum
bænda hafi orðið þeim fjötur um
fót en hitt er víst að á stundum hef-
ur það þýtt tvíverknað og mismun-
andi skoðanir á sumum málum.”
Mun ný stjóm beita sér fyrir
umfangsmiklum breytingum á
þeirri starfsemi sem rekin er í
Bændahöllinni við Hagatorg? Ari
sagðist ekki gera ráð fyrir stór-
stígum breytingum í upphafi.
“Sígandi lukka er best og hér verða
engar hallarbyltingar. Það var ekki
tilgangurinn. Hjá bændasamtökun-
um vinna mjög margir hæfir ein-
staklingar og við vonumst til þess
að njóta starfskrafta þeirra áfram.”