Bændablaðið - 07.06.1995, Side 8

Bændablaðið - 07.06.1995, Side 8
8 Bœndablaðið Miðvikudagur 7. júní 1995 Af erlendum vettvangi Hð ávðxtun í Norræna genabankanum í Noregi -Ef við einblínum á kynbœtur með þarfir Vesturlanda fyrir augum, getur farið svo að við sitjum uppi með einn stofn af hverri tegund. Sl(kt er alltof smátt í sniðum fyrir heimsmœlikvarðann, segir Stefán Aðalsteinsson. Mikið mun vinnast, þegar til lengri tíma er litið, ef þess er gætt að ólíkir húsdýrastofnar deyi ekki út. Dr. Stefán Aðalsteinsson er for- stöðumaður Norræna genabankans í Ási í Noregi. Hann hefur um langt skeið starfað að því að skrá og vemda marga stofna húsdýra í útrýmingarhættu. Sjáðu! Þetta verðurðu að sjá!" Stefán Aðalsteinsson rýnir í eitt nýjasta upplýsingaforritið á markaðnum. Stór tölvuskjár lýsir á móti okkur. "Nú slæ ég svolítið inn..." Stefán lætur finguma leika varfæmislega um lyklaborðið, hann er í þungum þönkum , líkt og sé hann að forrita. "Nú skaltu sjá!” Hann hefur ekki fleiri orð um en heldur áfram að skrifa. Stoltur í bragði sýnir hann svo íslenskan texta, þar sem allir norrænu stafimir eiga fulltrúa sinn. Stefán Aðalsteinsson er borinn og bamfæddur á íslandi, einn 10 systkina. Þegar hann var átta ára, hóf hann fyrstu störf sín á vett- vangi búsmalans. Þá var hann nefnilega gerður að smala. Á vorin var lambánum haldið til íjalls, síðan reknar heim að sumrinu. Eftir fráfæmr var lömbunum haldið í haga á ný en æmytin nýtt heima fyrir. Það kom í hlut Stefáns og bróður hans, tíu ára. að gæta ánna. Á bemsku- heimili þeirra bræðra vom 25 ær mjólkaðar daglega, allt fram til 1942. Seinna lá leiðin til Noregs og Skotlands, til náms í Landbúnaðar- háskólanum norska og Edinborg- arháskóla, þar sem hann lauk doktorsnámi. Síðar sneri hann heim til Islands þar sem hann sinnti húsdýrarannsóknum. En frá árinu 1991 hefur hann búið í Noregi þar sem hann gegnir starfí forstöðumanns Norræna gena- bankans. "Sjáðu nú!" Stefán hefur kallað fram nýtt stafróf. í þetta skiptið em það sænskir og þýskir textar sem hann sýnir mér. Mögu- leikar tölvutækninnar em í há- vegum hafðir, hér á skrifstofunni í kjallara búsmalarannsókna Norska landbúnaðarháskólans. Hér er það sem leitast er við að varðveita allar heimsins dýrategundir - og þó sérstaklega norrænar tegundir. Hér em það ekki NRF-kýmar sem njóta hylli , heldur sauðféð úr fjörðum Vestur- Noregs, Grákýr og "Sidet Trönderfe" -En hver er tilgangurinn með hví að halda í alla þessa stofna , Stefán? -Við varðveitum þá ekki alla. Það er of kostnaðarsamt. Ef nokkrir stofnar hafa sameiginleg gen -þ.e.a.s. sé mikill skyldleiki með stofnunum- þá fellum við þá undir einn hatt og varðveitum þá sem heild. Nú á tímum emm við ábyrg fyrir þeim genastofnum sem á jörðunni finnast. Glatist þeir, þá er okkur um að kenna. Jafnt kyn- bótastöðvum sem bændum sjálfum er í mun að auka nyt einstakra dýra. Því hneigjast menn til að velja skepnur eftir getu þeirra til að fullnægja kröfum samtíðarinnar, án tillits til þess hvort slíkt mat henti þegar til lengri þróunar er litið. Heppnist kynbætur vel, þá dreifast kynbótagripimir skjótt um heimsbyggðina. Ef fyrsta kynslóð einhvers stofns stendur sig vel, þá verður hann ráðandi og sá stofn sem fyrir var, er í bráðri útrýmingarhættu. Vestrænir stofnar hafa einnig náð vinsældum í þróunar- löndunum, en þeir geta þó ekki staðið undir væntingum nema hægt sé að hafa stjóm á öllum um- hverfisþáttum, s.s. loftslagi, sjúkdómum, snýkjudýrum og öðm af því tagi. Oft reynast svo þær skepnur sem fyrir em mun ódýrari á fóðmm en vestræni stofninn. Nauðsynlegt kann að reynast að ala hann á sérfóðri. Stefán leggur einnig áherslu á stöðuga íbúaíjölgun jarðar- kringlunnar. Ef við ætlum að eiga þess kost að brauðfæða alla, sé mikilvægt að við gemm okkur ljósa grein fyrir kostum stofnanna á hveijum stað, jafnt dýra sem plantna. Sé einvörðungu horft til þess að framleiða kynbótaskepnur sem henta vestrænum aðstæðum, geti því lyktað með einum stofni hverrar tegundar. Slíkt er alltof smátt í sniðum fyrir heims- mælikvarðann, segir Stefán Aðal- steinsson. -En hvemig er þetta þá í framkvæmd? Hvemig er hœgt að varðveita stofnana? -Þegar plöntur em varðveittar, þá gerist það með tvennum hætti: Annars vegar er fræ og plantan sjálf varðveitt á rannsóknarstofu, hins vegar er hún látin þrífast undir bem lofti. Þegar um skepnur er að ræða, þá horfum við bæði til þess að frysta sæði þeirra og fósturvísa, sem og hins, að varðveita lifandi einstaklinga. Sem stendur störfum við að samnorrænum rannsóknum á naut- gripum. Við emm byrjaðir að flokka alla stofnana og gera okkur grein fyrir skyldleika þeirra. Síðar metum við svo mikilvægi þess að varðveita einstaka stofna eða hvort flokka beri nokkra saman í hópa. f kjölfarið munum við svo hefjast handa með aðrar tegundir, t.a.m kindur. Enn er þó óvíst hvenær af því geti orðið. Stefán er áhugamaður um sögu og hefúr lengi kynnt sér sambúð manna og húsdýra í tímans rás. Hann hefnr einnig rannsakað hlut búsmal- ans í fæðu fólks á Norðurlöndum og lýsir af eldmóði viðurværi fólks fyrr- um tíð. Á íslandi bjuggu flestir fýrr- um inn til sveita og fólk lifði að stór- um hluta á mjólkurvöm, smjöri og kjötmeti. Fituinnihald fæðunnar var þá langtum meira en nú gerist. "í þann tíð var enginn þeirrar skoðunar að dýrafita væri skaðleg og ég á bágt með að trúa fullyrðingum næring- arfræðinga um óhollustu hennar," segir Stefán Aðalsteinsson. Hann telur að enn um sinn verði margt á huldu um samhengi fæðuvals og hjarta- og æðasjúkdóma. Svo slekk- ur hann á tölvunni. Vinnudeginum lauk fyrir klukkustundu. (Þýtt úr Svineavls Nytt) Ólögleg hormónalyf notuð í löndum ESB Ekki Ijöst hvernig staðið verður að efflrliti mei Könnun lyfjafyrirtækis áriö 1992 á ólöglegri lyfjanotkun í ESB ríkjum leiddi í Ijós aö umtalsverð sala er á skráning- arskyldum dýralyfjum - m.a. hormónum sem notaöir voru ólöglega í alidýrum. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu sem tekin var saman af vinnu- hópi á vegum Landlæknis- embættisins. Aöilar vinnu- hópsins öfluöu upplýsinga frá opinberum aðilum víöa aö en þó sérstaklega frá Svíþjóö, Bretlandi, ESB í Brussel og Bandaríkjunum. Auk þess var aflað upplýsinga hér á landi. Hormónalyf ekki að finna í íslenskri framleiðslu í gögnum sem hópnum bárust m.a. ffá erlendum neytendasamtökum segir að þau telji að víða sé pottur brotinn hvað varðar ólöglega notkun ýmissa hormóna- og sýkla- lyQa í dýr og dýrafóður, “hverra afurðir eru nýttar til manneldis,” segir í skýrslunni. Þar er einnig sagt að ekki hafi verið gerð könnun hérlendis hvort um geti verið að ræða slíka ólöglega notkun en þær takmörkuðu rann- sóknir sem gerðar hafi verið á leif- um slíkra efna í íslenskum land- búnaðarafurðum bendi ekki til að svo sé. “Nauðsynlegt er að stórefla eftirlit með innfluttum landbúnað- arafurðum og dýrafóðri,” segir í skýrslunni. Sýklaleyfar fundust í 15% af nautakjöti í Belgíu Eins og fyrr sagði er ljóst að ólöglegir hormónar eru notaðir í löndum ESB. Könnun lyfjafyrir- tækisins leiddi í ljós að hormónar í alidýrum séu frá því að vera um 8% í Danmörku, 9% í Bretlandi, 12% í Hollandi, 22% í Þýskalandi, 25% í Frakklandi, 36% í Belgíu, 40% í írlandi og upp í 70% á Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum í nýlegri skýrslu frá ESB fundust lyf af flokki beta-agonista í 9% kálfa- og nautakjöti í Belgíu og 6% í Frakklandi. Sýklaleifar fundust í 15% af nautakjöti í Belgíu. “Hugsanlegt er að farið verði að flytja inn ýmsar dýraafurðir sem ekki hafa verið fluttar inn áður, m.a. frá ofangreindum löndum á árinu 1995. Talið er að fyrst um sinn verði aðallega um að ræða osta, jógúrt, svínaskinku og unnar alifuglaafurðir. Hvaða tryggingu fá íslenskir neytendur? Ekki er ljóst hvemig staðið verður að eftirliti með þessum aukna inn- flutningi til að tryggja íslenskum neytendum að vara þessi sé ekki af lakari gæðum en það sem framleitt er hérlendis. Aðstaða eftirlitsaðila á íslandi er mjög takmörkuð til að sinna nú- verandi innflutningi á matvælum og mjöli, hvað þá auknum inn- flutningi, þar sem sýni eru ekki reglulega send til greiningar. Eftir- Ný reglugerð um girðingar með vegum Á föstudag í liðinni viku undir- ritaði samgönguráðherra reglu- gerð um girðingar með vegum. í henni kemur m.a. fram að við- haldskostnaður girðinga með stofnvegum og tengivegum greiðist að jöfnu af veghaldara og landeiganda. Við uppgjör vegna kostnaðarþátttöku veghaldara er við það miðað að viðhalds- kostnaður nemi 4% af stofn- kostnaði girðinga. Þó er miðað við að viðhaldskostnaður nemi allt að 7% af stofnkostnaði í erfiðu girðingalandi eða vegna snjó- þyngsla. Slíkt verður metið af full- trúa Bændasamtakanna og veg- haldara. Tilkynna þarf til sveitarstjórnar Þegar landeigandi hefur lokið ár- legu viðhaldi girðinga með stofn- vegum og tengivegum á hann að tilkynna það til viðkomandi sveit- arstjómar sem sannreynir, áamt veghaldara, að viðhald sé full- nægjndi áður en greiðsla á hlut veghaldara er innt af hendi, þ.e. 2% eða allt að 3,5% af stofn- kostnaði girðinga. Veghaldari á að greiða allan viðhaldskostnað ef girðingin er reist eingöngu til þess að fría veg- svæði frá búfé, þ.e. á afréttum og öðrum sameiginlegum sumarbeiti- löndum búfjár. Viðhaldskostnaður girðínga með safnvegum og lands- vegum greiðist af landeiganda. Þegar girðing verður fyrir skemmdum vegna snjóruðnings á veghaldari að greiða allan við- gerðarkostnað. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að landeigandi annist viðhald girðinga með vegum í landi sínu. Hann á að gæta þess að halda girðingum þannig að þær hafi fullt vörslugildi og séu ekki hættulegar eða til óprýði. Vegagerðinni er heimilt að taka þátt í stofnkostnaði girðinga sem reistar em til að friða svæði sem vegur liggur um og girðingar með vegum þar með ónauðsyn- legar. Skilyrði fyrir slíkri þátttöku er m.a. að viðkomandi sveitarfélag banni lausagöngu búfjár á því svæði sem friðað er. lit sem eingöngu byggist á skoðun vottorða nægir ekki nema frá viðurkenndum vottunarstofnunum sem njóta trausts yfirvalda,” segir í skýrslunni. Tillögur vinnuhóps landlæknis Vinnuhópurinn gerði ákveðnar til- lögur um aukið eftirlit með inn- flutningi matvæla. í fyrsta lagi að sett verði reglugerð um innflutning matvæla með stoð í lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og í lögum um matvæli. Þá að eftirlit með innflutningi matvæla verði sem allra mest á hendi eins eftirlitsaðila og stóraukin verði aðstaða þess aðila til að sinna þessu eftirliti. í þriðja lagi að inn- flytjandi beri þann kostnað sem kann að fylgja nauðsynlegum sýnatökum og rannsóknum sem eftirlitsaðili telur nauðsynlegar. Að lokum lagði hópurinn til að eftir- litsaðili skuli sjá um að sannreyna að vottorð um hreinleika vörunnar standist lög og reglugerðir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.