Bændablaðið - 13.03.1996, Síða 4

Bændablaðið - 13.03.1996, Síða 4
4 Bœndablaðið Miðvikudagur 13. mars 1996 Bændablaðiðf Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Síml 5630300 Bréfasími 562 3058 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Netfang ritstjóra: askell.thorisson@skima.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Haukur Halldórsson Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega . Það er prentað f 7000 eintökum og fara 6.469 (miðað við 27. febrúar 1996) eintök f drelfingu hjá Pósti og síma. Bændablaðlnu er drelft frítt til þelrra er búa utan þéttbýlls. Prentun: Isafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Leiðarinn Hvenœr mun birta í landbúnaði? “Mikil frelsisást stýrir landbúnaðarumræðu um allan heim. Markmiðið virðist vera aukið frelsi í framleiðslu og verslun með búvörur, lækkandi matvælaverð og minni stuðningur við landbúnað. Fáir virðast hugsa út í að horft er fram hjá umhverfisáhrifum þessarar stefnu og því að verið er að gera bændur að arðlausum þrælum,” sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands við upphaf Búnaðarþings í liðinni viku. “Er sanngjamt að maturinn, mikilvægasta framleiðsluvara heimsins, og næstum sú eina sem enginn getur verið án skuli framleidd við slíkar aðstæður. Vonandi verður þetta til íhugunar í næstu lotu GATT-samninga.” Ari sagði breytingar á verslunarumhverfi eitt þeirra vandamála sem bændur glíma við víða um lönd. Verslun með dagvörur, ekki síst matvæli, flyst á æ færri hendur á sama tíma og bændum er gert erfitt fyrir að markaðssetja vörur sínar sameiginlega. Þessi þróun hefur veikt bændur en fært stórum verslunarfyrirtækjum aukinn styrk. Á aðalfundi Norsku bændasamtakanna á liðnu vori kom fram að tvær stærstu verslunarkeðjur Noregs skiluðu á árinu 1994 alls rúmlega fimm milljörðum íslenskra króna í hagnað eða svipaðri upphæð og árslaun um 4000 norskra bænda. Þetta þótti benda til að lækkað verð til bænda skilaði sér ekki endilega til neytenda. “Það hlýtur að vera sameiginleg krafa bænda og neytenda hérlendis að það sem gerst hefur í Noregi gerist ekki einnig hér,” sagði Ari Teitsson. Þá minnti Ari á að íslensku þjóðfélagi, sem og flestum öðrum þjóðfélögum, er stjómað af skammtíma hugsunarhætti og með skammtímahagsmuni að leiðarljósi. “Meðan sá hugsunarháttur nkir mun íslenskur landbúnaður vera í vamarstöðu, meðan sú gífurlega orkunotkun sem nú á sér stað í framleiðslu og flutningi á búvömm er við lýði, án þess að hugsað sér fyrir afleiðingunum, þá mun þrengja að íslenskum landbúnaði. En hitt er jafnljóst að þetta ástand líður hjá. Tekur það örfá ár eða tekur það áratugi?” Ari sagði teikn fyrstu breytinga vera innan seilingar. Hann nefndi að kombirgðir heimsins fara þverrandi en það eykur möguleika íslenskrar gras- og komræktar, þá kallar koltvíildismengun á aukna skógrækt og landgræðslu en þar hljóta bændur að vera í fararbroddi. “Þörfin fyrir hrein og ómenguð matvæli höfðar mjög til búskaparhátta okkar,” sagði Ari að lokum. Bœndublaðsmynd/Kristln Ólafsdóttir MtilaMia Fyrstu námskeið ÁTAKS TILATHAFNA voru haldin í Dalasýslu í lok febrúar. Alls var efnt til fjögurra námskeiða og sóttu þau um 70 manns. Myndin er af þátttakendum á námskeiði sem haldið var i BúöardaL Framkvæmdastjóri Félags nautgripabænda “Svo viröist sem nokkrir slátur- leyfishafar ætli sér ekki aö greiða bændum skráö grund- vallarverö fyrir innlagt naut- gripakjöt nú í mars. Þetta er aö sjálfsögöu ólögmætt athæfi en bændur hafa þaö í hendi sér hvort svona viðgengst. Þeir veröa aö knýja sláturleyfishafa til þess aö fara aö lögum - hve undarlegt sem þaö kann aö hljóma. Um þessar mundir er engin ástæöa til aö lækka verö. Allt bendir til aö jafnvægi náist á markaði fyrir nautgripakjöt innan fárra vikna en þó má búast viö auknu fram- boöi næsta haust” sagöi Guöbjörn Árnason, fram- kvæmdastjóri Landssam- bands kúa- bænda. 100 milljónir eru fljótar að fara Guðbjöm sagði rétt að benda á að 10% verðlækkun á nautgripakjöti til bænda þýddi um 100 milljóna króna minni tekjur af þessari framleiðslu á ári. “Hafa bændur efni á að verða af þessum tekjum,” sagði Guðbjöm og sagði svo: “Er bændum virkilega sama þótt sláturleyfishafar lækki út- borgunarhlutfallið af skráðu verði um mörg prósent. Ég er ansi hræddur um að launþegar myndu ekki sætta sig við það ef kaupið lækkaði skyndilega um 10%. Guðbjöm skoraði á ffamleiðendur nautgripakjöts að láta ekki gripi sína í sláturhús nema að hafa vissu fyrir því að fá greitt skráð grundvallarverð. “Það kemur að því að óskað verður eftir því að fá gripi bænda til slátrunar og því er alveg óhætt að doka við. Það munar aldeilis um að fá 319 kr fyrir kflóið af ungnautakjöti í stað t.d. 287 króna ef verðið lækkar um 10%. Fyrir fall af 200 kflóa nauti gerir það yfir 6.000 krónur. Ef menn láta undan einu sinni má spyija hvað þeir þurfa að sætta sig við þegar næstu nautum er slátrað. Ég hvet bændur dl að efla sam- stöðuna og standa vörð um eigin afkomu.” 0™ Nautgripir feb mar apr maí jún júl ág sep okt nóv des jan Á tólf mánaða timabili hefur orðið 2,1% samdráttur i sölu, en salan síðustu mánuði bendir til vaxandi sölu á nýjan leik. Fyrsta úthliinin úr útflutningssjöði íslenska hestsins Þann 15. apríl sl. tóku gildi ný lög um útflutning hrossa. Meö þessum nýju lögum uröu ýmsar breytingar og er ein sú stærsta varöandi gjaldtöku á útfluttum hrossum. Nú er að- eins greitt eitt gjald í staö margra áöur. Gjaldið er kr. 8.000,- á hross og af því er greitt fyrir heilbrigðiseftirlit og eftirlit meö flutningsfari, upp- runavottorö, sjóöagjöld o.þ.m.t. stofnverndarsjóös- gjald. Eftirstöövar renna síöan í sjóð sem úthlutað er styrkjum úr tvisvar á ári til verkefna tengdum markaösmálum. Út- flutnings- og markaösnefnd hefur margháttuðu hlutverki aö gegna og eitt er aö gera tillögur til landbúnaöarráö- herra um hvernig úthlutuninni skuli háttaö hverju sinni. Reglur varðandi úthlutun Við fyrstu úthlutun úr útflutningssjóði íslenska hestsins voru til úthlutunar rétt rúmar 5.000.000,- kr. Umsóknarfrestur rann út 15. desember sl., alls bárust 32 fullgildar umsóknir þar sem óskað var eftir styrkjum að upphæð tæplega 34 milljónum. í sambandi við útborgun styrksins munu gilda eftirfarandi reglur. Gerðir verða samningar við alla þá sem styrk hljóta þar sem kveðið verður á um framkvæmd verkefnisins og að styrkurinn verði ekki greiddur út fyrr en að framkvæmd lokinni eða eftir atvikum umsömdum áföngum í verkefninu. í annan stað skal ávallt skila skýrslu að loknu hverju verkefni til nefndarinnar þar sem fram kemur árangurinn af verkefninu, verða þessar skýrslur meðhöndlaðar sem opinber gögn. Öllum þeim sem styrk hljóta úr sjóðnum skal og ljóst vera að engin trygging er fyrir því að sömu eða sambærileg verkefni verði styrkt áfram um það mun árangur af einstökum verkefnum og aðrar umsóknir ráða hverju sinni. Niðurstöður úthlutunar Heildamiðurstöður tillagna nefndarinnar varðandi þessa fyrstu úthlutun úr útflutningssjóði urðu á eftirfarandi veg: Til rannsókna var veitt kr. 1.140.000, til markaðsmála kr. 2.750.000, til kynningarefnis fór kr. 1.200.000 og kr. 72.000 í ýmislegt. í sambandi við ofantalda úthlutun skal tekið fram eftirfarandi: í fyrsta lagi var ekki hægt að leggja til að styrkja tækjakaup eða ferðalög í þetta sinn. Ástæðan var einfaldlega sú að dómi nefndarinnar að þær umsóknir sem bárust í þeim flokkum báðum fullnægðu ekki öðrum skilyrðum sem sett vom eða stóðust ekki samjöfnuð við umsóknir úr öðmm flokkum. I öðm lagi skal tekið fram í sambandi við úthlutun til markaðsmála sem var sá málaflokkur sem langmest fékk, að kr. 1.250.000,- mnnu til Félags hrossabænda (24,2% af heildampphæðinni) til að kanna gmndvöll þess í samstarfi við Útflutningsráð íslands að félagið ráði markaðsfulltrúa en kr. 1.500.000,- (29,1%) mnnu til einstakra útflytjenda. Heildaryfirlit yfir styrki 1. Rannsóknir- Bændaskólinn á Hólum- kr. 940.000,-. Rannsókn á orsökum sjúkdómsins spatts og áhrifum hans á notagildi og endingu hrossa. 2. Rannsóknir- Embætti yfir- dýralæknis- kr. 200.000,-. Fmm- athugun á arfgengi sjúkdómsins sumarexems í hrossum frá íslandi. 3. Markaðsmál- Félag hrossa- bænda- kr. 1.250.000,-. 4. Markaðsmál- Gunnar Amar- son- kr. 500.000,-. Markaðsátak í Svíþjóð og í Þýskalandi. 5. Markaðsmál- Edda hestar- kr. 500.000,-. Markaðssetning ís- lenska hestsins í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum og Kanada). 6. Markaðsmál- Árbakki, hrossaræktarbú- kr. 300.000,-. Kynning á íslenska hestinum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. 7. Markaðsmál- VT ehf.- kr. 200.000,-. Sölukerfi hrossa (sími, fax, tölva, intemet). 8. Kynningarefni- Bænda- skólinn á Hólum- kr. 200.000,-. Kynningarefni á námskeið fyrir erlenda kynbótadómara á íslensk hross. 9. Kynningarefni- Tímaritið Eiðfaxi intemational- kr. 500.000,- . Átak til enn frekari útbreiðslu ritsins. 10. Kynningarefni- Plús film kvikmyndagerð- kr. 500.000,-. Kynningarmynd. 11. Annað- Landslið íslands í hestaíþróttum- kr. 72.000,-. Endur- greiðsla á útflutningsgjöldum landsliðshestanna. Landbúnaðarráðherra Guð- mundur Bjamason ákvað síðan að styrkja tvö verkefni til viðbótar: 1. Ferðastyrkur- Bændaskólinn á Hvanneyri- kr. 100.000,-. Styrkur vegna ferðar Ingimars Sveinssonar til Kanada og Bandaríkjanna haustið 1995. 2. Kynningarefni- Örlygur Hálfdánarson- kr. 89.000,-. Áug- lýsing í þýskri útgáfu vega- handbókar um ísland. Næst verður úthlutað úr útflutningssjóði í ágúst nk./KH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.