Bændablaðið - 13.03.1996, Page 5

Bændablaðið - 13.03.1996, Page 5
Miðvikudagur 13. mars 1996 Bœndablaðið 5 NMiirður bústofns er daulans alvara í Bændablaðinu 1. tbl. þessa árs birtist svar Sigurðar Sigurðar- sonar, dýralæknis við opnu bréfi undirritaðs, sem birtist í Bænda- blaðinu 29. nóv. sl. Ekki var það meining mín með "opna bréfinu" að efna þar með til langvinnra blaðadeilna við Sigurð. í svargrein hans kemur þó margt fram sem ég get ekki leitt hjá mér. Þrátt fyrir að Sigurður kveinki sér nokkuð undan gagnrýni minni, er hann nokkuð brattur, t.d. þegar hann fuilyrðir að "bréfið" hvetji til yfirhylminga á riðuveiku fé. Þessu vísa ég algerlega til föður- húsanna. VIII Sigurður skllja? Það er greinilegt að Sigurður annað hvort skilur ekki um hvað þessir hlutir snúast eða vill ekki skilja það. Því er nauðsynlegt að fara aðeins yfir það hvemig þessi mál ganga fyrir sig. Þegar upp kemur grunur um riðuveiki í kind er hún aflífuð af dýralækni, (a.m.k. þar sem ég þekki til) sýni er tekið og sent í rannsókn sem núorðið tekur stuttan tíma. Þegar niðurstaðan liggur fyrir hringir yfirdýralæknir (eða Sigurð- ur) í viðkomandi bónda og leggur að honum að samþykkja að farga fénu hið snarasta. Bætur eru ræddar, kannske sent sýnishom af samningi um niðurskurðinn á faxi. Staðlað samningseyðublaðið er raunar ekki fullnægjandi. Þar sem ekki er einu sinni tekið á öllum atriðum sem þó er gert ráð fyrir í reglugerð að bætur komi fyrir. Bóndinn er hvattur til að bíða ekki eftir að formsatriðum samnings sé lokið og drífa í niðurskurði, allt muni standa sem sagt hafi verið. (Á þetta féllst ég t.d. og er enn 14 mán. síðar ekki búinn að fá svar við atriðum sem ég gerði athuga- semdir við í upphafi). En ef einhver skyldi ekki hafa skilið það, Eftirtaldar heyvinnuvélar til sölu: Tveir ca. 120 bagga vagnar, árg.'82, sem tengjast beint við bindivél. Verðhugm. 60.000,- kr. stykkiö. IH bindivél, árg. 73, með beisli f. vagnana, 30.000,- kr. Góður afsláttur ef öll tækin eru tekin saman. Tvívirk TRIMA 912HD moksturstæki með malarskóflu, ásamt festingum og stjómtækjum fyrir FORD 4110. Veröhugmynd 220.000.- kr. Einnig ZETOR dráttarvól 5011, árg. '82. í góðu lagi. Verðhugmynd 220.000.- kr. Ennfremur gömul PZ sláttuþyrla fyrir mjög lágt verð. Upplýsingar í símum 435 1401 og 435 1496. þá er niðurskurður bústofns dauð- ans alvara fyrir þann sem fyrir því verður. Flestir sem í þessu lenda reka sig fljótt á það að eftir að féð hefur verið drepið er samnings- staðan ekki upp á marga fiska. Og orð standa misvel. Raunar yfir- leitt ekki vel. Og á þeim tíma sem þetta gerist eru viðkomandi bændur hálflamaðir eftir áfallið sem það er að fá riðuveiki í fjár- stofn sinn, þannig að þeir eru ekki vel í stakk búnir til að standa í samninga- þrefi við opinberar stofnanir eins og sauðíjárveiki- vamir og landbúnaðarráðuneytið. Enginn málssvari Bændur sem í niðurskurði lenda eiga sér engan málssvara. Forráðamenn Stéttarsambands bænda "hins foma", forðuðust það alla tíð eins og pestina að veita riðubændum svo mikið sem mór- alskan stuðning. Þetta þekki ég vel af eigin raun og gæti rakið dæmi þar um. Enn sem komið er hafa Bændasamtök íslands ekki tekið að sér forsvar samninga fyrir riðubændur þrátt fyrir að tillaga þar um væri samþykkt á síðasta Búnaðarþingi. Það er þetta sem hér hefur verið lýst sem skapar jarðveg fyrir að einhverjir kunni að freistast til að hylma yfir riðuveiki, þó ég ætli það engum. Enn þegar málin ganga fyrir sig eins og hér hefur verið bent á og niðurskurð- urinn þýðir vemlegt fjárhagslegt áfall til viðbótar því andlega, þá er vissulega hætt við að einhver hugsi sig um áður en sagt er frá fyrstu grunsemdum. Auk þess horfa bændur upp á áhugaleysi hjá yfirdýralæknisem- bættinu varðandi sýnatökur úr felldum hjörðum. Það er ekki trú- verðugt að þykjast vera að rannsaka allt mögulegt varðandi riðuveiki og hafa svo ekki áhuga fyrir því að fá sýni úr hjörðum þar sem riðuveiki er að koma upp aftur eftir niðurskurð. Þekklngu skortir Hvers vegna em t.d. ekki tekin sýni úr aðkeypta fénu, sama ár- gangi og sýkta kindin var og for- eldrum hennar. Þeim sem lenda í því að fá riðuveiki í annað sinn í fjárstofn sinn finnst afar slæmt að fá engar upplýsingar um hvort fleiri kindur kunni að hafa verið sýktar. Ég hef áður bent á að mjög skorti á þekkingu á smitleiðum riðuveiki og þar af leiðir að ekki er nægilega ljóst hvað þurfi að varast, þó vissir þættir þar séu líklegri en aðrir. Hér er alltof margt óljóst. Umræðan um þann þátt er út um víðan völl og margur leikmaðurinn sér þar drauga í hverju homi. Svo koma sérfræðingar eins og Sigurður, tala óvarlega (eins og ég benti m.a. á í "opna bréfinu" ) þannig að margir skilja orð hans á þann veg að endurtekning á riðu- veiki sé einungis algjömm slóða- skap við hreinsun um að kenna. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Hvítskúrað og gegnsýrt af fúavarnarefnum Sérfræðingamir em heldur ekki betur að sér en svo að nú 9 ámm eftir að samræmdar aðgerðir til útrýmingar riðuveiki hófust 1987 þá emm við sem emm að sótthreinsa eftir annan niðurskurð látnir gera nákvæmlega sömu hlutina aftur og helst er talað um meiri sótthreinsun, lfklega til að sýnast gera eitthvað, þó allt innanhúss sé hvítskúrað, gegnsýrt að fúavamarefnum eða hreinlega nýtt efni. Og svo segir Sigurður Sigurð- arson í niðurlagi greinar sinnar að "í gangi sé könnun á því hvemig riðusmitefnið geymist á fjár- leysistímanum". Það er eins og þetta sé fyrst í gangi núna nærri áratug eftir að samræmdar að- gerðir gegn riðuveiki hófust. Einnig segir Sigurður "að huga þurfi að nýjum leiðum". Já núna vill hann huga að nýjum leiðum. Það er ekki hægt annað en láta í ljósi vanþóknun á stjóm þessara mála yfirleitt. Mér sýnist að þrátt fyrir allt sé í grein Sigurðar viss staðfesting á mörgu af því sem ég gagnrýndi í "opna bréfinu" frá 29. nóv. sl. Fram og aftur - yfir varnarlínur! Svo er endalaus tvískinnungur í reglum sem sérfræðingamir setja. Bændum em settir alls kyns kostir um flutninga og meðferð á fé, sem í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt en hins vegar er leyft eins og ekkert sé að flytja sláturfé (bæði lömb og fullorðið) fram og aftur yfir vamarlínur. Jafnvel af ótryggum svæðum í útflutningssláturhús, þangað sem menn koma líka með fé til slátrun- ar af svæðum sem hingað til hafa verið sérstaklega vemduð vegna sölu líffjár á riðusvæðin. Þetta horfa menn upp á og verða bara að vona að komi ekki að sök. Margt hefur verið riðubændum andstætt. Þar má nefna m.a. skattareglur en þannig er að óheimilt er að draga kaupverð líflamba frá á land- búnaðarframtali heldur ber að nota skattmat. Á tímabili var á þessu verulegur munur og margir þurftu af þeim sökum að greiða hærri skatt af bótunum en ella hefði verið. Hér er um eð ræða mjög gamalt ákvæði, sem er úr takt við aðrar frádráttarreglur en hefur dagað uppi í kerfinu. Árangurlnn? Eyóing byggóar Riðubændur hafa síðastliðinn áratug eða svo, fómað miklu á altari samstöðu um að ná tökum á útbreiðslu riðuveiki. Útrýming riðuveiki er ekki bara fyrir svo- kallaða riðubændur, hún varðar mikið fleiri, jafnvel alla sauðfjár- rækt í landinu. Þeir hafa orðið að standa að fullu við sínar skuld- bindingar og ekkert verið gefið eftir, á meðan oft hefur verið troðið á þeim með margvíslegum hætti af yfirvöldum og enginn veitt þeim málsvöm. Hér verður að verða á breyting ef samstaðan á ekki að bresta. Niðurskurður hefur verið eina úrræðið gegn riðuveiki í bráðum áratug. Með honum hefur því miður ekki tekist að útrýma riðu- veiki eins og margir bundu vonir við. Hann hefur hins vegar leitt til feikilegs atvinnusamdráttar í mörgum byggðarlögum sem annars eru upplögð frá náttúmnnar hendi til sauðfjárbúskapar. Það er líklega stærsti merkjanlegi árangurinn. Gilsá 12.02.1996, Lárus Sigurðsson Búnaðarsamband Vestur - Hún. Rabdfundir hafa vakið almenna ánægju Allmikil starfsemi hefur veriö í vetur hjá Búnaðarsambandi Vestur-Húnavatnssýslu og töluvert er framundan. Verður hér nefnt það helsta: Þann 7. og 8. nóv. sl. vom haldin námskeið í rúningi sauðfjár og meðferð ullar og vom þau vel sótt. 27. nóv. hélt stjóm B.S.V.H. haustfund með formönnum aðild- arfélaga, þar sem rætt var um hvað væri framundan. Þá var bryddað upp á því ný- mæli og boðað var til "rabb- fundar" þann 22. janúar. Fundur- inn var haldinn í Víðihlíð og komu 36. Ekki var um hefðbundið fund- arform að ræða. Margt var rætt og var almenn ánægja með kvöldið og ákveðið að halda þessu áfram. Næsti fundur með þessu sniði var haldinn 12. febrúar í Vesturhóps- skóla. Á þann fund mætti Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, framkvæmda- stjóri Hagfélagsins hf. Helstu mál sem vom rædd vom at- vinnumál. Búnaðarsamböndin í Húnavatnssýslum héldu fund á Blönduósi þann 21. febrúar með landgræðslustjóra. Á fundinn mættu af hálfu heimamanna, stjómir búnaðarsambandanna, gróðurvemamefndir, héraðsráðu- nautar og oddvitar. Á þessum fundi var rætt um ofbeit af völdum hrossa og bréfaskriftir Land- græðslunnar um þau mál. Þann 26. febrúar var haldinn almennur bændafundur í Félags- heimilinu Ásbyrgi í Miðfirði. Fmmmælendur vom frá Kjötum- boðinu hf. Þama var fjallað um sölu og markaðsmál á kjöti. Varð þetta hinn besti fundur. Þá var haldinn vetrarfundur með for- mönnum aðildarfélags B.S.V.H., þann 29. febrúar. Á fundinum var fjallað um starfið innan sam- bandsins, væntanlegt Búnaðarþing og önnur mál. Bændablaðið kemur næst út 27. mars. Lífrænn landbúnaður Um tuttugu bændur með Iffrænt vottaöar alurðir Áhugafólki um lífrænan landbúnað vex fiskur um hrygg hér á landi sem annars staðar. Að sögn dr. Ólafs R. Dýrmundssonar ráðunautar Bændasamtaka ísiands í líf- rænum búskap og land- nýtingu er drjúgur hópur bænda víöa um land að kynna sér þá möguleika sem felast í nýsköpun á þessu sviði. Nú þegar framleiða hátt í tuttugu bændur lífrænt vottaðar af- urðir, aðallega grænmeti, en af öðmm afurðum mætti nefna bygg, dilkakjöt og egg. Laugardaginn 2. mars sl. fundaði áhugafólk um lífrænan bú- skap á Norðurlandi í Varmahlíð. Frumkvæði höfðu hjónin Raimund B.B. Urbschat og Mæva F. Sól- mundardóttir á Litla-Búrfelli í Svínadal. Ólafur R. Dýrmundsson flutti framsöguerindi á fundinum og tjáði hann blaðinu að umræður hafi verið prýðilegar og fundurinn hinn gagnlegasti. Hann hvatti fundarmenn til að efla félagslega samstöðu og ganga í VOR, lands- samtök bænda í lífrænum búskap.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.