Bændablaðið - 13.03.1996, Page 6

Bændablaðið - 13.03.1996, Page 6
6 Bændablaðið Miðvikudagur 13. mars 1996 Monika Axelsdóttir og Hafsteinn Kristínsson ásamt sonum sinum Andra Frey og Arnari Þór við eldhúsborðið heima í MiðdaL Monika Axelsdóttir, Miðdal í Skagafirði Fyrir um einu og hálfu ári tóku hjónin Monika Axelsdóttir og Hafsteinn Kristinsson sig upp frá Akureyri og fluttu til Skagafjarðardala til þess að hefja sauðfjárbúskap. Hafsteinn er vélfræðingur og var áður yfirvélstjóri á frystitogaranum Björgvinfrá Dalvík og Monika er menntaður iðnrekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Nú reka þau hátt í 400 kinda sauðfjárbú á föðurleifð Moniku í Miðdal í Lýsingsstaðahreppi. Ungu hjónin segja að verði rétt að málum staðið eigi sauðfjárræktin að geta unnið sig úr þeirri kreppu sem hún er í. En þau eru engan veginn sátt við ríkjandi ástand og gagnrýna margt er lítur að málefnum landbúnaðarins; einkum skipulag og frammistöðu í markaðs- og sölumálum, sem þau gagnrýna harðlega, og lýsa með ákveðnum hætti eftir því hvernig verðmyndun landbúnaðarvara eigi sér stað. Á hvem hátt sá munur sem er á milli afurðaverðs til bœnda og útsöluverðs matvæla verði til. Þau hafa einnig mikinn áhuga á lífrænum landbúnaði því skilyrði til þess að framleiða lífrænt lambakjöt eru óvíða betri en í Miðdal. Þau segja það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við búinu því kaupstaðalífið hafi sína galla. Hafsteinn kveðst hafa verið farinn að þreytast á sjómennskunni. Þrátt fyrir góða vinnuaðstöðu um borð í nýlegu skipi og örugga afkomu- möguleika hafi fjarvistir frá fjöl- skyldunni verið miklar. “Það var aðeins einn maður á Dalvík sem hafði réttindi til að leysa mig af en hann var fastráðinn á öðru skipi hjá sama útgerðarfyrirtæki þannig að ég varð alltaf að leita annað, og gekk misvel að finna einhvem og því varð sjómennskan mjög bind- andi fyrir mig. Ég var farinn að missa áhugann og þegar maður finnur fyrir þeirri tilfinningu eða finnast maður ómissandi er full ástæða orðin til þess að breyta um. Þegar til orða kom að við tækjum við búinu af foreldrum Moniku þá þurfti ég ekki langan umhugsunar- frest.” Oft orðið óbúandi á jörðunum Monika segir að þótt foreldrar sínir séu aðeins rúmlega fimmtugir þá hafi þeir haft fullan áhuga á að breyta til. Þetta sé fremur óvenju- legur aldur hjá bændafólki til að bregða búi því flestir sitji mikið lengur á jörðum sínum, enda hafi margir orðið hissa á þeim. Hún kveðst þó viss um, að þegar öllu sé á botninn hvolft hafi þetta verið skynsamleg ákvörðun. Allt of fátítt sé að fólk hætti störfum í land- búnaði á meðan það sé á góðum aldri, hafi fullt starfsþrek og eigi möguleika á að hefja önnur störf. Foreldrar Moniku búa nú í Varmahlíð og faðir hennar starfar við smíðar. “Atvinnulífið er með þeim hætti, að fólk sem aldrei hefur fengist við annað en land- búnað, á ekki greiðan aðgang að störfum á almennum vinnu- markaði, einkum ef það er komið yfir miðjan aldur. Þótt bændafólk hafi yfir mikilli sérþekkingu að ráða og margvíslegri reynslu þá nýtist hún því miður aðeins að litlu leyti við önnur viðfangsefni. Þetta verður til þess að fólk situr lengur á jörðunum en æskilegt er. Jarðir- nar drabbast niður efdr því sem starfsþrek þess dvínar, þannig er oft orðið algerlega óraunhæft að taka við þegar öðrum loks gefst færi á því. Við skulum heldur ekki gleyma því að ungt fólk hefur alltaf og mun alltaf gera meiri kröfur en eldra fólk og einnig að krafan um arðbæran rekstur verður æ meiri, svo fólk ætti að hugsa alvarlega um þessa hluti.” Fólk skildi okkur ekki Monika segir marga hafi spurt af hveiju þau hafi gert þetta. Fólk skilji ekki þessa ákvörðun. Að hverfa frá álitlegri framtíð og góðum tekjumöguleikum að atvinnugrein sem mikil óvissa ríkir um. Hún segir þau einnig hafa verið spurð hvemig þeim detti í hug að kasta menntun sinni svona á glæ. Hafsteinn kveðst algerlega ósammála því sjónarmiði að menntun hans sem vélfræðingur nýtist ekki í sveitinni. “Nútíma landbúnaður er mjög vélvæddur og þekking á vélum er hveijum bónda nauðsynleg. Vegna vélfræði- menntunar minnar og reynslu sem vélstjóri þá get ég annast allar viðgerðir og lagfæringar sjálfur og einnig sinnt nýsmíði.” Hafsteinn kveðst hafa fest kaup á nokkru af smíðajámi og hann hefur þegar smíðað úr því ýmsa hluti til notkunar við landbúnaðinn og kveðst hafa allt að fjórfaldað verðmæti þess. Monika kveðst hafa sömu sögu að segja. Hún hafi fljótt fundið að sú menntun, sem hún hafi aflað með námi í iðnrekstrarfræði, komi sér til góða. “Ég annast fjárhagsáætlanagerð og bókhald fyrir búið. Gott bókhald skiptir bændur jafn miklu máli og alla aðra sem stunda rekstur. Að reka bú er ekkert öðmvísi en að reka hvert annað fyrirtæki og bókhald er nauðsynlegt stjómtæki, hvort sem starfað er með vömr í hillum, sauðfé á beit eða eitthvað annað. Þó hægt sé að kaupa þessa þjónustu af búnaðarsamböndun-

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.