Bændablaðið - 13.03.1996, Side 14
14
Bœndablaðið
Miðvikudagur 13. mars 1996
FRAMLEIÐNISJÓÐUR
LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR:
EFUNB ATVINNU
í DREIFBÝU
Framleiönisjóði landbúnaðarins er samkvæmt samningi
ríkis og bænda frá 11. mars 1991 meðal annars ætlað að
ráöstafa fé til aö efla atvinnustarfsemi í sveitum.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðiö eftirfarandi meginreglur um
stuöning við fjárfestingu í atvinnurekstri.
I. FRAMLÖG TIL FRAMKVÆMDA Á LÖGBÝLUM
1. Atvinnurekstur sem stofnaö er til á lögbýlum getur notið
framlags.
Þeir bændur skulu að öðru jöfnu sitja fyrir framlögum
sem hafa innan við 500 ærgilda greiðslumark eöa eru
frumbýlingar.
Þá sitja þeir fyrir framlögum að öðru jöfnu sem hafa
aflað sér starfsmenntunar í hinni fyrirhuguðu atvinnugrein.
- Viö ákvörðun um stuðning er höfð hliösjón af
umfangi búrekstrar, fjarlægð frá þéttbýli og fjölda
vinnufærra manna sem eiga lögheimili á býlinu.
2. Framlag getur numið 30% af framkvæmdakostnaði
(án virðisaukaskatts), þó aö hámarki kr. 1.200.000.- miðað
við byggingavísitölu 189,6 og breytist samkvæmt henni.
- Til greina kemur að veita viöbótarframlag (allt aö
100%) ef framkvæmdin skapar fleiri en tvö ársverk.
- Akvörðun um upphæö framlags tekur mið af tekjum
umsækjenda utan bús og umfangs þess reksturs sem sótt
er um stuðning til.
II. FRAMLÖG TIL A0 STOFNA EDA EFLA FÉLÖG
UM AJVIHNUREKSTUR í DREIFBÝLI
Framleiönisjóður mun leitast við að styðja bændur og
samtök þeirra (búnaðarfélög, veiðifélög o.fl.) til þátttöku í
nýjum atvinnurekstri með fjárframlögum. Við ákvörðun
um stuðning þennan verður m.a. höfö hliösjón af stöðu
hefðbundinna búgreina á viðkomandi svæði og þess hvort
hinn nýi atvinnurekstur er líklegur til aö auka atvinnu og
efla byggð.
Þá verður tekiö mið af og/eða krafist mótframlags
þeirra aöila sem óska eftir stuðningi. Styrkþegum er skylt
að veita sjóðnum upplýsingar um framvindu verkefna og
rekstur þeirra fyrirtækja sem framlag er veitt til þegar
stjórn sjóðsins óskar.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105
Reykjavík, sími 525 6400 og fax 525 6439 og hjá formanni
stjórnar sjóðsins, sími/fax 452 4646.
Verðlækkunin
sem mistðkst
Árið 1992 sömdu norskir
bændur við ríkisvaldið um
framlög til landbúnaðar og
afurðaverð. Þeir samingar hafa
kostað þá um 9,3 milljarða ísl.
kr. á ári síðan. Ætlast var til
þess að umsamin lækkun
afurðaverðs skilaði sér til
neytenda í vöruverði og hefur
það reyndar nokkurn veginn
staðiðst hvað mjólkurvörur
snertir. En allt aðra sögu er að
segja af kjöti og eggjum.
Miðað við árin 1991-1992
hefur smásöiuverð kjöts og
eggja hækkað um 9% þrátt
fyrir að verð til bænda og
heildsöluverð hafi lækkað. Þessi
hækkun álagningar kostar
neytendur í Noregi milli 9 og 10
milljarða ísl. kr. á ári en miðað
við verðlækkanirnar til
framleiðenda hefði átt að koma
fram allt að tveggja milljarða
verðlækkun á þessum vörum.
Þessar niðurstöður eru
byggðar á ýtarlegri verðkönnun
um nær allt landið og stóð hún
yfir frá 26. til 43. viku ársins.
Það er því ekki um að villast að
smásöluverslunin hefur tekið
því meira til sín sem verð til
framleiðenda hefur lækkað.
Stórar verslanakeðjur hafa náð
um 97% af dagvörumarkaðnum
og skáka nú í skjóli þeirra
yfirráða.
Að vonum telja forystumenn
norskra bænda að nú sé tími til
kominn að ráðast að öðrum en
bændum til að ná fram
verðlækkun á matvælum.
Bondebladet, 47/95.
Markaðsmál Umsjón: Jón Ragnar Björnsson
Kjötmarkaðurinn er að taka við sér. Eins og yfirlitið um framleiðslu og sölu ber með sér
er 3,4% söluaukning (á tólf mánaða tímabili) á kjöti miðað við sama tímabil fyrir ári. 16.204
tonna sala undanfama tólf mánuði er það hæsta sem sést hefur allt sl. ár. Þess má geta að í
mars 1995 var tólf mánaða sala hin lægsta á árinu, aðeins 15.247 tonn. Söluaukningin er
mismikil eftir tegundum. Hlutfallslega eiga kjúklingar metið m.v. tólf mánaða tímabil
(+23,5%) og hrossakjöt fylgir fast eftir með +21,1%. Svínakjöt og kindakjöt eru með um
eins og hálfs prósent aukningu, en 2,1% samdráttur er í nautgripakjötssölu. Sölutölur fyrir
febrúar eru ekki komnar í hús þegar þetta er ritað, en fréttir benda til góðrar kjötsölu.
mmmmm
Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara
Framleiösla Janúar Nóv. 95 Feb. 95 Breytlng frá fyrra tfmablli f % Hlutdeild í % miðaö
1996 Jan. 96 Jan. 95 Jan. 95 3 mán. 12 mán. við 12 mán.
Klndakjöt, kg 1.102 120.455 8.622.773 10,5 78,0 -2,0 47,6
Nautakjöt, kg 318.428 814.673 3.142.139 34,4 0,3 -11,4 17,3
Svfnakjöt, kg 254.762 925.092 3.375.622 21,7 7,4 4,2 18,6
Hrossakjöt, kg 79.609 493.364 1.009.938 44,4 10,9 25,9 5,6
Alifuglakjöt, kg 138.194 513.445 1.969.225 15,7 54,6 44,0 10,9
Samtals kjöt, kg 792.095 2.867.029 18.119.697 27,4 13,9 2,1 100
Innvegin mjólk, Itr. 9.071.911 25.555.836 03.638.733 9,3 8,7 1,8
EQ9. kg 194.738 606.295 2.200.956 -1,7 0,6 -1,7
Sala innanlands
Kindakjöt, kg 319.682 1.679.909 7.266.888 49,1 -4,8 1,4 44,8
Nautakjöt, kg 276.935 758.659 3.194.297 14,3 -0,7 -2,1 19,7
Svínakjöt, kg 239.668 956.604 3.303.157 19,0 9,9 1,5 20,4
Hrossakjöt, kg 74.693 196.867 701.680 14,8 2,5 21,1 4,3
Allfuglakjöt, kg 111.002 507.514 1.738.042 17,1 49,7 23,5 10,7
Samtals kjöt, kg 1.021.980 4.099.553 16.204.064 24,9 4,3 3,4 100
Mjólkurvörur (Itr.:
Umreiknað m.v. fitu 7.767.597 25.711.542 99.806.536 1,8 -1,7 -0,9
Umrelknað m.v. próteln 8.779.959 25.069.902 00.997.468 4,9 2,5 0,1
Egg, kg 179.966 604.022 2.200.078 10,7 8,0 -0,6
Birgöaskýrslur vantar frá Afuröasölunni Borgarnesl hf. vegna kinda- og hrossakjöts. Þaer tölur eru áætlaöar.
Plöntusjúkdómadeild RALA og
kartöfluræktin
Barðttan i sjúkdðma
mikilvægasta veittið
Hringrotiö er kartöflusjúkdómur
sem mun sennilega hafa borist
hingaö á árinu 1982 en fannst
fyrst í innlendum kartöflum
veturinn 1984-85. Sjúkdómurinn
varð mjög útbreiddur á
Suðurlandi á árunum 1984 til
1987 og fannst þá á yfir 50
bæjum. Áriö 1986 fannst fyrst
hringrotssmit á Noröurlandi og
þar til nú hefur það alls greinst
þar á 19 bæjum. "Baráttan við
hringrotið er eitt af mörgum við-
fangsefnum okkar" segir Sigur-
geir Ólafsson, forstöðumaður
plöntusjúkdómadeildar RALA.
Sigurgeir segir að einkum sé
barist gegn útbreiðslu hringrotsins
með því að fylgjast nákvæmlega
með þeim aðilum sem hafi leyfi
til sölu á útsæði. Flestir þeirra eru
á Norðurlandi en nokkrir þó á
Homafirði og víðar á Suðurlandi.
Finnist smit í kartöflusýnum frá
framleiðendum útsæðis þá geti
þeir ekki selt útsæði í næstu þrjú ár
og fái söluleyfið aðeins að nýju
hafi sjúkdómurinn horfið á þeim
tíma.
Sigurgeir segir nákvæmnisverk
að finna hringrotssmit því það sé
greint áður en nokkur sjúkdóms-
einkenni sjáist bemm augum. Því
verði að taka kjama úr kartöflun-
um og beita síðan sérstakri
greiningartækni til þess að unnt
sé að greina sýkt sýni frá heil-
brigðum. Vegna þess hversu um-
fangsmikið þetta rannsóknarstarf
sé þá hafi ekki verið farið út í að
taka sýni úr matarkartöflum nema í
tengslum við útflutning enda
árangurinn af baráttunni gegn
hringrotinu þegar orðinn sá að
slíkt eigi að vera ástæðulaust.
Mögulegt sé að halda sjúkdómnum
niðri með því að fylgjast ná-
kvæmlega með útsæði og gæta
þess að sýkt útsæði komist ekki á
markað.
Nú er nýlokið leit að hringrots-
smiti í uppskem ársins 1995.
Skoðuð vom 96 sýni frá 52
bæjum. Smit fannst í 6 sýnum frá 4
bæjum og vom það allt bæir þar
sem áður hefur fundist smit og þeir
því ekki með útsæðisleyfi. Enginn
nýr kartöfluræktandi bættist því
við að þessu sinni.