Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. febrúar 1999 Bændablqðið Ritstjórnargrein Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.337 eintök (miðað við 19. janúar 1999) f dreifingu hjá íslandspósti. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.450 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Heimasíða íslensks landbúnaðar www.bondi.is Búnaðarþing 1999 verður sett 28. febrúar n.k. Mál þingsins verða sjálfsagt mörg að vanda en gera verður ráð fyrir að fyrirferðarmest verði skoðanaskipti um til- lögur að nýju skipulagi Bændasamtakanna svo og framtíð Framleiðsluráðs. Tillögurn- ar gera m.a. ráð fyrir að Bændasamtök ís- lands verði áfram sterk heiidarsamtök, Framleiðsluráð verði lagt niður og verkefni þess færð til B.Í., búnaðarþing stytt og fulltrúum fjölgað í 50 og fulltrúum bú- greinasambanda fjölgað á kostnað búnað- arsambanda. Gert er ráð fyrir að skrifstofa samtakanna verði endurskipulögð og starf- semin deildaskipt. Jafnframt að hrint verði af stað sérstakri stefnumótunarvinnu hjá samtökunum sem taki m.a. til þess hvernig bændasamtök við viljum sjá í framtíðinni. Reynt hefur verið að koma til móts við sem flest sjónarmið sem ekki er auðvelt verkefni. Það dylst engum sem nálægt fé- lagsmálum bænda kemur að menn skipa sér aðallega í tvær fylkingar, „búgreina- menn“ annarsvegar og „búnaðarsam- bandsmenn" hins vegar og vilja hvorir um sig auka áhrif sín. Með tillögunum er reynt að jafna það misvægi sem augljóslega er til staðar þ.e. að réttur til setu á búnaðar- þingi er hvorki í hlutfalli við fjölda bænda á einstökum svæðum né í hlutfalli við um- fang þeirra búgreina sem fulltrúa eiga á búnaðarþingi. í tillögunum eru nýmæli um að afurða- sölusamtökin tengist félagskerfi bænda m.a. með því að samtök afurðastöðva Búnaðarþing 1999 kjósi 5 fulltrúa á búnaðarþing og komi að nýjum samráðsvettvangi samtakanna, Búnaðarráði, og gert er ráð fyrir að sam- skipti á öðrum sviðum verði einnig efld. Framleiðsluráð hefur í sínu skipulagi tengingu við afurðasölusamtökin sem mæta verður, en fleira kemur til. Frjáls verðlagning er orðin á kjöti og grænmeti og verður einnig árið 2001 í heildsölu mjólkurvara. Helstu tekjur bænda koma frá afurðasölufélögunum en bændur hafa hins vegar ekki þau eignarlegu eða stjórnunarlegu tök sem nauðsynleg eru til að hagsmunir þeirra verði í fyrirrúmi. Með því að leiða saman á sem flestum sviðum forustulið bænda og leiðtoga afurðasölu- samtakanna er líklegra að ná þeim slag- krafti og samstöðu sem nauðsynleg er. Þessar hugmyndir hafa ekki verið kynntar í afurðasölufyrirtækjunum og mun það ekki verða gert fyrr en afgreiðsla búnaðarþings liggur fyrir. Breytingar á félagskerfinu er viðkvæmt mál sem snertir oft þá sem um þær fjalla enda er reynslan sú að slíkum breytingum er oft erfiðleikum bundið að ná samstöðu um. Búnaðarþingsfulltrúar verða að ganga að þessu verki með heildarhagsmuni bænda að leiðarljósi og láta heldur ekki átök um „útför“ Framleiðsluráðs trufla framgang þess. Ekki er gert ráð fyrir að búnaðarþing breyti samþykktum sam- takanna er varðar félagsskipulagið, en vilji þingsins eða afstaða verður að koma fram þannig að milli- þinganefnd geti unnið málið áfram og skilað tillögum að breyttum sam- þykktum til búnað- arþings á næsta ári. Afstöðu verður hins vegar að taka til þess hvort verkefni Framleiðsluráðs verði yfirtekin og þá hvenær. Sumir hafa dregið í efa að Bændasamtökin eigi að taka yfir stjórnsýsluverkefni Framleiðsluráðs. Um- rædd stjórnsýsluverkefni eru þess eðlis (verðmiðlun, greiðslumarksskrá ofl.) að þau verða að vera undir handarjaðri bænda eins og verið hefur. Það sem skiptir máli er að skipulag og framkvæmd samtakanna á þeim verkefnum sem þau hafa með höndum sé hnitmiðað. Það skipurit sem tillögur eru um gerir ráð fyrir að skörp skil verði milli allra þátta í rekstrinum og hvar ábyrgðin er á hverju verkefni. Bændasamtökin mega heldur aldrei missa sjónar á aðalhlutverki sínu sem er hin beina kjarabarátta fyrir bændur landsins. Hrafnkell Karlsson, stjómarmaður í Bœndasamtökum íslands „Mér fannst athyglisvert að heyra um þróun á nýju fóður- matskerfi fyrir jórturdýr þar sem jafnframt er verið að þróa hermilíkan. Þá vakti athygli mína að heyra um niðurstöðu tilrauna á fóðrun mjólkurkúa.“ sagði Laufey Bjarnadóttir, starfsmaður RALA á Möðru- völlum í Hörgárdal. Laufey sagðist líka hafa haft mikla ánægju af því að fylgjast með dagskrá í tilefni 50 ára af- mælis Keldna. „Fundur af þessu tagi er einskonar endurmenntun þar sem við fáum hugmyndir sem geta orðið að veruleika í framtíð- inni,“ sagði Laufey. „Ráðunauta- fundinn má efla og þróa. Hér kem- ur saman það fólk sem stendur að leiðbeiningum og tilraunum í landbúnaði og það fær tækifæri á þessum fundi til að skiptast á skoðunum. Án ráðunautafundarins væri meiri hætta á að menn ein- angruðust. Hitt er svo aftur annað mál hvort megi skipuleggja fund- ina á annan hátt.“ Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Suðurlands, segir mörg athyglisverð erindi hafa verið á ráðunautafundinum. í heild hafí þau verið vel undirbúin og skipulagið á fundinum verið gott. „Dagskráin eftir hádegi á fímmtudeginum fannst mér mjög áhugaverð, enda snýr hún að verkefnum sem unnin voru á Stóra-Ármóti. Dagskráin á föstudeginum var einnig áhuga- verð.“ Sveinn segir það óþægilegt að mismunandi erindi séu höfð hvort á eftir öðru og síðan séu sameigin- Iegar umræður um þessi erindi. „Þetta gerir það að verkum að um- ræðan verður kannski dálítið Ráðunautafundurinn Fjfilmargt tekið fil umræðu á fundinum Hinn árlegi ráðunautafundur var haldinn dagana 2. til 5. febrúar s.l.. Fundurinn er fyrst og fremst hugsaður til að kynna innlendar rannsóknaniðurstöður og miðla upplýsingum til ráðunauta og annar þeirra er vinna við leiðbeiningar og miðlun þekkingar. Af helstu niðurstöðum innlendra rannsókna sem kynntar voru á fundinum má nefna; - verkun og nýtingu byggs, kornskurðarvélar og hagkvæmni kornræktar. - athugun á endingu sáðgrésis í túnum, ísáningu í gróinn túnsvörð og nýja tækni við hreinsun framræsluskurða - nýskipan við dreifðar afkvæmarannsóknir á sauðfé, um samanburð á vexti geldinga, hrúta og gimbra og skynmat á kjötgæðum - um verkun heys og háar í rúlluböggum og um áhrif sláttutíma vallarfoxgrass á fóðrunarvirði þess - samanburð þriggja grænfóðurtegunda fyrir kýr og vallarfoxgrass og hálíngrésis fyrir mjólkurkýr - um endurskoðaðar orkuþarfir sauðfjár og nautgriþa í vexti og nýjungar í þróun nýrra fóðurmatskerfa. Ennfremur var á fundinum fjallað um landnýtingu og skiþulagsmál, - um skipulag náttúruverndarmála er lúta að landbúnaði og hlutverki sem bændum er ætlað í því. Ennfremur var fjallað um skipulag miðhálendisins og nýtingu , sem og frumvarp til nýrra laga um framkvæmdir í dreifbýli og mat á umhverfisáhrifum sem þeim kann að fylgja. I dagskrá sem var í samvinnu við Byggðastofnun var einkum fjallað um nýskipan í starfi að byggðamálum og atvinnuuppbyggingu, - um stofnun og hlutverk atvinnuþróunarfélaga og /eða eignarhaldsfélaga. Hálfur dagur ver helgaður 50 ára afmæli Tilraunastöðvarinnar á Keldum og var þar einkum fjallað um rannsóknir á prionsjúkdómum og þróun á bóluefni. Að lokum var svo fjallað um afkomu í landbúnaði, hagkvæmni bústærðar, mikilvægi búrekstraráætlana og ný viðhorf í leiðbeiningaþjónustu. Að jafnaði sóttu fundina 70 til 100 manns. Langflest erindin sem flutt voru eru gefin út í fjölrituðu hefti. Fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér efni þeirra nánar er fjölritið til sölu hjá Bændasamtökunum. María Sveinn Laufey skrítin. Það er eðlilegra að hafa þennan hátt á þegar erindin eru hliðstæð en þegar þau eru mis- munandi þá verða sameiginlegar umræður ruglingslegar." Sveinn segir það mikilvægasta við ráðunautafundinn það að menn auki tengslin við starfsbræður og þær stofnanir sem unnið er í tengslum við. „Ég næ t.d. að reka fjöldann allan af erindum við þetta tækifæri og það finnst mér mjög mikilvægt.“ Sveinn veltir upp þeirri hug- mynd að stytta fundartímann. „Mér finnst alveg nóg að hafa fundinn fjóra daga. Það fer mikill tími í þetta og það er mjög mikið atriði að þetta sé vel skipulagt og markvisst. Ég vil hins vegar ekki fella fundinn niður en það má alveg hugsa um að breyta um form, stytta hann og að hafa mark- vissari umræður um t.d. naut- griparækt hluta úr degi,“ segir hann. „Mér fannst umfjöllun um notkun myndfundabúnaðar í endurmenntun bænda og ráðu- nauta mjög athyglisverð,“ sagði María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautur Ráðunautaþjónustu Þingeyinga. „Þá finnst mér alltaf mjög áhugavert og gagn- legt að hlýða á fyrirlestra þeirra sem eru að vinna að korn- ræktar-, fóðuröflunar- og fóðrunarrannsóknum. f fram- haldi af umfjöllun um hermi- líkön er vert að velta fyrir sér notkunarmöguleikum þeirra til að áætla gæði gróffóðurs út frá verðurfari og ástandi lands og þar með fá grunn að fóður- leiðbeiningum án þess að taka mikinn fjölda heysýna. María sagðist hafa átt von á meiri praktískri umræðu um hag- fræðileiðbeiningar. Annað kemur upp í hugann. I framhaldi af nýjum búnaðarlögum sem við öll eigum að vinna eftir hefði ég viljað fara heim með mun skýrari heildarmarkmið um framhald leiðbeiningaþjónustu eftir þennan fund.“ María sagði Ráðunauta- fundinn annars bráðnauðsynlegan. „Héma komum við saman og hlýðum á og ræðum áhugavert málefni sem em ofarlega á baugi. Fyrir það fólk sem starfar í leið- beiningaþjónustunni skiptir það gífurlega miklu máli að hitta fólk sem starfar við það sama og læra hvert af öðru.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.