Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 20
-I 20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 2002 Dmskir búskapur mei ísMnm augum Frá því ég kom út hef ég unnið á búi á Norður-Jótlandi, nánar tiltekið fyrir norðan Limafjörðinn. Hér eru u.þ.b. 200 svartskjöldóttar mjólkurkýr af SDM-kyni (Sort- broget Dansk Malkerace) og annar eins fjöldi af kvígum í uppeldi. Kýrnar ganga í einangruðu lausa- göngufjósi með steinbitagólfi og legubásum. Fjósið og mjalta- básinn, sem er 2x10 tækja fiski- beinabás, voru byggð 1976. Breið- ur fóðurgangur er eftir endilöngu fjósinu og eru tvö hólf með pláss fyrir tæplega 50 kýr hvoru megin gangsins. Síðastliðinn vetur voru gerðar endurbætur á fjósinu. Básar voru hækkaðir um 20 cm, skipt var um milligerðir og tvöföld motta lögð ofan á þar sem kýrnar lágu áður á hörðum steininum. Við þetta batnaði júgurheilbrigði kúnna í fjósinu. Burðarstíur og smákálfar eru í eldra fjósi sem tengir kúafjós og uppeldisfjós saman. Uppeldisfjósið er óeinangrað stálgrindarhús með breiðum fóðurgang. I því ganga kvígurnar á hálmi til 12 mánaða aldurs og svo á steinbitum þar sem þær hafa aðgang að djúpum legu- básum með hálmi í. Auk þess eru á búinu tvö stór stálgrindarhús, annað vélageymsla og hitt hálm- hlaða. Jöfn framleiðsla er yfir allt árið og eru að meðaltali 180 kýr mjólkaðar. Greiðslumarkið nemur 1.283.879 kg og á síðastliðnu verðlagsári var notkunin rúm 99%. Venjan er að framleiða megi 4-5% umfram kvótaeign en eftir það taka við sektir af innveginni mjólk. í ár gekk, víðar en hér, illa að fylla kvótann svo að lokum mátti framleiða 8% fram yfir kvótaeign. Þess má geta að kvóta- eign í Danmörku er tæplega 4.500 milljón lítrar og tvívegis á kvóta- árinu er opnað fyrir verslun með kvóta. í byrjun og um miðbik kvótaárs senda þeir sem vilja kaupa kvóta tilboð inn til Danska Mjólkurkvótaráðsins (Danske Mejeriers Mælkeudvalg) og hið sama gera þeir sem selja vilja kvóta og síðan fá þeir sem hæst buðu, kvóta á meðalverði boðnu af kaupendum og seljendum. Við síðustu kvótainnkaup, í nóvember 2001, var meðalverðið 3,58 d.kr. Lág nyt á búinu kom mér á óvart þegar ég kom út en hún er töluvert undir landsmeðaltali. Meðalnytin síðustu tólf mánuði var 7330 kg eftir kú og 7051 kg til mjólkursamlags, með 4,12% fitu og 3,40% prótein. Af þeirri mjólk sem færð er á skýrsluhaldi komu því 97% hennar til mjólkursam- lags, Þess má geta að bú sem senda óeðlilega lágt hlutfall mjólkur til mjólkursamlags fá ekki að taka þátt í skýrsluhaldi. Meðal- tal gerla var 12.000 síðustu tvo mánuði og meðaltal frumu 327.000 síðustu þrjá mánuði. Mjólkin er sótt annan hvem dag, óháð helgidögum, þannig að ekki þarf að fjárfesta í óþarflega stórum mjólkurtanki. Auk þess keyra mjólkurbílamir allan sólarhringinn og mjólkurbflstjórinn sér um að kveikja á sjálfvirku þvottakerfi þannig að tankurinn er tilbúinn í næstu mjaltir. Jörðin er í allt 140 hektarar (ha) og þar af er um þriðjungurinn leigður. Gróffóður er ræktað á jörðinni, auk beitar yfir sumar- tímann, en allt kjamfóður og hálmur er aðkeypt. í Danmörku skylda lög bændur til þess að eiga eða leigja ákveðið marga hektara fyrir hverja dýraeiningu, nú má að Að loknu búfræðinámi og eftir að hafa unnið á fyrirmyndar kúabúum í helstu mjólkurframleiðsluhéruðum landsins leitaði hugur Sæmundar Jóns Jónssonar út fyrir landsteinana. Með kúabúskap sem aðaláhugamál lá beinast við að leita sér að vinnu í Danmörku og með því að víkka sjóndeildarhringinn ennþá meira. Eftir að hafa unnið ytra í rúmlega hálft ár ákvað Sæmundur að greina lesendum Bændablaðsins aðeins frá því sem á daga hans hefur drifið, landbúnaðarmálum í Danmörku og því sem hefur komið honum mest á óvart. Myndina hér að ofan tók Sæmundur í haust sem leið. hámarki eiga 2,3 dýraeiningu á hektara og í október 2002 verða reglumar hertar þannig að einungis má eiga 1,7 dýraeiningu á hektara. Þetta er einkum gert til þess að menn geti losnað við þann húsdýraáburð sem til fellur á búinu. Af þessu landi þarf 10% að vera óræktað og gera fjölmargar aðrar reglur auk þéttbýlisins verð á landi mjög hátt. Kaupverð er u.þ.b. 80-100.000 d.kr./ha og ársleiga 5-10.000 d.kr/ha. Akuryrkjan hófst óvenju snemma hér á Norður-Jótlandi eða í byrjun aprfl en veðurfar er svipað hér og sunnarlega í Svíþjóð. Veturinn hefur verið óvenju mild- ur og því var ákveðið að láta hluta af rýgresi frá fyrra ári standa áfram en yfirleitt drepst svo stór hluti þess að sá verður aftur til að ná hámarksuppskeru. Smárajurtir saman með venjulegum gras- tegundum geta þó lifað nokkur ár og em þá yfirleitt notaðar til beitar. Hér, líkt og víða annars staðar þar sem skortir land, er þó fyrst og fremst spáð í hve margar fóðureiningar (Fe) er hægt að fá af hverjum hektara. Fyrsti sláttur var tekinn 15. maí af rýgresi frá fyrra ári og eru jafnvel vonir um að það verði slegið fiórum sinnum í viðbót. Aður en akrar eru plægðir em þeir sprautaðir með Raundup til að drepa allan gróður sem getur veitt nytjaplöntunni samkeppni. Þegar búið er að plægja er farið með sambyggt herfi með sáningsvél og að lokum er valtað. Lítið er lagt upp úr fínvinnslu eða að jafna. Byggi var sáð í 62 hektara og með því rýgresi. Byggið er svo slegið sem heilsæði, þ.e. þegar efstu 10- 15 cm af stönglinum auk axins eru slegin, og síðan votverkuð eins og vothey. Þetta er gert þegar fylling er komin í axið og ennþá hægt að kreysta kjamann úr kominu með góðu móti. Seinna er svo hægt að Hlýjung í úúaskm Ijósum í vetur heimsótti ég á opið fjósi þar sem verið var að kynna algjöra nýjung í fjósbyggingu. Nokkrar staðreyndir um bygginguna: Byggingin er 3000 fermetrar, hringlaga með 62 metra þvermál og mestu lofthæð í 22,5 metrum. Stálgrind með einangruðu þaki og náttúrulegri loftræstingu. Legubásarnir eru í þremur röðum, fyrir 300 kýr í allt. Mjaltahringekja með 60 tækjum þar sem mjólka á tvisvar á dag. Hring- ekjan snýst allan sólarhringinn þar sem kýrnar koma inn og eru fóðraðar eftir nyt og stöðu á mjaltaskeiði. slá rýgresið og síðan beita. í ár byrjaði akuryrkjan mánuði fyrr en í fyrra og verður líklega hægt að slá rýgresið, sem sáð er með bygginu, tvisvar og ætla má að þessi mánuður gefi aukalega allt að 1.000 Fe/ha. Maís var svo sáð í 13 hektara. Reiknað er með að heilsæði gefi mest 8.000 Fe/ha, maís 10.000 Fe/ha og rófur 12.000 Fe/ha. Þó eru flestir hættir að rækta rófur í Danmörku enda veitir Evrópusambandið engan styrk með rófum. Kýmar eru fóðraðar með heil- fóðri tvisvar á dag auk þess sem þær fá kjarnfóður eftir nyt. Heil- fóðrið stendur saman af 4 Fe heilsæði, 2 Fe grasvotheyi, 3 Fe rófukögglum, 3 Fe repjukökum auk steinefna, vítamína, salts og krydds. Meðalkúin sem auk þess fær 5 Fe úr kjarnfóðri í fóður- básnum, mjólkar 25 kg á dag af þessum 17 Fe sem hún étur eða 1,5 kg mjólk fyrir hverja fóðurein- ingu. Verðið á fóðureiningu í þessu fóðri er tæpar 1,30 d.kr. Kvígumar eru mestmegnis fóðrað- ar á hálmi og kjamfóðri auk vot- heys. Vélaeignin má teljast mikil þó í heild sé flotinn ódýrari en á meðalkúabúi á Islandi. Fjósvél (skriðstýrð) og ámoksturstækjavél, sem notuð er yfir 1.500 tíma á ári, eru einu vélamar yngri en 20 ára. Annars eru tvær stórar vélar sem notaðar em í akurvinnu, önnur er notuð um 500 tíma á ári og hin um 1.000, auk tækja til akurvinnu og í vor var keyptur notaður skíta- dreifari með niðurfellingartæki. Víðast sjá verktakar um votheys- gerð og mykjuútkeyrslu en í haust taka gildi lög sem banna notkun hcfðbundinna mykjudreifara, þ.e. án slöngu- eða niðurfellinga- búnaðar. Að lokum vil ég hvetja þig lesandi góður sem áhuga hefur á búskap og trúir á framtíð íslensks landbúnaðar að vfldca sjóndeildar- hringinn og vinna fjarri heima- högunum innan- eða utanlands. Það er engu að tapa á því, í versta falli kemstu að því að hlutimir eru bestir eins og þeir em gerðir heima hjá þér. Ef áhugi er fyrir að fá vinnu í Danmörku vil ég benda á vefsíðunar www.jobstafetten.dk og www.jobpaalandet.dk, og þér er einnig velkomið að senda mér tölvupóst á saejon@visir.is Sœmundur Jón Jónsson. Sýndu búhyggindi / I júní og júlí fá bændur sem eru í reikningsviðskiptum 15% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum hjá Bílanausti. Verslaöu þar sem úrvalið ergott og verðið hagstætt. www.bitanaustis Simi 535 9000 Notaðar heyvinnuvélar Á Betri bílasölunni á Selfossi eru seldar notaðar heyvinnuvélar og traktorar. Sýnishorn úr söluskrá: NOTAÐAR HEYVINNUVELAR Krone 203 diskasláttuvél, árg 1997. Verð 210.000+vsk. Khun gmd 700 diskasláttuvél. Árg 2000 verð 330.000.+vsk Kverneland UN 7335 Pökkunarvél árg 1999. verð 530.000. +vsk Claas Rolant 46 rúlluvél árg. 1997verðkr 500.000.+vsk Claas Rolant 46 rúlluvél árg 1990. Verð kr 300.000.+ vsk McHale be 991 pökkunarvél árg 1998. Alsjálfvirk vél Verð 690.000.+ vsk Weckman Sturtuvagn árg 1996 11 tonn verð 350.000.+ vsk Krone turbo 5000 heyhleðslu- vagn gott útlit, geymdur inni, verð kr 450.000.+vsk TRAKTORAR Massey Ferguson 375, árg 1996 með Trima 3,40. Ekinn 2300 tíma. Verð 1.750.000. + vsk Massey Ferguson 6150, Árg 1997 með Trima 1790. Ekinn aðeins 1000 tíma. Verð 2.900.000+vsk Massey Ferguson 399. Árg 1996 með Trima 1420. Verð 2.400.000.+ vsk Case 695 XL árg 1991. Ekinn 3000 tíma. Verð 950.000. + vsk Tökum við notuðum búvélum á söluskrá og á staðinn. Seljum notaðar og nýjar vélar frá Ingvari Helgasyni hf Betri bílasalan s 482-3100. email: betri@betri.is Heimasíða: www.betri.is Betri BÍLASALAN: - B- 482 3100

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.