Bændablaðið - 28.05.2002, Side 21

Bændablaðið - 28.05.2002, Side 21
Þriðjudagur 28. maí 2002 BÆNDABLAÐIÐ 21 Ferðaþjónusta bænda r I Mroddi í umhverfis- LANDSTÚLPI1W væniii ferOaHfinuski Á undanföraum vikum hafa fulltrúar Ferðaþjónustu bænda, þ.e. Guðrún og Guðlaugur Bergmann ferðaþjónustubændur á Brekkubæ, og Elín Berglind Viktorsdóttir fulltrúi Hólaskóla, haldið kynning- arfundi á meðal ferðaþjónustu- bænda víða um land. Tilgangur þessara funda er að hjálpa ferða- þjónustubændum að móta um- hverfisstefnu í anda Staðardagskrár 21 og stuðla þannig að umhverfis- vænni ferðaþjónustu. I framtíðinni mun þetta verða eitt mikilvægasta gæðatákn samtakanna og því stór liður í að markaðssetja lands- byggðina og styrkja ímynd hennar. Framtíðarsýn og markmið Félags ferðaþjónustubœnda Á aðalfundi Félags ferða- þjónustubænda á Amarstapa þann 12. mars síðastliðinn var skrifað undir viljayfirlýsingu um að Ferða- þjónusta bænda yrði leiðandi afl í umhverfismálum á landsbyggð- inni. Markmiðið er að allir ferða- þjónustubændur setji sér um- hverfisstefnu byggða á Staðar- dagskrá 21 á næstu tveimur árum og vinni eftir henni í daglegum rekstri. Stefnan er svohljóðandi: Ferðaþjónusta bænda stefnir að því að vera í fararbroddi í um- hverfisvænni ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þessi stefna og framkvæmd hennar í daglegum rekstri fyrirtækjanna verður eitt mikilvægasta gæðatákn framtíðar í ferðamálum. Þetta er liður í því að efla gæði í Ferðaþjónustu bænda og vekja athygli á þeim mannauð sem blómstrar samhliða fagurri náttúru um allt land. Á ferð um landið Á tímabilinu 9. aprfl - 6. maí voru haldnir átta fundir fyrir félagsmenn innan Ferðaþjónustu bænda, en einnig var ferðamála- fulltrúum, forstöðumönnum upp- lýsingamiðstöðva og ferðamála- samtaka boðin þátttaka. Þessi fundaherferð hefur gengið mjög vel og hefur fólk frá um helmingi þeirra ferðaþjónustubæja sem eru innan Ferðaþjónustu bænda mætt á fundina og er nú þegar byrjað að vinna eftir umhverfisstefnunni. Það má teljast gott þar sem markmiðið er að allir ferðaþjónustubændur komi upp umhverfisstefnu á næstu tveimur árum. Fundimir voru haldnir á eftir- farandi ferðaþjónustubæjum: Sveinbjamargerði, Gauksmýri, Gistihúsinu Egilsstöðum, Smyrla- björgum, Höfðabrekku, Efri Brú, Mótel Venus og Seftjöm. Menn sýndu málefninu mikinn áhuga á fundunum og voru almennt sam- mála um að það væri mun auð- veldara að vera umhverfisvænn en virtist við fyrstu sýn. Áhersla var lögð á að byrja að setja fram umhverfisstefnuna og taka síðan eitt skref í einu. Engin ástæða væri til að mikla hlutina fyrir sér. Á fundinum setti hver og einn niður sín eigin markmið og dagsetningu á framkvæmd þeirra. Nokkur dæmi er að finna hér fyrir neðan: Ég tek upp umhverfisstefnu Jyrir fyrirtœkið mitt - 25. apríl (dagur umhverfisins) Ég tek upp flokkun á sorpi í mínu fyrirtæki - ath. lífrœn flokkunfyrir 15. júní Ég katina á hvaða hátt er hægt að vinna að heildarorkusparnaði - 15. niaí Ég kanna menningarminjar í nánasta umhverfi mínu - fyrir 1. júní. Fundarmenn vom einnig fræddir um helstu áherslur í um- hverfisvænni ' ferðaþjónustu. I stuttu máli má segja að megin- markmiðið sé að draga úr neikvæðum áhrifum og ýta undir jákvæð áhrif. Það er því mikilvægt að uppbygging sé aðeins leyfileg ef hún eyðileggur ekki umhverfið. Hún þarf að vera í takt við samfé- lagsþróun á svæðinu þar sem tekið er tillit til heimamanna sjálfra, og saga, menning og náttúra svæðisins em lagðar til gmndvallar í framtíðamppbyggingu. Þá var velt upp ýmsum þáttum sem hafa ber í huga við fram- tíðarskipulagningu og markaðs- setningu. Horfa þarf til lengri tíma og skoða framtíðamppbyggingu svæða í einni heildarmynd og við markaðssetningu þarf m.a. að huga að dreifingu ferðamanna, kortlagningu viðkvæmra svæða, miðlun upplýsinga til ferðamanna og íbúa svæðisins og síðast en ekki síst samstarfi við sveitarfélögin. Með hugmyndinni um um- hverfisvæna ferðaþjónustu er ekki verið að steypa öllum í sama farið. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og rúmast t.d. náttúmtengd, menning- artengd, heilsutengd, landbúnaðar- tengd og fjölskylduvæn ferða- þjónusta undir þeirri hugmynda- fræði sem liggur að baki um- hverfisvænni ferðaþjónustu. Álit fundarmanna Þegar Guðrún og Guðlaugur Bergmann vom búin að kynna umhverfisstefnuna og mikilvægi þess að Ferðaþjónusta bænda stígi þetta skref, fengu ferðaþjónustu- bændur og aðrir gestir að segja álit sitt á þessu verkefni. Allir vom jákvæðir og kom m.a. annars fram að þetta væri „tímabært", „áhuga- vert“, „stórkostlegt“, „vekur mann til umhugsunar" og „hvetjandi“. Það kom einnig vel fram í þessari umræðu að margir em að gera margt gott, svo sem að huga að orkuspamaði, ásýnd staðarins og rækta eigið grænmeti. En alltaf má gera eitthvað betur og því eru öll lítil skref fram á við þýðingarmikil. Framhaldið Fulltrúar Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla munu fylgja þessari kynningarherferð eftir, t.d. með ráðgjöf, fræðslu, hugmyndabanka á netinu, könnun og ekki má gleyma undirbúningi að sameiginlegum innkaupum t.d. á hreinlætisvömm og hugsanlega matvælum. Þá hafa ferðaþjónustu- bændur verið hvattir til þess að taka þátt í átaksverkefninu Fegurri sveitir sem snýr að hreinsun á landi og fegmn mannvirkja (sjá http://www.simnet.is/ umhverfi). Næsti kynningarfundur verður haldinn í Reykjavík þann 13. nóvember en daginn eftir verður hinn árlegi nóvemberfundur hald- inn þar sem ferðaþjónustubændur koma saman, til að fræðast og eiga saman góðar stundir. Að lokum Ferðaþjónustubændur geta sinnt mikilvægu hlutverki í umhverfisvænni ferðaþjónustu þar sem þeir geta verið leiðandi með því að sýna umhyggju fyrir um- hverfinu í verki og miðlað þannig áfram til ferðamanna og íbúa svæðisins. Samstaða á meðal ferðaþjónustubænda er nauðsynleg en ljóst er að ef vel á að verki standa þarf einnig að koma til samstaða og vilji sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila. Elín Berglind Viktorsdóttir, ferðamálabraut Hólaskóla, berglind@holar.is - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfi • Innréttíngar og básadýnur - ath! bæði í legubásafjós og básafiós. • Steinrimlar og flórsköfukerfi í gripahús • Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn • Loftræstingar - í nýjar og eldri byggingar Lárus Arnar Bjarni s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 9190 www.bondi.is RAYIMOR Bílskúrs- og iðnaðarhurðir fyrir vélageymsiur og skemmur Sterkar - Léttar - Þéttar Timbur, steinull, þakjárn, panill, vatnsklæðning, pallaefni, listar, grindarefni, saumur, skrúfur, boltar. Sími 577 1770 Fax 557 3994 rum á svæði burðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Ætk MEISTARAEFNI BYGQINGAVÖRUR ZrOoLdcR PR0PASTE Fæðubótaefnið sem farið hefur sigurför um Norðuriöndin Fæst hjá dýraiæknum Umboðsaðili Vetis sími: 461-1290 ALHLIÐA SÓTTHREINSIEFNI Frekari upplýsingar á viww.antecint.com og hjá dýralækninum þínum. FRAMLEIÐANDI: Antec Intemational www.antecint.com HEILDSÖLUDREIFING: Pharmaco SlMI 53S 7000 JARÐVINNSLUTÆKI Úðunartæki Fjaðraherfi Sáningarvélar Piógar 3, 4 og 5 skera Taðdreifari 8 - 12t. G.SKAPTASON S CO Tunguháls 5 sími 577 2770 <

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.