Bændablaðið - 28.05.2002, Síða 23

Bændablaðið - 28.05.2002, Síða 23
Þriðjudagur 28. maí2002 BÆNDABLAÐIÐ 23 Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins Skðgrækt í 570 inni og 500 il Mtt Skógrækt er vaxandi búgrein á íslandi. Að sögn Þrastar Eysteinssonar, fagmálastjóra Skógræktar ríkisins, er stunduð skóg- og/eða skjólbeltarækt á um 570 jörðum á Islandi. Um 500 jarðir eru á biðlista eftir að geta hafið skógrækt, en það eru fjárveitingar frá ríkinu sem stjórna því hve hratt gengur á þennan biðlista. Þessar rúmlega eitt þúsund jarðir skiptast nokkuð jafnt niður á landshlutana. Nokkur svæði á landinu eru heldur á eftir í skógræktarmálum vegna þess að þar hefur engin skógrækt verið, engar hefðir og engar fyrirmyndir. Á þessum svæðum eru menn seinir að taka við sér. Nefna má Húnavatnssýslumar og Strandir í þessu sambandi. Á móti má benda á svæði eins og Tálknafjörð þar sem næstum hver einasta jörð er komin inn í verkefnið. Sömuleiðis innanvert Hérað, en þar er elsta skógræktarverkefnið og um 60% bænda þátttakendur í því. Um 60% jarða í skógrækt eftir nokkur ár „Við sjáum enga sérstaka ástæðu til að ætla að áhugi annars staðar á landinu verði minni en á Héraði. Ef að líkum lætur, og peningar koma frá ríkinu, getur farið svo að 60% bújarða á íslandi verði þátttakendur í skógrækt eftir einhver ár, kannski innan tíu ára," segir Þröstur. Á þessu ári verður veitt frá ríkinu tæpum 300 milljónum króna til landshlutabundnu skógræktarverkefnanna. Betra kerfi Hér er um að ræða landshlutabundin skógræktarverkefni sem sjá um úthlutun til bænda á ríkisframlögum til skógræktar. Áður var í gangi kerfi sem Skógrækt ríkisins rak og hét Nytjaskógrækt á bújörðum en var alltaf í of miklu fjársvelti til að ná sér almennilega á strik. En með því að gera skógræktarverkefnin sjálfstæð frá móðurstofnuninni og setja yfir þau stjómir sem í eru heimamenn hefur gengið mun betur að ná í íjárframlög til verkefnisins. „Segja má að mest jafnvægi sé komið á varðandi Héraðsskóga því þeir bændur sem vilja vera með í því verkefni em komnir inn. Þar er um að ræða gamla verkefnið innan Eiða. Síðan stækkaði það verkefni um allt Hérað fyrir þremur árum síðan. Þess vegna bíða einhverjir á Úthéraði og Jökuldal eftir að komast inn," segir Þröstur. Byggðaverkefni Landshlutabundnu skógræktarverkefnin heita Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Suðurlandsskógar og Skjólskógar á Vestljörðum, auk Héraðsskóga. Á þessum svæðum er enn verið að byggja verkefnin upp, enda em þau ung og alls staðar eru biðlistar um að komast að. „Hér eru á ferð byggðaverkefni þar sem um er að ræða stuðning við byggðir landsins. Það felst í fjárhagslegum stuðningi núna þar sem bændur fá greitt fyrir að gróðursetja plöntur, bera á o.fl. Þeir sem eru virkir þátttakendur geta haft nokkrar tekjur af því að rækta skóg á sínum eigin jörðum. Framtíðarsýnin er svo að hafa tekjur af skóginum þegar fram líða stundir og bæta þannig tekjumöguleika bænda um allt land. En einhverjir áratugir em í það," segir Þröstur Eysteinsson. Gúmmídreglar fyrir lausagöngufjós Erum farin að framleiða gúmmídregla í ýmsum breiddum og lengdum. Gúmmímottur Við framleiðum mottur í stíur bása hestakerrur og fl. U bitar Framleiðum bita fyrir 15cm bita margfaldar endingu timbursinns. Gúmmímótun ehf Gúmmivörur, Snittbútar.Garðsláttuvélaviðgerðir Kaldbaksgötu 8 600 Akureyri Sími 4536110 Fax 4536121 Netfang gummimotun@gummimotun.is www.bondi.is Auglýsing um beingreiðslur í garðyrkju Bændasamtök íslands auglýsa eftir umsóknum um beingreiðslur vegna framleiðslu á gúrkum, tómötum og papriku samkvæmt XI kafla laga nr. 99/1993. Rétt til beingreiðslna á árinu 2002 eiga þeir framleiðendur sem framleiddu gúrkur, tómata eða papriku á árinu 2001 eða hófu framleiðslu þessara afurða fyrir 1. mars 2002. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Eyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökum íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg og Sambandi garðyrkjubænda, Garðyrkjumiðstöðinni, Reykjum, Hveragerði. Eyðublöðin er einnig að finna á www.bondi.is. Tilboð óskast Tilboð óskast í New Holland TS110 108 hestafla dráttarvél sem er skemmd eftir veltu. Dráttarvélin er árgerð 2002 og ekin 243 vinnustundir. Dráttarvélin er til sýnis hjá Vélaver h.f.. Lágmúla 7, Reykjavík þar sem tekið verður við tilboðum í vélina. s Arsfundur 2002 * Arsfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í B-sal á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, þriðjudaginn 11. júní 2002 og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Flutt skýrsla stjórnar 2. Kynntur ársreikningur 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins 5. Önnurmál Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins. Þeir sem vilja nýta sér þennan rétt þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 4. júní og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. Lífeyrissjóður bænda

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.