Bændablaðið - 14.01.2003, Qupperneq 1
1. tölublað 9. árgangur
Þriðjudagur 14. janúar 2003
ISSN 1025-5621
Ráðunautalundur í
byrjun febrúar
Árlegur ráðunautafundur verð-
ur haldinn á Hótel Sögu dagana 5.
til 7. febrúar nk.
Á fundinum verður ijallað um
eftirfarandi meginefhi: Landnýtingu
frá ýmsum sjónarhomum en þó
með megináherslu á tengsl hennar
við gæðastýringu í sauðfjárrækt,
sprota, nýjungar og ný viðhorf
í landbúnaði og nautgriparækt,
verktakastarfsemi í búrekstri og
rekstur kúabúa.
{ Bændablaðinu 28. janúar
verður fjallað ítarlegar um einstök
viðfangsefni fundarins.
Kúabúum fækkar
Enn fækkar kúabúum og í
árslok 2002 voru kúabú landsins
953, en voru í árslok 2001 972 og
árslok 2000 1.039. Fækkun býla
síðastliðið ár er verulega minni en
undangegnin ár eða 0,4 á viku, en
árið 2001 hættu að meðaltali 1,3
býli á viku og árið 2000 hættu að
meðaltali 1,6 býli á viku. /SS
SveiMliig
hera ðbyrgl á
Helga Halldórsdóttir, sem sat
á þingi ekki alls fyrir löngu,
spurði landbúnaðarráðherra
hvort fyrirhuguð væri frekari
breyting á lögum um bú-
fjárhald á þann hátt að bú-
fjáreftirlit heyri alfarið undir
landbúnaðarráðuneytið.
Landbúnaðarráðherra sagði
að 2. maí 2002 hafi Alþingi
sett ný lög um búfjárhald,.
Með lögunum er sveitarfé-
lögunum falin ábyrgð á bú-
fjáreftirliti. Hann sagði að
ekki væru ráðgerðar breyt-
ingar á þeim lögum.
Bændur sýna nýja bðkhalds- ng
upplýsingnkerfinu dkBúbút mikinn áhuga
Þó ekki séu Iiðnir nema rúmir
níu mánuðir frá því sala á
dkBúbót hófst eru vel á sjötta
hundrað eintök þegar komin í
notkun hjá bændum. Aðsókn á
grunnnámskeið í notkun
forritsins hefur verið
gríðarmikil en á næstu
mánuðum verða haldin
framhaldsnámskeið í öllum
héruðum landsins. Þar verður
m.a. farið í uppgjör og
skattframtöl. I samtali við
Gunnar Guðmundsson,
forstöðumann ráðgjafarsviðs
BI, kom fram að viðtökur
bænda væru langt umfram
væntingar og þær gæfu
vissulega tilefni til að fylgja
verkefninu vel eftir. „Á
námskeiðunum er jöfnum
höndum lögð áhersla á kennslu
í grunnþáttum tvíhliða
bókhalds, en það teljum við
afar þýðingarmikið, og
hagnýtingu þess sem
stjórntækis í búrekstrinum.
Einnig er farið yfir helstu
vinnuþætti nýja
bókhaldskerfísins. I
áframhaldandi þróun á
dkBúbót munum við leggja
áherslu á aðlögun þess við
sérþarfír einstakra búgreina.
Átak verður gert í að samræma
og bæta lyklun og færslur. Slík
samræming er mikilvæg upp á
rekstrarsamanburð og
hagrannsóknir sem við þurfum
vissulega að efla í okkar
búrekstri," sagði Gunnar að
lokum.
Bændablaðið/örn
Ört vaxandi þekkingarþorp á Hvanneyri
Skipulagsbreydngan til að
mæta rekstrarepfiðleikum
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
hefur aukið við starfssvið sitt og býður nú
upp á nám á sviði náttúruvísinda og
umhverfísmála auk hinna hefðbundnu
búvísinda. Þessi áherslubreyting hefur
átt þátt í að auka aðsókn að skólanum,
sem var eins og margar aðrar háskóla-
stofnanir rekinn með halla á síðasta ári.
Nemendur við Landbúnaðarháskólann
eru nú um 140 talsins, þar af stunda um
35 nemendur fjarnám. Á Hvanneyri
hefur með árunum myndast byggðar-
kjarni í kringum starfsemi skólans og þar
búa nú tæplega 300 manns og af þeim eru
langflestir tengdir starfssemi skólans á
einhvern hátt. Einnig hafa ýmsar
stofnanir á náttúru- og landbúnaðarsviði
aðsetur á Hvanneyri og kemur starfsfólk
þeirra að kennslu við skólann.
Að sögn Magnúsar B. Jónssonar rektors
hefúr sú uppbygging sem átt hefúr sér stað á
Hvanneyri undanfarin ár orðið þrátt fyrir að
fjárveitingar til skólans hafi í raun einungis
fylgt verðlagsbreytingum og mjög lítið
fjármagn hafi fengist aukalega til þess að
mæta hinum sívaxandi umsvifum. Þó fékkst
á síðasta ári fjarmagn til að hefja byggingu
tjóss og verður það fúllgert á árinu 2004 og
mun gjörbreyta aðstöðu til kennslu og
rannsókna í nautgriparækt á staðnum.
Magnús segir Landbúnaðarháskólann
eins og margar aðrar háskólastofnanir
rekinn með halla á síðasta ári. Á árinu 2002
og nú í ffamhaldi af fjárlögum fyrir
komandi ár hefur verið og er unnið að
margvíslegum skipulagsbreytingum og
endurskoðun verkefna með það að
leiðarljósi að efla meginviðfangsefni
skólans þ.e. kennslu og rannsóknir en draga
saman í margs konar stoðverkefnum.
Óhjákvæmilegt reyndist að loka loðdýrabúi
skólans þar sem aðsókn í nám í loðdýrarækt
er mjög lítil og önnur verkefni búsins hafa
dregist saman. Þá hefur mötuneyti skólans
hefur verið leigt út til einkarekstrar og hefur
það reynst vel.
Það er ekki hægt að segja að á
Hvanneyri sé hefðbundið skólaumhverfi,
þar sem þama er um að ræða bújörð í sveit,
þar sem rekinn er háskóli. Staðsetning
skólans í miðjum Borgarfirði skapar honum
bæði sérstakt og fallegt umhverfi og nándin
við búreksturinn á jörðinni hefur sitt að
segja. Nemendur LBH njóta ýmiss hagræðis
af að búa og starfa á staðnum og góð nánd
er á milli nemenda og starfsfólks. Boðið er
upp á heimavist, en einnig em fyrir hendi
nemendagarðar með einstaklingsherbergjum
og fjölskylduíbúðum, tengdum við tölvunet
skólans. Á Hvanneyri er bæði leikskóli og
gmnnskóli og þar er rekin lítil verslun með
nauðsynjavömr. Þar er því að myndast ört
vaxandi þekkingarþorp.