Bændablaðið - 14.01.2003, Síða 4

Bændablaðið - 14.01.2003, Síða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. janúar 2003 Hrafnkell Karlsson, formaður Félags gulrófnabænda: REYNA AÐ RÆKTAIIPP OG VARÐVEITA ÍS- LENSKA RÚFUSTOFNA Nýr fpamkvæmdastióri Búnaóarsamhands Austurlands Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá Búnaðarsam- bandi Austurlands. Hann heitir Rúnar Ingi Hjartarson, búfræði- kandídat frá Hvanneyri 1993. Rúnar er frá Stíflu í Land- eyjum í Rangárvallasýslu og er fæddur 1969. Foreldrar hans eru Hjörtur Hjartarson, fyrrverandi bóndi en starfar nú sem kerfis- fræðingur hjá RALA, og Steinunn S. Káradóttir, hand- iðnaðarkennari hjá Tómstunda- ráði Reykjavíkurborgar. í samtali við tíðindamann Bændablaðsins sagðist Rúnar hafa starfað í hugbúnaðariðnaði hjá Hugi hf. fyrst eftir að hann lauk búfræðinámi og unnið þá við þjónustu og þróun viðskipta- kerfa fyrir afurðastöðvar. Síðustu fjögur árin hefur Rúnar starfað við ferðaþjónustu og fengist aðallega við leiðsögn og ferðaþjónustu í jeppaferðum um hálendið. Á aðalfundi Félags gulrófna- bænda sem fram fór 7. desember fór m.a. fram umræða um rann- sóknaverkefni sem félagið stend- ur að ásamt RALA. Annars vegar er um að ræða verkefni sem nefnist íslensk gulrófa sem er fræræktarverkefni sem Jónatan Hermannsson stýrir. Hins vegar er könnun á varptíma kál- flugunnar undir handleiðslu Guðmundar Halldórssonar. Hrafhkell Karlsson, formaður Félags gujrófhabænda, segir að verkefhið íslensk gulrófa byggist m.a. á því að bera saman erlenda stofna sem notaðir eru í ná- grannalöndunum og þá stofha sem notaðir eru hér á landi, sem eru bæði íslenskir og norskir. Síðan er verið að reyna að bæta íslensku stofhana og þá aðallega Maríubakkarófuna sem er komin beint ffá Kálfafells- rófunni, en Maríubakki er næsti bær við Kálfafell en þar hefúr þessi stofn varðveist í áratugi. Maríu- bakkastofninn gefur af sér bragð- góðar og útlitsfallegar rófúr að sögn Hrafnkels. Útircektun á frœi Hann segir að á RALA sé einnig verið að gera tilraun til að ná árangri með útiræktun á fræi þannig að íslenskir rófhabændur geti orðið sjálfúm sér nógir í fræræktun í framtíðinni. Til þessa hafa um það bil tveir þriðju hlutar af því rófhaffæi sem sáð er hér á landi verið fluttir inn. „í þessum tilraunum eru reyndar ódýrar aðferðir við ffam- leiðslu á ffæinu við íslenskar að- stæður. í vissum árum er á mörkun- um að ffæið nái fúllum þroska en með hjálparaðgerðum eins og yfirbreiðslum og hugsanlega skýlingu á þetta að heppnast. Það hefúr gert það hjá Hannesi Jó- hannssyni í Stóru-Sandvík og hann hlaut viðurkenningu fyrir ræktunar- starf sitt á aðalfúndinum. Hannes er með stofn sem er kenndur við Stóru-Sandvík. Sandvíkurrófan er góð og vaxtarhraðinn ágætur og uppskeran ekki eins sveiflukennd og í öðrum afbrigðum. Frætilraunin er þriggja til fjögurra ára verkefni hjá okkur og er styrkt af Fram- leiðnisjóði," segir Hrafhkell. Hann segir að kálfluguverkefhið sem líka er unnið að sé þróun- arverkefni. Rannsóknir á kálflugu hafa staðið yfir með stuttum hléum í á annan áratug í samvinnu við RALA. Um er að ræða rannsóknir á hegðun flugunnarr og hvað dugj best á hana til að verja garða. í sumar voru gerðar athuganir á varptíma flugunnar og vonast menn til að eitthvað komi út úr þeim athugunum en ffamhald verk- efhisins verður ákveðið með tilliti til niðurstöðunnar. Sigurgeir Ólafsson og Guð- mundur Halldórsson hafa lengst af stýrt þessum tilraunum. ISDN-tenpg auðveldar Maríu störlin! Skömmu fyrir jól fengu ábúendur að Neðri-Hundadal í Dalasýsiu ISDN-tengingu hjá Símanum. Þessi tenging hefur afar mikla þýðingu fyrir Maríu G. Líndal ráðunaut sem meðal annars annast bókhald, rekstrarreikninga og gerir skattaskýrslur fyrir bændur og smáfyrirtæki á Vesturlandi. „Nú er mun auðveldara fyrir mig að senda gögn til bænda og fá efni frá þeim, þ.e. þeim sem einnig eru tengdir ISDN eða ADSL. Sama má segja um skattstofuna sem ég hef mikil samskipti við,“ sagði María G. Líndal. Margir af viðskipta- vinum Maríu bóka sjálflr en hún gerir síðan upp fyrir þá. Til glöggvunar má geta þess að Neðri-Hundadalur er 24 km frá Búðardal. Umrædd tenging hefur það í för með sér að María vinnur hraðar og hún kemst yfir mun meira. „Aður þurfti að koma gögnum til mín í bíl eða með pósti. Það tók tíma og kostar meira,“ sagði María og bætti því við að nú heyrði það sögunni til að netsamband rofnaöi og það heyrðist betur í símanum að auki. „Aukin netnotkun verður að sjálfsögðu til þess að síminn græðir þegar til lengri tíma er litið,“ sagði María og ljós- myndari Bændablaðsins smcllti af meðfylgjandi mynd. adildarfélaga LK Eins og kunnugt er verður aðalfundur LK haldinn í apríl nk. og því munu mörg aðildarfé- lög LK flýta aðalfundum sínum eitthvað. Kúabændur landsins eru hvattir til að mæta á aða- lfundina og taka m.a. þátt í vali á aðalfundarfulltrúum fé- laganna á aðalfund LK. /SS Sighvatur Hafsteinsson, formaður Landssambands kartöflubænda: Engar reglur til um gæði eða flokkun kartaflna Hér á landi eru til reglur um kartöfluútsæði en hins vegar eru engar reglur eða staðlar til um gæði eða stærðarflokkun á matarkartöflum, að sögn Sig- hvats Hafsteinssonar, formanns Landssambands kartöflu- bænda. Það eru heldur engar reglur til um hvaða kart- öfluafbrigði má flytja inn og rækta hér á landi. “Þar af leið- andi er verið að rækta hér afbrigði sem ná ekki lágmarks þurrefnisinnihaldi til að geta talist mannamatur, á grundvelli þess að þau eru annað hvort fljótsprottin eða útlitsfalleg. Menn merkja þetta sem 1. flokk eða jafnvel úrvalsflokk og í sama poka er allt frá smælki til hnefastórra kartaflna. Með þessu háttarlagi eru skamm- sýnir bændur og dreifingar- aðilar að venja fólk af neyslu þessarar hollustuvöru og stór- skaða greinina.” Frumskógarlögmálið gildir „Menn geta hagað sér eins og þeir vilja í þessum efnum og gera það. Hér er það frumskógarlögmálið sem gildir. Þetta er eins og að leika knattspymu án þess að nokkrar reglur eða dómari séu til staðar. Ég man ekki eftir neinu landi í nágrenni við okkur þar sem ekki eru reglur eða staðlar um lágmarks gæði og hvemig stærðarflokkun skuli háttað og hvaða frávik skuli leyfð,“ sagði Sighvatur og hann segir að kartöflubændur hafi farið fram á það við landbúnaðarráðuneytið að settar verði reglur um allt er varðar matarkartöflur og er málið þegar komið í vinnslu. Ekkert eftirlit Hollustuvernd ríkisins hefur eftirlit með merkingum matvæla. Sighvatur segir kartöflubændur að sjálfsögðu skylduga til að merkja umbúðir og greina frá tegundar- heiti og innihaldi. „En það er enginn sem fylgist með því hvort farið er eftir því sem merkingamar segja til um. Og fyrst enginn fylgist með þessu varðandi kartöflur er ástæða til að ætla að eins sé ástatt varðandi fleiri matvælategundir.“ Fypinspurnum verður svarafi í hvelli Að sögn Jóns Baldur Lorange, forstöðumanns tölvudeildar, er gagnlegt að fá fréttir frá sem flestum bændum varðandi stöðu á ISDN tengingum. „Það er ánægjulegt ef vel gengur eins og hjá Maríu Lindal. Þetta stað- festir enn og aftur að öflug og ódýr tenging við Internetið skiptir sköpum fyrir áframhald- andi búsetu á landsbyggðinni. Hann hafi fengið fréttir af mörgum stöðum á landinu sem hafa nú möguleika á ISDN og tala megi um byltingu í þessum málum á síðustu tveimur árum. Landssíminn fái hrós fyrir það. „Ennþá bíða þó of margir bændur óþreyjufúllir eftir ISDN tengingu og fá ekki nógu skýr svör frá Landssímanum. I framhaldi af fundi okkar Sigurgeirs Þorgeirs- sonar framkvæmdastjóra Bænda- samtakanna með Brynjólfi Bjama- syni forstjóra Landssímans hf. og Heiðrúnu Jónsdóttur, upplýsinga- fulltrúa mun Landssíminn hraða því að svara öllum umsóknum um ISDN eins hratt og kostur er. Ég er því miður hræddur um að of margir bændur muni fái höfnun vegna þess undantekningar- ákvæðis sem er í tjarskiptalögum og er of „opið“ að mínu áliti. Þegar Landssíminn hefur svarað öllum umsóknum er næsta skref íyrir þá bændur sem fá höfnun að vísa þeim úrskurði til Póst- og fjarskiptastofnunar." Gætt hefur svolítils misskiln- ings hjá sumum sem telja að ISDN samband sé einungis týrir þá sem ætla sér að komast á Intemetið. Þeir sem eru komnir með ISDN samband eru sammála um að símasamband sé betra sem og þá eru komnar tvær símalínur inn í hús. Viðbótarrekstrarkosnaður er hins vegar ekki nema um 300 kr. á mánuði og tyrir þá sem eru nú með tvær símalínur er um töluverðan spamað að ræða. Stofnkostnaður er hins vegar nokkur en hefur lækkað á síðustu tveimur árum. Görnlu reglugerðinni hent Áður fyrr var til reglugerð um mat og flokkun á kartöflum og hafði yfirmatsmaður garðávaxta eftirlit með því. Þetta eftirlit var lagt niður á árunum kringum 1990, enda var það ónothæft eftir að Grænmetisverslun landbúnaðarins var lögð niður. Allar kartöflur fóru í gegnum þá afurðastöð og því einfalt mál að koma við eftirliti. Sighvatur segir að vissulega hafi kerfið ekki verið gott en það hefði verið viturlegra að bæta það og gera það nothæft í stað þess að kasta því tyrir róða. Hagsmunamál neytenda Hafsteinn segir að þetta sé ekki bara hagsmunamál framleiðenda heldur einnig neytenda, sem verði að geta treyst því að ef kartöflur eru merktar sem 1. flokkur þá sé um ákveðin skilgreind gæði að ræða. „Ef kartöflurækt á að eiga sér framtíð verður að setja reglur varðandi mat og flokkun á matar- kartöflum. Ég ber þá von í brjósti að landbúnaðarráðuneytið bregðist vel við óskum okkar þar um,“ sagði Sighvatur Hafsteins- son.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.