Bændablaðið - 14.01.2003, Síða 6
6
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. janúar 2003
Bændablaðið er málgagn
íslenskra bænda
Viljum við hafa landbúnað á íslandi?
Guðni Þorvaldsson, séríræðingur á RALA, ritaði gagnmerka
grein um landbúnaðarmál í Morgunblaðið í liðnum mánuði. Þar
minnir Guðni á að matur er grundvallarþáttur í lífi mannsins og því
vilja flestar þjóðir framleiða sinn eigin mat eftir því sem þess er
kostur. „Þegar litið er til jarðarinnar í heild minnkar stöðugt það
land sem hægt er að nýta til landbúnaðar, en fólki fjölgar. Talið er
að um 800 milljónir manna búi nú við verulegan matarskort. Þessa
stundina er hins vegar mikið framboð af landbúnaðarvörum í hinum
vestræna heimi og verð því hagstætt. Þetta getur þó breyst á
skömmum tíma. Tiltölulega litlar breytingar á veðurfari geta haft
afgerandi áhrif, sömuleiðis mengunarslys, náttúruhamfarir, sjúk-
dómar í búfé og plöntum, meindýr, styijaldir og pólitískar
ákvarðanir um styrki til landbúnaðar. Þá væri óskandi að stærri hluti
þeirrar ffamleiðslu sem aflögu er á Vesturlöndum næði til fátækari
þjóða sem ekki geta ffamleitt nóg. Til lengri tíma litið er því ekki
víst að ódýr matvæli verði jafn auðfengin og nú.
Hér á landi er hægt að ffamleiða mikið af landbúnaðarvörum.
Veðráttan veldur því hins vegar að hér þarf ffemur dýran húsakost
fyrir búfé og vaxtartími gróðurs er stuttur og ffemur kaldur. Aðrir
þættir eru hins vegar hagstæðari, hér er t.d. mikið landrými, landið
tiltölulega hreint og minna um sjúkdóma í plöntum og dýrum en
víða annars staðar. Þetta getur reynst heilladijúgt í ffamtíðinni.
Kröfúr um að landbúnaður sé stundaður í sátt við umhverfíð og
ffamleiddar séu hreinar og hollar vörur hafa aukist. Fólk vill vera
öruggt um að það sé að kaupa góða vöm og jafnvel geta rakið hana
aftur til ffamleiðanda. Þetta kostar peninga og verður því að hafa í
huga þegar verið er að bera saman verð.
Off er talað um að bú þurfi að stækka og ffamleiðsla hvers
bónda að aukast. Þessi þróun er eðlileg upp að vissu marki en henni
geta fylgt ýmis vandamál ef hún gengur mjög langt. Ef miklum
fjölda búfjár er t.d. komið fyrir á einum stað skapast vandamál
vegna mikils úrgangs og þar sem gripir em úti verða skemmdir
vegna traðks. Þama þarf því að fínna jafnvægi milli hagkvæmninnar
af því að stækka búin og gallanna sem fylgja í kjölfarið. Að mínu
mati hefur sérhæfíng og stækkun búa gengið of langt í sumum
löndum.
Eftir því sem bú verða stærri og fólki fækkar í sveitum verður
erfíðara að halda uppi félagslífi, skólum og annarri þjónustu sem
nauðsynleg þykir. Vegna þessa er mikilvægt fyrir mannlíf sveita að
þar búi aðrir en þeir sem hafa ffamfæri af hefðbundnum landbúnaði.
Með markvissum hætti þarf að gera dreifbýlið aðlaðandi fyrir þá
sem þar vilja búa hvort sem þeir stunda búskap eða aðra vinnu.
Þrátt fyrir mikla ffamleiðsluaukningu eru bændur víða um heim
láglaunastétt. Stækkun búa og tæknivæðing ffamleiðslunnar hefúr
ofí á tíðum ekki fært þeim þann hluta ágóðans sem skyldi. Viljum
við landbúnað þar sem bændur eru þvingaðir til hámarks afkasta og
lágmarkslauna? Við megum ekki gleyma því að landbúnaður veitir
fjölmörgum atvinnu öðrum en bændum, bæði fólki sem stundar
þjónustu við landbúnaðinn og hinum sem vinna úr ffamleiðslunni.
Hann gegnir einnig veigamiklu hlutverki í því að tengja saman
hinar dreifðu byggðir landsins og gera búsetu þar mögulega.
A næstu árum munu landbúnaðarvörur ffá öðrum löndum banka
hér á dyr í auknum mæli. Við þurfúm því að móta okkur skýra
ffamtíðarstefnu og haga undirbúningi í samræmi við það. Þegar nóg
ffamboð er af einhverjum nauðsynjum fínnst okkur gjaman að svo
muni verða áffam. Það er hins vegar ekki sjálfgefið og farsælt
hverju heimili og hverri þjóð að hafa það i huga. Verð og
hagkvæmni eru mikilvægir þættir í umræðunni um landbúnað, en í
þessu efni þarf að horfa til Iangs tíma. Það þarf að standa þannig að
þróun og uppbyggingu greinarinnar að ekki sé gengið á gæði
landsins og ffamleiddar séu hollar og góðar vörur. Einnig þarf að
búa fólkinu sem við atvinnuveginn starfar mannvænt umhverfi.
Þetta eykur kostnað til skemmri tíma litið en skilar sér þegar til
lengdar lætur,“ segir Guðni. Grein Guðna er þess virði að henni sé
haldið á lofti. Það gerist nefnilega æ sjaldgæfara að sjá fjallað um
landbúnaðarmál á jafn yfirvegaðan hátt. Því miður. /áþ.
Bændablaöið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og
fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til
þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250.
Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaöamaöur: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins er bbl@bondi.is
Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins
Nr. 168
Bændablaöinu er dreift i tæpum 8000 eintökum.
islandspóstur annast þaö verk aö mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Ari Teitsson, formaður BÍ, í spjalli í upphafi nýs árs
„Síðasta ár var landbúnaðinum
að mörgu leyti erfitt. Þetta á
einkum við um þá sem ffamleiða
kjöt, en síðustu mánuði hefur það
of oft verið selt undir kostnaðar-
verði. Afleiðingin er sú að margir
bændur hafa orðið fyrir miklu
tekjutapi. Eins og verðlag var fyrir
jólin fengu fáir ffamleiðendur
eitthvað fyrir sína vinnu. Það var
og er óviðunandi ástand,“ sagði
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtaka íslands í samtali við
Bændablaðið. „Margt jákvætt
gerðist líka í landbúnaði á liðnu
ári. Þar vil ég nefna grænmetis-
samninginn og þau áhrif sem hann
hafði á grænmetismarkaðinn. Með
þessum samningi tókst að lækka
verð á grænmeti til neytenda og
sátt náðist í þjóðfélaginu um
íslenska garðyrkju. Um leið tókst
að tryggja kjör flestra garðyrkju-
bænda.“
Það kom fram hjá Ara að sala
á mjólk og mjólkurafúrðum hefði
aukist á liðnum árum þar til á
síðari hluta nýliðins árs - þá virtist
sem toppnum hefði verið náð
a.m.k. í bili. Hins vegar var í ljósi
góðrar sölu ákveðið greiðslumark
sem hljóðar upp á 106 milljónir
lítra. „Olíklegt er að það takist að
halda þessu greiðslumarki á næsta
verðlagsári,“ sagði Ari.
Dregið úr möguleikum á beinum
stuðningi
- Nú er Island aðili að
samningum Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar um viðskipti, m.a.
með búvörur, og nú er unnið að
gerð nýs samnings. Mun hann
hafa áhrif á stöðu mjólkur-
framleiðslu á Islandi? Og hvaða
áhrif hefði það á framleiðsluna ef
ísland gengi í ESB?
„Jú, því verður ekki neitað að
ýmsar blikur eru á lofti. Nýr
alþjóðasamningur WTO mun
líklega draga úr möguleikum á að
styðja framleiðsluna beint, en
framleiðslutengdur stuðingur við
mjólkurffamleiðslu er tiltölulega
mikill hérlendis. Umræða um
mögulega aðild íslands að ESB
hefur aukist og að sjálfsögðu
höfúm við skoðað hvaða
afleiðingar slík aðild gæti haft á
mjólkurframleiðslu og landbúnað í
heild. Það er skemmst frá því að
segja að aðild gæti orðið erfið
fyrir íslenskan landbúnað.
Bcettar samgöngur draga úr
fjarlœgðarvernd
Á þessari stundu er ekkert sem
bendir til þess að íslendingar séu á
leiðinni í ESB en það breytir því
ekki að íslenskur landbúnaður
mun í ríkari mæli þurfa að taka
mið af landbúnaðarstefnu og
stuðningi við landbúnað í ESB.
Bæði draga bættar samgöngur úr
fjarlægðarvemd og einnig emm
við bundin af því að taka upp
ýmsar reglur og hætti ESB, vegna
aðildar okkar að EFTA. Því þurfa
mjólkurframleiðendur - rétt eins
og aðrir búvöruframleiðendur -
ætíð að vera reiðubúnir til að
aðlaga sig breyttum aðstæðum.
Breytingar mega þó ekki gerast of
hratt.“
- Það er ekkert launungarmál
að nú er meira ffamleitt af kjöti en
hægt er að afsetja.
„Það er rétt. Kjötmarkaðurinn
er ein heild og ffamleiðsla á einni
tegund hefúr óhjákvæmilega áhrif
á aðra. Nú er mikið ffamleitt af
kjúklingum og þar á sér stað
birgðasöfnun. Á liðnu ári var
offramleiðsla á svínakjöti og er
raunar enn og birgðir dilkakjöts
hafa safúast upp, en sala á því
dróst saman um 10% á nýliðnu
ári. Auk þess var tekin óraunhæf
ákvörðun varðandi útflutnings-
skyldu á dilkakjöti. Allt er þetta
ógnun við kjötmarkaðinn og
möguleika bænda á að fá
viðunandi verð fyrir sínar afúrðir.“
Tvœr leiðir fœrar
- Hvað geta Bændasamtökin
gert þegar svo er komið málum?
„Bændasamtökin hafa ekkert
vald til að stjóma kjötffam-
leiðslunni en þau reyna að upplýsa
sem flesta um hvað er að gerast og
hvað sé líklegt að gerist.
Meginmálið er að það þýðir ekki
að framleiða meira kjöt en
markaður er fyrir - og það gildir
um allar kjöttegundir. I raun eru
tvær leiðir í þessu máli. Annars
samningurinn var gerður árið
1999, en þá var ákveðið að stefna
að því að flytja leiðbeininga-
þjónustu búnaðarsambandanna
saman í færri en öflugri einingar.
Menn voru sammála um að
sérhæfing leiðbeininga í
landbúnaði væri nauðsynleg og
þyrfti að gerast sem fyrst. Aukin
sérhæfing hefúr svo aftur í för
með sér að skilin á milli
leiðbeiningastarfs á landsvísu og
héraðavísu hafa minnkað," sagði
Ari og lagði á það áherslu að
forsvarsmenn bænda, sem bæm
ábyrgð á þeim fjármunum sem
fara til leiðbeiningastarfs, yrðu
stöðugt að leita leiða til að nýta þá
fjármuni sem best. „Eg sé það
fýrir mér að í framtíðinni verði í
ríkari mæli litið á leiðbeiningar í
landbúnaði sem eina heild. Þetta
mun gerast þannig að stærri hluti
leiðbeiningastarfsins verður
unninn á leiðbeiningamiðstöðvum
úti í héruðunum."
Öflugri leiðbeiningastöðvar
Oflugri leiðbeiningastöðvar
kalla á meira samstarf við
vísindamenn í landbúnaði, segir
Ari, og ætla má að kjarnamir verði
a.m.k. fjórir. I fyrsta lagi má nefna
Stóra-Ármót en náið samstarf er á
milli rannsóknarmanna þar og
starfsfólks Búnaðarsambands
Suðurlands. í annan stað má benda
á samstarf leiðbeiningamiðstöðvar
Vesturlands og Landbúnaðar-
háskólans á Hvanneyri, í þriðja
lagi starfsemina í Búgarði á
Akureyri og Möðruvelli í
vegar að ffamleiðendur vinni
saman og komist að niðurstöðu
um magn sem skynsamlegt er að
láta á innlendan markað. Hin
leiðin er að halda áfram
offramleiðslu og undirboðum þar
til nógu margir eru orðnir
gjaldþrota. Það er dýr og
sársaukafúll leið.“
Leiðbeiningar sem ein heild
Ari gerði málefni leið-
beiningaþjónustunnar að
umtalsefni og sagði að á árinu
kæmu vonandi betur í ljós þær
breytingar sem forsvarsmenn
hennar hefðu unnið að á liðnum
mánuðum. „Upphaf breytinga má
rekja til þess þegar fyrsti búnaðar-
Hörgárdal. „í minna mæli en þó
nátengd er samvinna Búnaðar-
sambands Austurlands og
margháttaðrar skógræktar-
starfsemi á Egilsstöðum,“ sagði
Ari og vildi að lokum minna á
öflugt starf á Hólum í Hjaltadal.
„Hólar eru uppspretta þekkingar
sem nýtist mjög víða.“
„Hér er á ferð þróun sem í
raun var mörkuð í búnaðarlögum
og búnaðarsamningi. Markmiðið
er að styrkja faglegar leið-
beiningar til bænda landsins,“
sagði Ari Teitsson, formaður
Bændasamtaka íslands að lokum.