Bændablaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. janúar 2003
BÆNDABLAÐIÐ
7
Kempur prjár
Myndina hér að ofan tók Björn Bergmann í Húnaþingi nokkru eftir miðja síðustu öld. Þarna má sjá
kempur þrjár að nýlokinni hrútasýningu. T.v. er Guðbjartur Guðmundsson. Segja má að hann sé
þarna sem fulltrúi hins vonarhýra æskumanns, nýlega genginn fulllærður frá prófborði
Framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri, og hefur tendrað sér eina sjésterfíld eftir átök dagsins. Árni G.
Pétursson í Hekluúlpu og með skinnhúfu líklega frá sama firma að hætti samvinnumanna. Árni G. er
glaðbeittur en íbygginn, enda með niðurstöðu hrútadóma í skinntösku sinni, líklega sem formaður
dómnefndar. Hins vegar leikur tvírætt glott um varir hins innfædda Húnvetnings, Aðalbjörns
ráðunauts Benediktssonar, sem í samræmi við virðuleik atburðarins hefur klæðst hvítri skyrtu og
lakkrísbindi að hætti loðhæringanna fjögurra frá Grútartjörn (Liverpool), er á þessum árum hrærðu
hjörtu ungmenna víða um fjársveitir landsins. Aðalbjörn hefur þó gert sér grein fyrir hinum praktíska
hluta dómstarfanna og íklæðst klofstígvélum svo varist gæti sauðafitu og ullarló. Af holningu hans
allri stafar þvi alkunn staðfesta og traust í hvívetna.
Er sauðkindin lykillinn að sjálfstæði pjúðarinnar?
Á að útrýma sauðijárbændum?
Ert þú ábyrgur fyrir því, lesandi
góður? Ég meina, þið sem viljið
leggja niður sauðijárbúskap og
flytja inn ódýrt kjöt á kostnað ís-
lensks landbúnaðar - hvert stefnið
þið?
Nýlega kom ffam í fréttum að
samkeppni á Norðurlöndunum
væri hvað mest hér á landi en verð
á matvöru hvað hæst. Að minnsta
kosti einn forsvarsmaður kaup-
manna sagði ástæðuna vera þá að
ekki væri leyfður óheftur inn-
flutningur á landbúnaðarvörum til
samkeppni við þær íslensku. Er
þetta skynsamleg afstaða og
ábyrg? Hvað kostar að vera sjálf-
stæður? Hvað kostar að nota ís-
lensku sem tungumál? Er kannski
sauðkindin lykillinn að sjálfstæði
þjóðarinnar?
Nokkuð ljóst er að fjöldafram-
leiðsla á svínum og kjúklingum
sem alast upp og lifa allan sinn
aldur við þröngar aðstæður í inni-
lokun og á innfluttu fóðri sem
kostar gjaldeyri, með mismunandi
loftræstingu og hreinlæti með lág-
marks launakostnaði, kostar færri
krónur á kíló heldur en heiðar-
lambið sem nærist á íslensku fóðri
eingöngu með tilheyrandi kostnaði
og fyrirhöfn, og andar að sér
hreinu og tæru fjallalofti.
Hvaða áhrif hefúr það til langs
tíma á sjálfstæði þjóðarinnar ef við
hættum að ffamleiða þær afúrðir
sem nærast á íslensku fóðri, vatni
og lofti? Hvar stöndum við, ef til
dæmis verður eitthvert umhverfis-
slys á borð við kúariðuna í Bret-
landi, kjamorkuslys eða styrjaldir?
Eða ef eitthvað yrði til þess að
setja á okkur viðskiptabann til að
kúga okkur til hlýðni við stór-
veldi? Er það ekki nokkurra króna
virði að halda í það öryggi sem
ræktun garðsins heima gefúr
okkur?
Sennilega ber enginn á móti
því að íslenska lambið er úrvals-
vara. En til þess að það njóti sín
sem slíkt þarf úrvinnsla að vera við
hæfi. Varan sem boðin er til kaups
má ekki líta út fyrir að vera
aðallega fita og bein. Vanda þarf
frágang á því sem kaupendum
stendur til boða og þjóðin þarf að
rifja upp hvemig nýta má lambið
og afúrðir þess sem best. Bömin
okkar þurfa að læra að borða ekki
Hluti af starfsfólki MR-búðarinnar.
Valdimar A. Kjartansson, íris Ósk
Gunnarsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir
og Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Hjónin Anna Guðmundsdóttir og
Björn Björnsson verslunarstjóri.
MR-búðin
stækkar til muna
MR- búðin á Lynghálsi hélt á
dögunum upp á stækkun
verslunarinnar. Velunnurum var
boðið til veislu þar sem
skemmtikraftamir Hilmir Snær
Guðnason og Jóhann Sigurðsson
léku og sungu. Með stækkuninni
hefúr verið m.a. verið tekið í
notkun nýtt afgreiðslukerfi sem
bætir aðgang að fóðri og
bætiefnum. Vöruúrval hefúr
aukist töluvert. Horka
reiðfatnaður og hjálmar ásamt
Leovet hreinsiefnum og
vítamínum fyrir hross eru dæmi
um nýjar vömr sem nú eru á
boðstólum.
MR-búðin er í eigu
Mjólkurfélags Reykjavíkur og er
bændum að góðu kunn í gegnum
tíðina. Þar er m.a. seldar
hestavörur, girðingarefni, sáðvara
og fóður.
Mikið gekk á þegar Kínaforseti
kom í heimsókn til landsins á liðnu
ári og félagar í Falun Gong vildu
koma til landsins og mótmæla
mannréttindabrotum í Kína.
Viðbrögð íslenskra stjómvalda
vom umdeild en Hjálmar
Freysteinsson lét sína skoðun í ljós
í þessari vísu:
Verðskuldaði vœnan koss,
vorn lét rœtast drauminn,
Falun Gong sem færði oss
ferðamannastrauminn.
bara kjötið heldur líka svið og inn-
mat á borð við blóðmör og liffar-
pylsu. Því meiri nýting sem
verður, þess lægra getur verðið
orðið. Þetta höfúm við í hendi
okkar.
Ef nýjar aðferðir þarf til þess
að nýta afurðir heiðarlambsins til
fulls þurfum við að flnna þær upp.
Þróunin verður að vera sú að við
fáum betri og eftirsóknarverðari
vöm sem við sættum okkur við að
kosti meira en fjöldaffamleitt kjöt.
Ekki er hægt að saka sauð-
fjárbændur eingöngu um verðið á
lambakjöti. Fækkandi sauðfé hefúr
einnig fækkað sláturhúsum, hækk-
að flutningskostnað og sláturverð.
Hlutur bændanna sjálffa er ekki
öfundsverður. Við verðum sjálf að
axla hluta af ábyrgðinni og kaupa
íslenskt lambakjöt í stað þess að
hugsa í sífellu um innflutt kjöt.
Kannski er það lykillinn að áffam-
haldandi sjálfstæði íslensku þjóð-
arinnar.
Þórarinn Guðmundsson
matreiðslumeistari
Mælt af
munni fram
Stefán Vilhjálmsson matvæla-
fræðingur, kjötmatsformaður og
hagyrðingur setti þessar limrur og
vísur á Leirinn á dögunum I tilefni
þess að Ingi Kristinn Stefánsson
tannlæknir sótti um inngöngu í
Leirinn en þeir Stefán og Ingi eru
skólabræður. Gefum Stefáni
oröið:
Ég minnist limru eftir inga að
ioknu stúdentsafmæli, sem
hópurinn heldur hátíðlegt á fimm
ára fresti:
Við höldum þá sama siðnum
og sjáumst að fimm árum liðnum,
ungir I anda
og edrú að vanda
með alltof mörg kíló á kviðnum.
Annað dæmi um kveöskap Inga
Kr. langar mig að tilfæra og læt
fylgja litla „jólasyrpu” sem ég tók
saman nýlega. Á þessum
tölvupóststímum hafa ýmsir tekið
sér fyrir hendur að nota netföng
sem rlmorð. Á aðventunni í
hitteðfyrra tóku ábyrgðarlausir
aðilar sig til og ímynduðu sér
netföng æðri máttarvalda. Stefán
Vilhjálmsson setti fram fróma
ósk:
Ég vil jóla- finna -frið
svo fari ekki neins á mis,
en játa að mikils ég þig bið
ó jesuskristur.is
Gunnar Frímannsson kvað
heilræðavísu.
Út á götu aktu sist
ef þú hefur drukkið romm.
Gerirðu það þig grípur vlst
gud@himnum.com
Stefán V. fann annað rímorð og
gerði jólavísu:
Nú er hátíð heims um ból
og hæfir ekki að vera domm,
gleðileg þvi gefur jól
gud@himnum.com
Ingi Kr. Stefánsson tók upp
þráðinn:
Marlu fylgdi maður sem
til manntals gekk I Betlehem,
en geistlega hana gerði bomm
gud@himnum.com
Og Sverrir Páll Erlendsson
bætir þessari i safnið:
Pakka munu flestir fá
sem forðast Reykjavlkurborg!
Mitt er nafnið Máríá
@Magdalena.org
Gamla konan
Friðrik Steingrímsson I
Mývatnssveit og Jóhannes
Sigfússon á Gunnarsstöðum voru
saman á vlsnakvöldi og þeim var
sagt frá danskri konu sem náði
120 ára aldri og þakkaði það því
að hún reykti ekki, drakk ekki og
stundaöi ekki kynlif. Þá orti
Jóhannes:
Þetta er orðinn aldur hár,
enn er hún samt að tifa.
En til hvers var hún öll þessi ár
eiginlega að lifa?
Friðrik hafði skýringu sem
eiginiega lá í augum uppi og
sagði:
Allir verða eitthvert sinn
Amorskalli að hlýða.
Hún er ennþá auminginn
eftir því aö bíða.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson.
Netfang: ss@bondi.is