Bændablaðið - 14.01.2003, Page 8

Bændablaðið - 14.01.2003, Page 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þridjudagur 14. janúar 2003 Orð um sauðfjár- rsekt og markað Þessa mánuðina er íslenski kjötmarkaðurinn í uppnámi. Framleiðendur tapa stórfé. Neytendur búa við tímabundinn ábata. Ósennilegt er að hagur milliliða sé viðunandi. Flestir framleiðendur standa að baki kindakjötinu. Því eru lögð orð í belg um það. Fram til þessa hefur framleiðsla kindakjöts í hvað mestum mæli mótað dreifbýli landsins. Lesendur þekkja markaðsstöðuna svo að óþarft er að tíunda hana hér. Að óbreyttu ber hún það í sér að byggð mun víða skreppa saman og jafnvel leggjast af; vandséð er að aðrar atvinnugreinar megni þar mót að vega. Óvíst virðist líka hvort þjóðin kýs raunverulegt andóf í þeim efnum. Það er nú íyrsti þátturinn að gera upp við sig áður en lengra er haldið. Grundvöllur sauðfjárræktar er ásættanlegur markaður fyrir afurðir hennar. Samdráttur í neyslu kindakjöts er ekki séríslenskt fyrirbæri. Flann er þekkt breyting meðal jafningjaþjóða. Þær, eins og við, hafa kosið að framleiða kjötmeti í æ vaxandi mæli með hraðvaxta dýrum við þéttbæra búskaparhætti, þar sem umhverfisþáttum er stýrt út í hörgul í þágu framleiðni, og alið er á kommeti sem allt eins gæti verið mannamatur. Kunnáttusamleg og markviss vinnsla svo og markaðssetning afurða í takt við þarfir þjóðanna, raunverulegar sem tilbúnar, hafa haldist í hendur við fagmannlega ræktun og þauleldi gripa. Bandaríkjamaður og Japani urðu varir ljóns á frumskógargöngu sinni. Japaninn bjó sig þegar í strigaskó. Bandaríkjamaðurinn sá ekki að þannig mætti verjast ógninni sem að steðjaði og hafði orð á því við Japanann. „Jú, sérðu til,“ hvíslaði Japaninn, „ég ætla nefnilega að verða fljótari að hlaupa en þú“ ... Því verður ekki á móti mælt að skóbúnaður kjötframleiðenda hérlendis er ekki sá sami. Sama ljónið ógnar þeim hins vegar öllum. Ég viðurkenni fúslega að engar hef ég patentlausnir á þeim vanda sem uppi er. Því ættu fæstir að þurfa að lesa mikið lengra. Hins vegar má velta vöngum yfir fáeinum einfoldum staðreyndum er snerta þann hluta kjötmarkaðarins sem að sauðfjárbændum snýr, svo og afkomu þeirra: 1. Framlciðslustefna. Verður sauðfjárrækt dæmigerð aukabúgrein - hliðargrein með annarri framfærslu, sem ræktendur eru tilbúnir að greiða með, ef þarf, hver með sínum hætti? Margt bendir þegar til þessarar þróunar, bæði í þéttbýlli sveitum sem og í þorpum, t.d. á Vestfjörðum. Hefðagróinn og einlægur áhugi manna á sauðfjárrækt virðist þá hafa fullt eins mikið að segja og efnaleg afkoma; að ýmsu leyti svipuð þróun og í hrossarækt landsmanna. 2. Markaðsstefna. Svo virðist sem nú stefni í það, a.m.k. hvað snertir innlendan markað og að hluta þann erlenda, að kindakjöt verði lúxusvara - eins konar villibráð - hvað verð snertir og neysluhætti, en knappast að því er snertir framleiðsluna sjálfa, sbr. áhuga margra á gæðastýringu og breyttum sláturháttum, t.d. sláturtíma samræmdan markaði. Sé þetta stefnan hygg ég hana fremur hafa orðið til fyrir tilviljanir heldur en markaðan ásetning. 3. Búrekstur. Óumflýjanlegt er að endurskoða ýmsa þætti í rekstri sauðfjárbúa, m.a. nýtingu vinnuafls um ársins hring, kostnað við fóðuröflun (vélaútgerð), vörslu lands/sauðfjár svo og skipan landnýtingar er einnig tekur mið af markaðsþörfum, sbr. 5 og 6 hér á eftir. Að óbreyttum háttum geta þessir liðir eytt samkeppnishæfni sauðfjárræktar í mörgum sveitum áður en dilkar komast í sláturhús. 4. Sláturhús. Eftir misheppnaðar tilraunir til kerfisbundinnar samhæfingar í rekstri sláturhúsa horfum við nú að því er virðist upp á kapphlaup lítt og ótengdra aðila um hverjir hafa muni mest úthald. Á meðan er fátt hægt að gera sem byggir upp til framtíðar. Flestir slátrarar eiga nóg með að bjarga st'num naumasta rekstrarkostnaði (þeim breytilega); þó munu enn vera uppi áform um hundruð milljóna króna fjárfestingu í nýjum sláturhúsum. Vitanlega er það skítt að heilu landshlutamir standi nú uppi án bærilegra sláturhúsa. Hins vegar hefúr breytt og bætt flutningatækni á nýju vegakerfi gerbreytt viðhorfum í þessu efni. Sauðfjárbændum er mikilvægast að vita af sjálfbærum sláturhúsum sem geta skilað þeim viðunandi afurðaverði. Hvar þau hús kunna að standa verður að koma aftar í forgangsröð krafna. 5. Islenski tnarkaðurinn. Ennþá er íslenski markaðurinn sauðfjárbændum mikilvægastur. Hver hann verður er að hluta í þeirra eigin höndum. Bændur hafa stjómartauma flestra ef ekki allra afurðastöðva í hendi sér. Hví horfa þeir upp á það að láta þær dreifa fjármagni, vinnslu- og sölukröftum sínum svo sem nú gerist? Má ekki læra af kúabændum í þessum efnum? Ósamstaða frumframleiðenda gleður fáa meira en þá örfáu sem nú hafa sterkast vald á íslenskum matvörumarkaði. Full ástæða er t.d. til þess að skoða hvemig dönskum bændum hefur tekist að varðveita og nútímavæða samvinnufélög sín. Hvað getum við lært af þeim? 6. Erlendi markaðurinn. Ýmsir hafa haft hrakleg orð um kindakjöt og útflutning á því. Þau breyta því ekki að nú fæst skilaverð fyrir dilkakjöt á erlendum mörkuðum sem er býsna nærri framleiðendaverði samkeppniskjötgreinanna. Vitanlega þyrfti skilaverð að vera hærra - mun hærra. En hins vegar munu a.m.k. þrír, fjórir aðilar vera að vinna að þessum útflutningi, hver með sínum hætti. íslenskir fisksalar vom að sameinast á dögunum, að sögn til þess að ná upp undir augnahæð erlendra fiskkaupmanna, sem stækkað hafa með sameiningu - og til þess að bæta hag umbjóðenda sinna í framtíðinni. Vissulega eru erlendir kjötmarkaðir harðir og ólíkir en ekki er minnsti vafi á nytsemi samvinnu við markaðstilraunir og útflutning dilkakjöts. Einnig þama geta sauðfjárbændur sett sínum húskörlum fyrir, svo margir smákraftar gætu nýst sameinaðir til raunhæfs árangurs. 7. Opinbert fé. Mestu umbætur í afúrðavinnslu hérlendis byggðust á virkri þátttöku hins opinbera, bæði hvað leikreglur og fjárstuðning snerti. Enn setur löggjafinn sínar reglur um afúrðaviðskipti, bæði beinar og óbeinar. Fjárstuðningurinn er hins vegar annar og miklu minni en hann var, og engar líkur á breytingu í náinni framtíð. Arðsemiskrafa til fjármagns er líka önnur og þrengri en áður. Afurðastöðvar verða því ekki lengur settar upp öðmvísi en þær geti einar og óstuddar staðið undir öllum rekstrarkostnaði sínum. Um niðurgreiddan stoffikostnað er vart lengur að ræða. 8. Beingreiðslur. Beingreiðslur eiga sauðfjárbændur mestan part undir samningsvilja fulltrúa ríkisins hverju sinni. Samningsstaða bænda er hvorki sterk né vaxandi að afli. Mér þykir hins vegar líklegt að góð samstaða sauðfjárbænda varðandi umbætur og vel skilgreindar aðgerðir, m.a. í atriðum, sem þegar hafa verið nefhd, gætu styrkt hana til muna. Að hugsanlegar beingreiðslur framtíðarinnar yrðu ekki ölmusa til einnar lakast settu stéttar þjóðarinnar heldur fjármunir til þess að efla atvinnugrein og skilvirkar umbætur í henni, til dæmis með eftirfarandi markmið í huga: Markvissa nýtingu fjárfestingar og fjármuna, bæði einka- og opinberra, í arðgæfúm rekstri, framleiðslu og vinnslu afurða sem að ffamleiðsluháttum og gæðum falla að kröfúm og smekk innlendra og erlendra neytenda, sauðfjárrækt í sátt við siðffæði og dýrahaldshugmyndir 21. aldar, gróðurlendi og aðra landkosti hverrar bújarðar og í góðum takti við hrynjandi íslenskrar náttúru, sauðfjárrækt sem styrkir að sínum hluta byggðir og mannlíf, er aftur skapar hald fyrir reikul en rótarþurfi samfélög; köllum það menningartengda sauðfjárrækt... Miklu skiptir að sauðfjárræktinni takist að finna sér leið inn í framtíðina. Þá leið finnur enginn einn. Ég tel afar mikilvægt að bændur sjálfir með samtökum sínum og fyrirtækjum gangi sameinaðir til þessarar úrbótavinnu. Flæpið er að reiða eingöngu á opinbera forsjá. Enn er nokkur tími til stefnu og enn er nokkurt fjármagn tiltækt. En það mun ekki standa lengi. Lökustu kostimir eru þeir að bíða og að dreifa kröftunum - að koma ekki auga á að markmiðið er það sama. Af þeirri ástæðu halda smalamenn saman til leita haust hvert og mynda síðan samhæfða breiðfylkingu við heimrekstur. Bjarni Guómundsson Hvanneyri Nýr starfsmafiur BV Guðrún Sigurjónsdóttir tók til starfa hjá BV nú um áramót. Hún mun vinna fyrst og fremst að rekstrarráðgjöf og bændabókhaldi. Föst viðvera hennar á skrifstofu BV verður til að byrja með á föstudögum en utan þess tíma má hringja í síma 894-0567. Með til- komu samnings við Búnaðar- samband Vestfjarða um leið- beiningaþjónustu árið 2003, verð- ur svæði BSV hluti af starfssvæði BSV. Þetta þýðir að Sigurður Jarlsson ráðunautur hefúr komið til starfa á svæði BV og að ráðunautar BV starfa nú einnig fyrir BSV. Viljalátafaraíram Þingflokkur VG hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela for- sætisráðherra að láta gera ítarlega könnun á lífskjörum landsmanna, sundurliðaða eftir helstu þáttum og flokkaða eftir landshlutum þannig að mark- tækur samanburður fáist. Kannáðir verði allir sömu þættir og skoðaðir hafa verið í neyslukönnunum Hagstofu ís- lands svo að nota megi hana til að meta framfærslukostnað fjöl- skyldna. Auk þess verði metnir allir helstu þættir sem áhrif hafa á al- menn lífskjör, svo sem laun, verð- lag, kostnaður við skólagöngu barna og ungmenna, kostnaður við heilbrigðisþjónustu og sam- göngur, húshitunarkostnaður og aðgangur að almennri þjónustu. www.bandi.is Tpé og ronnar - fróðleikor og þekking Föstudaginn 24. janúar frá kl. 09:00 til 16:00 stendur Garðyrkju- skólinn fyrir námskeiðinu „Tré og runnar - fróðleikur og þekking“, sem haldið verður í húsakynnum skólans. Námskeiðið er hugsað fyrir ófaglært starfsfólk garðyrkju- og umhverfisdeilda og aðra, sem áhuga hafa á viðfangsefninu. Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði varðandi þekkingu á trjám og runnum og meðhöndlun á einstökum tegundum með tilliti til notkunar. I lok námskeiðsins verður farið með þátttakendur í heimsókn til Ólafs Njálssonar, garðplöntuffamleiðanda í Nátt- haga þar sem hann mun kynna það helsta í ffamleiðslu sinni á trjám og runnum. Leiðbeinandi verður Kristinn H. Þorsteinsson, garð- yrkjustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og stundakennari við Garðyrkju- skólann. Þátttökugjald er kr. 7.000. Skráning fer fram hjá endurmenntunarstjóra í síma 480- 4305 eða í gegnum netfangið mhh@reykir.is Slæðivörn VÉLAVAL-Varmahlíð hf S: 453 8888 fax: 453 8828 vefur: www.velaval.is netpóstur: velaval@velaval.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.