Bændablaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. janúar 2003 BÆNDABLAÐIÐ 13 6. Önnur lán Lánasjóðurinn veitir lán til ýmis konar framkvæmda og atvinnustarfsemi í sveitum sem tengjast landbúnaði. ■ Lán til fjárrétta og leitarmannahúsa. Lánað til byggingar íjárrétta, leitarmannahúsa og tiiheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins. ■ Lán til fiskiræktar í ám og vötnum. Lánað til byggingar veiðihúsa og annarra mannvirkja í eigu félagssamtaka bænda. ■ Hlunnindi. Lánað til bygginga og búnaðar til nýtingar á hlunnindum, s.s. byggingar dúnhreinsunarhúsa og kaupa á dúnhreinsunarvélum. ■ Vatns- og hitaveituframkvæmdir. Lánað til ffamkvæmda frá stofnæð/lind/holu að húsi, þ.m.t. hvers konar lagnir, dælur, dæluhús og nauðsynlegur búnaður í þeim. Ekki er lánað til borunar á vinnsluhoium, né búnaðar í þeim, og ekki er lánað vegna kostnaðar sem kann að hljótast af inntaki eða breytinga sem kunna að vera gerðar innanhúss. ■ Rafstöðvar í sveitum. Lánað til byggingar heimarafstöðva og markaðsrafstöðva, þ.m.t. gerð vatnsmiðlunar, stöðvarhúss og búnaðar. Skilyrði fyrir lánveitingu er að fyrir liggi ffumathugun og faglegt mat á virkjunarkostinum sem staðfest er af viðurkenndum sérfræðingum, að gert hafi verið arðsemismat af aðila sem Lánasjóðurinn viðurkennir, að gerður hafi verið samningur til a.m.k. 10 ára um sölu raforkunnar og að allra tilskilinna leyfa til ffamkvæmdanna hafi verið aflað. Lánshlutfall allt að 50% af matsverði ffamkvæmda. 7. Til afurðastöðva ojg þjónustustofnana vio landbúnað Lánatafla 2003 Lánasjóðurinn veitir lán til byggingar afurðastöðva, þ.e. mjólkurstöðva, sláturhúsa, kjötfrystihúsa, kjötvinnslustöðva og birgðageymslna fyrir jarðávexti og grænmeti. Einnig veitir sjóðurinn lán til byggingar ýmissa þjónustustofnana við landbúnað, s.s. sæðingastöðva, dýraspítala, kynbótastöðva og búnaðarsambanda. Lánað er til byggingar húss, frárennslis-, vatns- og raflagna, loftræstingar, hitakerfis, fastra innréttinga og færibanda, undirstaða véla, véla og vélbúnaðar, ffágangs á umhverfí, teikninga og eftirlits. Lánshlutfall er allt að 50% af matsverði lánshæffa framkvæmda, lánstími allt að 20 ár. Vextir 7,25% eða effir ákvörðun sjóðsstjómar hverju sinni. Annað Sala greiðslumarks Áður en greiðslumark er selt eða flutt af jörð verður að afla skriflegrar heimildar Lánasjóðsins, sbr. reglugerð nr. 363/1996 og lög um samningsveð, hvíli lán ffá sjóðnum á viðkomandi jörð. Sjóðurinn setur sem skilyrði fyrir samþykki sínu að öll lán séu í skilum eða tryggt að við söluna verði þeim komið í fúll skil. Ennffemur er veðmat jarðarinnar endurmetið og áhvílandi lán hjá sjóðnum og á veðréttum á undan, verða að rúmast innan 65% af nýju mati jarðarinnar. Um heimild til sölu greiðslumarks verður að sækja skriflega og beiðni þarf að fylgja veðbókarvottorð. Lán flutt milli jarða Lánasjóðurinn hefur heimilað að lán séu flutt með greiðslumarki milli jarða. Skilyrði fyrir því að slíkt sé heimilað er að öll lán hjá sjóðnum á báðum jörðum séu í skilum og að fúllnægjandi veð sé í þeirri jörð sem greiðslumarkið er flutt á. Við slíka flutninga eru vextir á niðurgreiddum lánum hækkaðir í 6,35% og lánstími styttur í 12 ár eftir því sem við á. Skriflegri beiðni um lánaflutning þarf að fylgja veðbókarvottorð þeirrar jarðar sem Ián flyst á. Veðbandslausnir Lánasjóðurinn getur heimilað veðbandslausn á jörðum eða jarðahlutum. Sjóðurinn setur sem skilyrði fyrir samþykki sínu að öll lán séu í skilum. Lóðir undir íbúðarhús jarðar og öll aðal útihús eru að jafhaði ekki leystar úr veðböndum, en ef um er að ræða lóð undir nýtt íbúðarhús eða ef á jörðinni eru tvö íbúðarhús, getur komið til greina að leysa þessar eignir úr veðböndum. Við veðbandslausn er veðmat jarðarinnar endurmetið og áhvílandi lán hjá sjóðnum og á veðréttum á undan verða að rúmast innan 65% af nýju mati jarðarinnar. Um veðbandslausn verður að sækja skriflega og beiðni þarf að fylgja veðbókarvottorð og uppdráttur eða nákvæm lýsing á þeirri eign sem leysa á úr veðböndum. Yfirlit yfir helstu lánaflokka og lánskjör Öll lán eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. Lántökukostnaður er samtals 2,5% (stimpilgjald 1,5% og lántökukostnaður 1,0%) Gjalddagar eru 4 á ári nema óskað sé eftir færri gjalddögum. Lánaflokkur Lánað Vextir Veð Láns- Láns- Afb. vegna tími hlutfall frestur Jarðakaupalán Jarðakaup 4,00% Ijörð 40 ár 65% Já Jarðakaupalán Jarðakaup 7,25% í jörð 25 ár 65% Já Bústofnsk.lán Bústofnskaup 5,00% í jörð 10 ár Sjá lánareglur Nei Vélakaupalán Skráðar vélar 7,25% I jörð 10 ár 65% Nei Vélakaupalán Óskráðar vélar 7,25% I jörð 10 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjós 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjós 4,00%-7,25% í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjárhús 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjárhús 4,00%-7,25% Ijörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Svínahús 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í svínahús 4,00%-7,25% I jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Alifuglahús 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í alif.hús 4,00%-7,25% I jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hesthús 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Reiðskemmur 7,25% I jörð 25 ár 65% Nei Framkvæmdalán Gróðurhús 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í gróðurhús 4,00%-7,25% I jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Garðáv.geymslur 4,00%-7,25% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í garðáv.g. 4,00%-7,25% I jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loödýrahús 4,00%-7,25% Ijörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í loðd.hús 4,00%-7,25% I jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loðdýrabúr 4,00%-7,25% Ijörð 12 ár 50% Nei Framkvæmdalán Hlöður 4,00%-7,25% I jörð 25-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í hlöður 4,00%-7,25% I jörð 12 ár 50% Nei Skuldbr.lán Endurfjármögnun 7,40% I jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Skuldbr.lán Sk.br. höfuðstóls 7,80% I jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei önnur lán Leitarmannahús og fjárréttir 7,25% Sv.sj. 15-20 ár 65% Nei önnur lán Veiðihús 7,25% Fasteign 15-20 ár 65% Nei önnur lán Veituframkvæmdir 7,25% Ijörð 20 ár 50% Nei önnur lán Rafstöðvar 7,25% I jörð 40 ár 50% Nei Afurðastöðvar Afurðastöðvar 7,25% Fasteign 20 ár 65% Nei Lánstími framkvæmdalána er almennt 30 ár vegna nýbygginga, 25 ár vegna við- bygginga og 20 ár vegna endurbóta. Nánari upplýsingar er að finna í lánareglunum á heimasíðu Lánasjóðsins www.llb.is. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu sjóðsins, Austurvegi 10, Selfossi, sími 480 6000, fax 480 6001, netfang llb@llb.is A M

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.