Bændablaðið - 14.01.2003, Page 16

Bændablaðið - 14.01.2003, Page 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. janúar 2003 & HjðlbarOar geta verið bætbilegir Á síðasta ári varð alvarlegt vinnuslys þegar bóndi var að setja hjólbarða á felgu á heyhleðsluvagn inni í stórri skemmu. Að því loknu hóf bóndinn að dæla lofti í hann. Skyndilega sprakk hjólbarðinn. Var krafturinn svo mikill að hjólbarðinn þeyttist á bóndann og síðan upp í rjáfur skemmunnar. Nú kann margur að spyrja: Hvers vegna sprakk hjólbarðinn? Rannsókn Vinnueftirlitsins á slysinu leiddi í ljós að hjólbarðinn var of lítill fyrir þessa felgu. Afleiðingin varð sú að þegar hjólbarðinn var þvingaður upp á felguna veiktust víramir í kanti hans og hann gaf sig þegar dælt var í hann með yfirþrýstingi. Meiri loftþrýsting en ella þarf til að koma of litlum hjólbarða upp að felgukantinum. Þá hefur fólk einmitt tilhneigingu til að halda áfram að dæla lofti í hjólbarðann og hættan er sú að þrýstingurinn verði of mikill og hjólbarðinn springi. Enn meiri hætta er fyrir hendi þegar hjólbarðinn er orðinn gamall og slitinn. Það skiptir því höfúðmáli að þess sé gætt að nota alltaf felgur sem eru gerðar fyrir viðkomandi stærð af hjólbarða og að sjálfsögðu öfúgt. Á bæði felgum og hjólbörðum er tilgreint um hvaða stærð er að ræða. Þessar stærðir þurfa að eiga saman. Því miður er þetta slys ekkert einsdæmi. Nokkur sambærileg slys hafa orðið og legið við slysum á undanfomum árum, oft af sömu ástæðu og hér er greint frá, þ.e.a.s. felgan er of stór fyrir hjólbarðann. Þetta er ekki eina slysahættan í sambandi við hjólbarða og felgur. Alvarleg slys og dauðaslys hafa orðið við meðferð hjólbarða þar sem felgur hafa brostið, t.d. vegna slits eða efhisþreytu, láshringir hafa þeyst af felgunum og hjólbarðar sprungið af öðrum orsökum en yfirþrýstingi. Nauðsynlegt er að eftirfarandi öryggisleiðbein- ingar séu í heiðri hafðar þegar unnið er við hjólbarða og felgur: Öllum vélum sem bændur kaupa eiga að fylgja notkunarleiðbeiningar. Þar má að jafnaði fmna öryggisleiðbeiningar um hvemig standa skuli að verki við að skipta um hjólbarða. Loftfylltur hjólbarði er eins og hvert annað þrýsti- hylki sem getur sprungið undir vissum kringum- stæðum. Við það leysast úr læðingi miklir kraftar og þrýstibylgja, hlutar úr hjólbarða og felgu eða Dæmi um grindar- pall fyrir hjól láshringur geta valdið alvarlegum slysum á þeim sem em þar nærri, eins og reynslan hefúr sýnt. Það er því grundvallaratriði að staðið sé rétt að verki þegar unnið er við felgur og hjólbarða. Ólafur Hauksson, aðstoðardeildarstjóri íþróunar- og eftirlitsdeild Vinnueftirlitsins Þess sé gætt að hjólbarði og felga eigi saman. Um stærð á hjólbarða má lesa á hlið hans en stærðarnúmer á felgu er oftast sett innan á felguna (á bakhlið hennar). Ef einhver vafi kemur upp er nauðsynlegt að leita til sérfróðra manna. •Hreinsa þarf og yfirfara felgurnar vandlega, jafnt innan sem utan, og alla hluti þeim tengda til að ganga úr skugga um að allt sé heilt og óskemmt. Oft hefur uppgötvast tæring, sprungumyndun eða önnur skemmd í felgum við slíka skoðun. •Ekki má breyta felgum eða gera við þær, t.d. sjóða i sprungur, nema samkvæmt Ieiðbeiningum framleiðenda og í samráði við sérfróða aðila. •Á sama hátt þarf að yfirfara hjól- barðana. Hjólbarða, sem eru sjáanlega skemmdir eða ef vafi leikur á um ástand þeirra, þarf að taka úr umferð og meta ástand þeirra frekar af mönnum sem hafa faglega þekkingu til þess. •Sérstaklcga þarf að huga að ástandi eldri hjólbarða sem hafa verið sólaðir. Dæmi er um slys þegar slíkur hjólbarði sprakk og rifnaði upp á hliðinni vegna efnisþreytu. •Gott er að smyrja sérstöku smurefni á kantfleti hjólbarða og felgu til að tryggja þéttleika og að hlutirnir falli í réttar skorður. •Við loftdælinguna skal gengið frá hjólum á tryggan hátt þannig að komið verði í veg fyrir að hjólbarðar eða felguhlutar þeytist út í umhverfið, sjá mynd af stálgrindarbúrum. •Þar sem búri verður ekki við komið, t.d þar sem loftdæling fer fram utanhúss, er heppileg lausn að láta hjólið hvíla á sérstökum grindarpalli, minnst 40 cm háum, sem dregur úr virkni höggbylgjunnar ef hjólbarði springur. Jafnframt þarf viðkomandi að skýla sér á tryggan hátt, s já mynd. Heysýni sumarsins: Qnkugildi hefur sjaldan verið betra Runólfur Sigursveinsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, segir að niður- stöður úr þeim u.þ.b. 900 hey- sýnum (hirðingarsýnum) sem borist hafa frá liðnu sumri á Suðurlandi séu mjög góð. Mikill meirihluti sýnanna er úr fyrsta slætti og meirihlutinn tekinn í júní. „Sýnin eru ívið betri en undanfarin ár og þá sérstaklega úr fyrri slætti. Það er meiri breytileiki í sýnum úr seinni slætti og þar spilar veðráttan inn í. Það rigndi mikið í ágúst eins og menn muna og það varð til þess að menn náðu ekki að slá á besta tíma. Aftur á móti var góð sprettu- og heyskapartíð fyrri hluta sumarsins og menn náðu mjög góðum heyjum upp úr miðjum júní. Og það sem er athyglisvert miðað við fyrri ár er að heyin eru ekki einungis rík í orku og próteinum, heldur líka stein- efnum.. Fyrri sláttur hefur því sjaldan eða aldrei verið jafn góður og í ár,“ sagði Runólfur. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir að heysýni úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum komi vel út, sérstak- lega fyrrisláttarsýni. Hann segir útkomuna töluvert betri en á síðustu árum enda hafi sprettutíð verið afar hagstæð síðast- liðið sumar. Úrkoma var óvenju mikil í maí og júní sem gerði að blaðvöxtur grasa varð tiltölulega mikill en stöngulvöxtur minni. „Það munar töluverðu á fóðurgildinu, próteinið er mun meira og flest steinefnin einnig“ sagði Guðmundur. Hann segir að þessi miklu gæði heyja spari bændum kjam- fóðurgjöf og að þeir fái meiri afurðir eftir kýrnar enda sé heyið undirstaðan hvað það varðar. Árshátíð sauðfjárbænda á Hótel Sögu 1. mars Ákveðið hefur verið að halda árshátíð sauðfjárbænda og er búið að panta Sunnusal á Hótel Sögu laugardaginn 1. mars nk. kl. 19.00. Þar verður boðið upp á þrírétta veislumáltíð og heimatilbúin skemmtiatriði frá öllum landshornum. Aðgangseyrir er kr. 4.600,- á mann og er þá innifalinn fordrykkur og þríréttuð máltíð auk skemmtiatriða og hljómsveitar sem spilar undir dansi. Til þess að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir með veisluhöld ofl. þarf að liggja fyrir fjöldi þeirra sem ætla að mæta. Þeir sem ætla að koma eru vinsamlegast beðnir um að hringja í skiptiborð Bændasamtaka (slands í síma 563-0300 og skrá sig þar fyrir 5. febrúar nk. Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður, svo það er um að gera að panta strax. Með árshátíðarkveðjum ÁRSHÁ TÍÐARNEFND Bandaríkjamenn þykja tala tungum tveimur þegar kemur aO stuðningi við landbúnað Nýlega hittust leiðtogar bænda frá ESB löndum og Norður- Ameríku (Kanada, Banda- ríkjunum, Mexíkó) til að bera saman bækur sínar. Sam- eiginlegt áhugamál þessara aðila er vitaskuld að finna leiðir til að auka stöðugleika á mörkuðum og samhliða því að tryggja bændum, þ.m.t. í þróunarlöndum, viðunandi afkomu. Fundurinn lýsti áhyggjum af framtíð fjöl- skyldubúsins og vaxandi áhri- fum af fjölþjóðlegum fyrir- tækjum í markaðssetningu sem láti hagsmuni frumframleið- enda sig litlu varða. Eina svar framleiðenda við þessu er að vinna saman á vettvangi sam- vinnufélaga. Þýðing þeirra við að byggja upp tengsl við neyt- endur sem og að bæta kjör bænda var undirstrikuð á fundinum. Þetta krefst þó nýrrar hugsunar við fjárfest- ingar í samvinnufyrirtækjum og kallar á áhættufjármagn í reksturinn. Stór hluti fúndarins fór í að skipast á skoðunum um stuðning við ffamieiðendur og hvoru megin Atlantshafs hann væri meiri. Engin niðurstaða fékkst önnur en sú að hægt væri að sýna fram á flest það sem menn vildu með tölffæðiupplýsingum. Mikill munur er á þeim þrem löndum N-Ameríku sem tóku þátt í þinginu. Mexíkó er til- tölulega fátækt land og mikill skortur er á fjármagni til að tæknivæða landbúnað. Fulltrúar kanadískra ffamleiðenda vildu aðskilja sig Caims hópnum og sóttu eftir stuðningi við sín sjón- armið hjá evrópskum bændum. (þetta er sjónarmið er ríkjandi hjá framleiðendum sem framleiða einkum fyrir innanlandsmarkað s.s. mjólk, egg og alifúglakjöt). Þeir tala um „sanngjama við- skiptahætti“ (fair trade) í stað „ffjálsra viðskipta (ffee trade). Bandaríkjamenn þykja hins veg- ar tvöfaldir í roðinu (a.m.k. að mati ESB manna) með miklar kröfúr um rýmkaðar reglur um alþjóðaviðskipti með búvörur á vettvangi WTO, en á hinn bóginn með aukinn stuðning til ffam- leiðenda innanlands.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.