Bændablaðið - 14.01.2003, Síða 23
Þríðjudagur 14. janúar 2003
BÆNDABLAÐIÐ
23
Þoplinnur Guflnason vinnur að nýrri náflúrulífsmynd
Eitt ár í líli folalds
A síðasta ári hófust tökur á nýrri
heimildar- og náttúrulífsmynd
sem áformað er að verði tilbúin
til sýninga á þessu ári. Vinnu-
heiti myndarinnar er Hesta-
mvndin og mun hún taka tæpa
klukkustund í sýningu. Fram-
Ieiðendur hennar eru Guð-
mundur Lýðsson og Jón Proppé
sem er handritshöfundur, en
leikstjóri er Þorfinnur Guðna-
son. Þeir Jón og Þorfinnur hafa
unnið talsvert saman á undan-
fornum árum og gerðu m.a. fyrir
nokkrum árum mynd um
íslcnsku hagamúsina sem sýnd
var í sjónvarpinu og vakti mikla
athygli og hefur nú verið sýnd í
um eitthundrað löndum Einnig
hefur Þorfinnur gert náttúru-
lífsmyndina Húsey og síðast
myndina um Lalla Johns sem
fékk m.a. tvenn Edduverðlaun á
sínum tíma, en báðar fengu
þessar myndir menningarverð-
laun DV.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstök veðurblíða hefur ríkt að
undanförnu og nánast snjólaust um allt land. Skagfirsk hross, rétt eins
og aðrar skepnur á landi hér, hafa kunnaö að meta góða veörið. Myndin
var tekin fyrir tæpum tveimur vikum. Basndablaðið/Örn
Til framleiðenda
mjólkur og kindakjöts
Um nokkurt skeið hafa ýmsir aðilar beðið um lista með
nöfnum búvöruframleiðenda. Frá og með 1. febrúar 2003
áforma Bændasamtök islands að verða við slíkum óskum,
enda sé um að ræða aðila sem telja sig þurfa að ná til
bænda s.s. vegna markaðsstarfsemi. Á fyrirhuguðum
nafnaskrám verða nöfn þeirra sem framleiða mjólk og/eða
kindakjöt.
Þeir sem ekki vilja vera á slíkum lista geta komið
upplýsingum þar að lútandi (nafn og kennitala) til félagssviðs
Bændasamtaka íslands, netfang eb@bondi.is
BÆNDUR!
Eigum kjötsagir og hakkavélar á lager.
Alflex og Dalton sauðfjármerki.
NORDPOST / SKJALDA POSTVERSLUN
Amarberg ehf
OPIÐ 09:00 - 17:00
sími 555 - 4631 & 568 - 1515
Dugguvogi 6-104 Reykjavík
í nýju myndinni segir ffá fyrsta
árinu í lífi folalds í stóði í íslenskri
náttúru. Markmið myndarinnar er
að sýna hinn stórbrotna íslenska
hest og jafnffamt að ffæða áhorf-
endur um hegðun og eðli hjarð-
dýra. Fylgst er með því hvemig
folöldin læra smátt og smátt á
stóðið og hver staða þeirra er í
virðingarstiganum.
Myndin er byggð upp sem
dramatísk ffásögn þar sem hestar
eru aðalpersónur. Áherslan er á
merina Kolku og folaldið hennar.
Með augum þeirra er fylgst með
lífsbaráttu hestanna jafht í byggð
sem óbyggðum sumar og vetur.
Þetta fyrsta ár í lífi folaldsins er
viðburðaríkt því að móðir þess
strýkur með það til fjalla ásamt
annarri nýkastaðri hryssu og
einum stóðhesti. Hrossin fara víða
um fjöll og óbyggðir þetta sumar
og lenda í ýmsum hættum. Eftir
erfiðan vetur þar sem stóðið sem
hryssan er í gengur sjálfala í eyði-
byggð kemur aftur vor og ný
folöld fæðast. Folaldið er nú orðið
veturgamalt og er hærra sett í
virðingarstiganum en áður. Þegar
sumarið tekur völdin fara öræfin
að ffeista á ný og stóðið heldur til
fjalla á vit nýrra ævintýra.
Þó svo að Kolka og folaldið
hennar séu í aðalhlutverkum fær
hin stórbrotna og ægifagra íslenska
náttúra að njóta sín í myndinni.
Hluti myndarinnar er tekinn á
hálendinu en að öðru leyti voru
upptökur að stærstum hluta á
þremur stöðum á landinu þ.e. í
Biskupstungum, við Héraðsflóa og
í Skagafirði.
Áætlað er að tökum ljúki í
júlímánuði og myndin verði afhent
í nóvember. Að sögn framleiðenda
er kostnaður við gerð myndarinnar
áætlaður 27 milljónir. Helstu
styrktaraðilar eru Kvikmynda-
sjóður íslands, Framleiðnisjóður
landbúnaðarins og landbúnaðar-
ráðuneytið. Þrátt fyrir góðar
undirtektir þessara aðila nægir það
ekki til að fjármagna gerð
myndarinnar en á svokölluðum
kynningarmessum í Finnlandi og í
Hollandi fyrir skömmu þar sem
ffamleiðendur sýndu kafla úr
myndinni var henni afar vel tekið
og tókst að selja hana fyrirffam til
um 12 sjónvarpsstöðva, m.a. á
öllum Norðurlöndunum. Þar nutu
þeir félagar vel þeirra ffábæru
undirtekta sem músamyndin fékk
erlendis á sínum tíma. Það er
Hilmar Öm Hilmarsson sem semur
tónlist við myndina. /ÖÞ.
Úisvarsprósentur
sveitarfélaga
Nú liggja fyrir útsvarspró-
sentur sveitarfélaga fyrir tekju-
árið 2003. Meðalútsvar hækkar
úr 12,79% í 12,80%. Af 105
sveitarfélögum fullnýta 64 sveit-
arfélög hámarksheimild
(13,03%) til innheimtu útsvars,
en fjögur sveitarfélög nýta sér
lágmarksheimild (11,24%) til
innheimtu.
Fábu
þér sæti
Fyrir flestar
dráttavélar
kr. 12.960 m/vsk
loulsen
Skeifan 2 • 108 Reykjavík
S. 530 5900 • Fax 530 5911
www.poulsen.is
28. janúar
Næsta Bændabiað