Skátaforinginn - 01.02.1991, Blaðsíða 11

Skátaforinginn - 01.02.1991, Blaðsíða 11
FRÁ STARFSRÁÐI: Allir út í náttúruna! Eins og allir vita er þema þessa starfsárs „Út í náttúr- una”. Af því tilefni gaf BÍS út nú í haust sérstakt hugmynda- safn meö fjölmörgum góðum hugmyndum fyrir sveitir, deildir og félög. Mörg félög hafa þegar tekið bókina í notkun og nýtt hugmyndir úr henni í starfið. Ef einhverjir foringjar hafa ekki séð þessa bók og vilja eignast hana er einfaldast að hafa samband við skrifstofú BÍS eða Skátabúðina. Gaman væri að fá frásagnir frá þeim félögum sem hafa notað einhverjar hugmyndanna nú þegar í starfinu og ekki myndi saka ef myndir fylgdu með. Skátabúöin í nýjum búningi: Gjörbreytt Skátabúð arinnar Þeir sem verslað hafa f Skáta- búðinni í gegnum tíðina kann- ast eflaust við það að þrengsli voru mikil sérstaklega á mikl- um annatímum. Úrþessuhef- ur nú verið bætt því búðin hefúr verið stækkuö til muna. BflageymsLa Hjálparsveitar skáta f Reykjavík hefúr verið minnkuð og verslunarhús- næðið aukiö sem því munar. Einnig hefúr verið gerð alls- herjar andUtsLyfdng á innrétt- ingum og öUum innanstokks- munum búðarinnar. Það verður að segjast eins og er að vel hefúr teldst dl því búöin er nú í senn nýtfskuleg en heldur þó ákveðnum „fjallakofa- sjarma". Við skorum á alla skáta sem tök hafa á að Uta við í Skátabúðinni og Líta á breyt- ingamar. Skátamót að Úlfljótsvatni sumarið 1991 Útfljótsvatnsráð auglýsir eftir skátum (einstaklingum, hópum) til aö standa fyrir skátamóti að Úlfljótsvatni næsta sumar. Tillögur um fólk, hópa og/eða hugmyndir skulu berast Úlfljótsvatnsráði skriflega fyrir 1. mars 1991. ÚlfljótsvatnsráO Jamboree 1991: Undirbúningur í fullum gangi Enn er möguleiki að komast með Undirbúningur íslenskra skáta fyrir ferð á Alheimsmótíð í Kór- eu á næsta sumri er nú að kom- ast á skrið. Þrettán skátar á aldrinum 14 - 18 ára hafa tíL- kynnt þátttöku, auk þeirra fara tveir fararstjórar og tveir sveit- arforingjar. Skátamir sem fara koma af svæðinu frá Borgar- nesi suð-vestur um til Vest- mannaeyja. Þar sem enn er möguleiki að komast með f ferðina viljum við hvetja alla skáta tíl að skoöa nú hug sinn vandlega, hvort ekki sé ýmis- Legt tíl þess vinnandi að skella sér með. Hafið samband við okkur sem fyrst og fáið allar upplýsingar. Kóreufarar. Skátaforitiginti -11

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.