Skátaforinginn - 01.02.1991, Blaðsíða 19

Skátaforinginn - 01.02.1991, Blaðsíða 19
breyta stöðunni. Við verðum að hafa í huga að félögin verða að byggja á vel þjálfuðu foringjaliði og því verður námskeiðsáætlun foringjaþjálfunarráðs viðkomandi skátasam- bands ætíð að vera fyrir hendi með góðum fyrirvara svo að félögin ged haft þau til hlið- sjónar við gerð sinna áætlana. Þannig má tryggja að starf sltipulagt af félaginu verði ekld þröskuldur fyrir foringjann sem vill sækja námskeið og öfugt. Mörg félög vilja sem dæmi geta sent alla flokksforingjana sína á námskeið f upphafi starfsárstimabils, t.d. að hausti eða um áramót. Því væri það gott að félagsstjómin gæti gengið að því sem vísu að slík námskeið séu aUtaf í boði á þessum tíma. Eins þarf að tryggja að námskeið sem hafa verið auglýst falU ekld niður og gripið verði til sUkra ráðstafana sem algert neyðarúrræði. Ef námskeið feUur niður er það oftast orsök þess að undirbúningi námskeiðsáætlunar er ábótavant. Hitt er svo auðvitað stundum tilfeUið að vegna t.d. veðurs eða ófærðar verður stundum að feUa niður námskeiö. Æsldlegt er að þátttakendur séu látnir greiða tryggingargjald með eins til tveggja vikna fyrirvara. Þannig er hægt að komast hjá því að menn hætti við á sfðustu stundu eða að fjárhagslegum grundvelU námskeiðsins sé stefnt í voða með forföUum einhverra þátt- takenda. Sé það mögulegt er æsldlegt að stjómendur hafa varaáætlun í pokahorninu og geti án rníldls fyrirvara hagrætt málum þannig að hægt sé að breyta staðsetningu námskeiðs. Það er nefnilega tilfeUið að oft eru námskeið feUd niður vegna þess að þátttaka er lítil og kostnaður við ferðir, skáiagjöid og uppihaLd Leiðbeinenda er of mildU fyrir svo fáa þátttak- endur. Þá væri hægt að hugsa sér að breyta með litlum fyrirvara staðsetningunni og námskeiðið yrði haldið t.d. í skátaheimiUnu. Það er einungis til að aLa á vantrú og vantrausti að félla niður námskeið. Sá skáti sem Lendir í því einu sinni eða tvisvar (og það eru örugglega margir sem hafa þannig sögu að segja) hugsar sig vel um áður en að hann skráir sig næst og tekur þannig frá helgi af sínum fritima. Þátttökugjöld Hver nýtur góðs af foringjaþjálfuninni? Það er auðvitað fyrst og fremst skátafélagið sem nýtur góðs af starfskröftum vel þjálfaðs skátaforingja. Því er það grundvaUarskilyrði að félögin standi straum af kostnaði við sem mestan hluta foringjaþjáLfunarinnar. Þetta er sem betur fer víða gert. Við verðum að átta okkur á því að við gerum miklar kröfur tiL okkar foringja og þeir leggja jafnan mikið á sig. Það er því að mínu áUti ekki á þá bætandi að þurfa að standa sjálfir straum af kostnaði við sína þjálfún, sem félagið nýtur sfðan svo sannariega góðs af. Það er líka mín reynsla að það gerir Leiðbeinendum mun auöveldara um vik ef þátttakendur eru komnir á námskeið á þessum forsendum þ.e. sendir frá sínu félagi þeim að kostnaðar- lausu. Viðhorf þessara skáta er aUt annað, þeir eru vinnufúsari, Leggja jafnan meira á sig og eru reiðubúnir til þess að innbyröa það sem fyrir þá er Lagt. Hinn hópurinn aftur á móti er eldd eins móttækilegur og meira kominn tiL þess að sýna sig og sjá aðra. Heiidaráæklun Eittafþvíseméghefekkiorðiðvarvið, þessi ár sem ég hef tengst foringjaþjálfun, er heild- aráætiun í einhverri mynd. Án slíkrar áætl- unar náum við ekld nema hluta af árangri í þjálfuninni sem annars væri hægtað ná. SUk áætiun gæti t.d. haft það að markmiði að styrkja skátafélögin til að annast að einhverju Leyti eigin foringjaþjálfún og gera skátasam- böndin í stakk búin til að annast þau nám- skeið sem þeim er ætlað skv. Lögum. Stefna mætti að því að fyrir hverri skátasveit sé sveitarforingi sem loldð hafi GilweU-þjálfun, í hverri deiLd séu 4 sem loldð hafi Leið-I og í hverju félagi séu 2 sem lokið hafi Leið-II og að á hverju skátasambandssvæði séu a.m.k. 2 skátar sem lokið hafi alþjóðlegri leiðbein- endaþjálfun. Leiðbeinendaklúbburinn Að mfnu mati er nauðsynlegt að starfrækja Leiðbeinendaldúbb. SUkur Idúbbur myndi STAÐAN I DAG Önnum kafið ráð DagskrármáUn eru í höndum starfsráðs. Eft- ir að ný skátadagskrá var tekin í notkun fyrir nokkrum árum kom í Ljós að ýmislegt mátti betur fara. Það hefur því verið rauði þráð- urinn f starfi ráösins að Iagfæra þá hnökra sem komið hafa í Ljós. Af þessum sökum hefur ráðið ekld náð að sinna sem skyLdi öðrum störíúm. Sem dæmi má nefna að á Skátaþingi var nokkrum málum vfsað til ráðsins til úrvinnsLu. Enn hefúr eldd tekist að sinna málum eins og fíkniefnavömum, tengsl við eldri skáta og máLefnum fatlaðra. Ég ætla eldd að tiunda frekar það sem starfs- ráð hefúr ekld gert. Ég hefsjálfur setið fundi ráðsins undanfarin ár og veit þess vegna að ráðið hefur ekki setið auðum höndum - síð- ur en svo. Aftur á móti má um margt bæta vinnubrögð ráðsins og sldLvirkni þess. NÆSTU SKREF Ný skátadagskrá Ráðið þarf nú þegar að sldpa nefnd í það að undirbúa nýja skátadagskrá. Það er okkur Lífsnauðsynlegt að gera reglulega andlitsLyft- ingu á dagskránni ef verkefnin og umgjörðin á að höfða tiL bama og unglinga á hverjum tima. f fróölegu hefti sem alheimsskrifstofan hefúrgefið útog nefnist „Towards a Strategy in Scouting" kemur ffam að veikleikar f dag- skrá sé ein megin hindrunin í vexti og út- breiðslu hreyfingarinnar. Ef við stöldmm aðeins við og veltum fyrir okkur hvað þetta orð, Skátadagskrá, stendur í raun fyrir kom- gefa fyrirliðum foringjaþjálfúnar tældfæri til að hafa á skrá þá skáta sem hefðu réttindi og áhuga á að taka að sér leiðbeinendastörf. Félagsmenn væm hvattir til frekari afreka á sviði ieiðbeinendastarfa og gefinn kostur á að fyigjast með nýjungum í kennsluaðferð- um og kennslutækni. Aörar lelðir f þjálfun f dag er þjálfúnaríbrmið byggt nær eingöngu á heLgamámskeiðum. Sumir vilja meina að þetta fyrirkomulag sé gengið sér til húðar - aðrir telja að þetta sé eina leiðin. Þessu máli verðum við sífelit að velta fyrir okkur og skoða hvort aðrar leiðir séu færar. Bréfa- skóli, kvöldnámskeið og námstefnur gætu verið leiðir sem f sumum tilfellum hentuðu bctur en helgamámskeiðin. umst við að því að hér er um að ræða Lífæð skátunar. Skátadagskráin er samnefnari þriggja megin þátta: • þess sem það hvað skátar gera (verkefn- in), • hvemig þeir gera það (skátaaðferöin) • og af hverju þeir gera það (tilgangur- inn). Skátadagskráin nær yfir allt skátaferlið, allt frá því að sá yngsti gengur til Liðs við hreyf- inguna þar til sá elsti hveríúr á braut. Dag- skráin á að vera framsældð ferli menntunar og sjálfsþroska. V«rk«fnin Skátadagskráin inniheLdur aliar þær athafnir sem skátar taka þátt f; Útilegur, skátamót, þjónustu við bæjarfélagið, starfsverkefni, gmnnnám, leiki, fúndi o.s.ffv. ÖLL þessi at- riði verða þó að hafa eitt sameiginlegt; þau verða að virka aðlaðandi og hvetjandi á skát- ana. Skétaaðferðin Það er aðeins hægt að nota eina aðferð við að starfa í skátadagskránni, skátaaðferðina - þetta er grundvallaratriði. Skátaaðfcrðin felst f þvf að þroska einstaklinginn. Þær Leið- ir sem við notum til þess eru: • Skátalögin og skátaheitið. • Að öðlast þekkingu með því að reyna hluti. • Hópvinna til að þroska tillitsemi, sam- staríshæfileika, ábyrgð og stjómunar- hæfileika. „Það erþví að mínu áliti ekki á þá bœtandi að þurfa að standa sjálfir straum afkostnaði við sína þjálfun, sem félagið nýtur sið- an svo sannarlega góðs af’. Dagskrármálin 19 - Skátaforingintt t

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.