Bændablaðið - 01.08.1994, Side 4
VÖKVASTJÓRNLOKAR
fyrir allar
gerðir dráttarvéla!
LAAfDVELARHF
SMIÐJUVEGI66, KÓPAVOGI. SÍMI: 76600
1941 1991
Rafvélaverkstæði og verslun
Fljót og góð þjónusta
nn?a
101 Reykjavík Eyjasióð 7
Símar: 91-15460 og 91-19477
Myndsendir: 91-26282
CLAAS RÚLLUBINDIVÉLAEIGENDUR
Eigum til á lager flestar gerðir af rúlluvölsum
í CLAAS rúllubindivélar.
Vélsmiðja Jóns Bergssonar hf.
Borgartúni 27.
Sími 91-22120 — Eftir kl. 17 91- 42781 og 91-44813.
Gömul skotvopn óskast
Vil kaupa gömul vopn, t.d. eins og
það sem myndin sýnir. Allt kemur til
greina. Þurfa ekki að vera í lagi.
Skráðar eða ekki.
Trúnaði heitið.
Byssusmiðja Agnars
Kársnesbraut 100 — 200 Kópavogur
Simi 91-4 32 40
Bændur athugið!
Veitum alhliða þjónustu á rafhreyflum, rafölum og öðrum raftækjum til sveita.
Eigum ávallt fyrirliggjandi allan búnað til raflagna, m.a. mikið úrval af lömpum til
notkunar innan- og utanhúss.
Sækjum og sendum til vöruflutningastöðva í Reykjavík.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
r
Istex:
Meiri sala, betri nýting
og sauðalitirnir í tísku
GÚMMÍVINNUSTOFAN
RÉTTARHÁLSI2-SÍMI 91-875588 FAX91 -875585
SKIPHOLTI 35-SlMI 91-31055
Afkoma ullarvinnslunnar virð-
ist á uppleið. Hjá ístex liggja
endanlegar tölur fyrir fyrri
hluta ársins ekki enn fyrir en
framkvæmdastjórinn segist
hafa á tilfinningunni að þær
verði ofan við núllið. Salan
hefur farið vaxandi á þessu ári
og stefnir í 10-15% aukningu
frá því í fyrra. Þá virðast
íslensku sauðalitirnir vcra að
komast í tísku aftur því ístex vill
nú fá til sín alla hreina, mislita
ull og fyrirtækið sjálft er farið
að greiða sama verð fyrir mis-
lita ull og hvíta. Niðurgreiðslur
eru hins vegar enn mun hærri á
hvíta ull.
Að undanfomu hafa staðið yfir
viðræður milli þýsku hluthafanna
sem eiga 20% í fyrirtækinu og
dansks fyrirtækis sem sýnt hefur
því áhuga að kaupa hlut Þjóð-
veijanna. Ef af kaupunum verður
munu Danimir hafa áhuga fyrir
að gera viðskiptasamning við
ístex til langs tíma. Raunar er
samstarf Istex og danska fyrir-
tækisins þegar hafið þótt enn hafi
ekki verið gengið frá hlutafjár-
kaupunum. Að sögn Guðjóns
Kristinssonar, framkvæmda-
stjóra Istex, framleiðir ístex gólf-
teppaband sem danska fyrirtækið
tekur síðan til eftirmeðferðar. I
eftirmeðferðinni er bandið með-
höndlað við mjög hátt hitastig og
verður áferðarfallegra auk þess
sem snúningur bandsins heldur
sér betur og lómyndun verður
minni. Guðjón Kristinsson sagði í
samtali við Bændablaðið að
tækjabúnaður til þessarar með-
höndlunar væri allt of dýr til þess
að það borgaði sig fyrir ístex að
koma sér honum upp, sérstaklega
ef tekið væri tillit til þess hve
markaðurinn væri ótryggur. „En
með þessari viðskiptasamvinnu
við Danina skapast okkur bæði
markaður fyrir lakari ullina og
auk þess atvinnahérheimaviðað
forvinna þetta band.”
Talsverð söluaukning hefur
orðið hjá ístex það sem af er árinu
og segir Guðjón Kristinsson að nú
stefni í að salan verði á bilinu 10-
15% meiri í ár en í fyrra. „Eg get
nefnt sem dæmi að rétt núna var
að berast nokkuð stór pöntun frá
Ameríku sem við áttum ekki von
á vegna þess að við vorum nýbúin
að afgreiða þangað allstóra send-
ingu. Umboðsmaðurinn þar á von
á 40% söluaukningu á Banda-
ríkjamarkaði á þessu ári.”
Það er handprjónagamið sem
mest selst og að sögn Guðjóns fer
sala þess vaxandi bæði innan-
lands og utan. Um 60% af hand-
prjónagaminu er flutt út en á inn-
anlandsmarkað fer um 40% og er
það mest svokallaður plötulopi.
Sá lopi sem fluttur er út er meira
unninn.
Guðjón Kristinsson segir upp-
gjör fyrir fyrri hluta þessa árs ekki
liggja fyrir ennþá „en það er mín
tilfinning að afkoman fyrstu sex
mánuðina muni að minnsta kosti
verða ofan við núllið.”
Islensku sauðalitirnir virðast
vera að komast aftur í tísku. ístex
greiðir nú sama verð fyrir
„hreina” mislita ull (ekki flekk-
ótta) og fyrir hvíta ull. Því fer þó
fjarri að bændur fái sama verð
fyrir þessa ull því niðurgreiðslur,
sem eru langstærsti hluti ullar-
verðs til bænda, em miklum mun
hærri fyrir hvíta ull. Guðjón Krist-
insson segir hins vegar að ístex
vilji gjama frá til sín alla hreina
mislita ull sem til fellur í landinu.
Eins og fram kemur annars
staðar í þessu blaði stendur nú til
að breyta niðurgreiðslum eitthvað
að því er mislitu ullina varðar.
Mun nú helst til skoðunar að
hækka niðurgreiðslur á mislita ull
eitthvað en lækka á móti niður-
greiðslur á hvíta þriðja flokks ull.
Guðjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Istex, segir á hinn
bóginn að hlutfall mislitrar ullar
af heildarframleiðslunni sé svo
lágt að niðurgreiðslur á hvítri ull
þyrftu ekki að lækka nema mjög
lítið til að unnt væri að unnt væri
niðurgreiða mislita ull jafnmikið
og hvíta.
u JÖFUR HF
NÝBÝLÁVÉGI 2, KÚPAV0GI. SÍMI (91)42600