Bændablaðið - 01.08.1994, Síða 5
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994.
Sala á kindakjöti hér á
landi hefur dregist
saman um allt að
fjórðung á rúmum
áratug. Heildartekjur
sauðfjárræktarinnar
hafa minnkað um hátt í
helming miðað við
mcðaltal áranna 1985 til
1991. Sjötti hver
sauðfjárbóndi licfur
hætt búskap á sama
tímabili og laun þeirra
sem enn starfa að
sauðfjárrækt hafa
lækkað um það bil 40%.
Eftir smávægilega
söluaukningu kindakjöts
á árinu 1993 stefnir í
minni sölu á þessu ári og
allar líkur eru á að
birgðir af kindakjöti
verði hátt í 1600 tonn nú
í upphafi sláturtíðar.
Engar aðstæður eru því
til að auka
framleiðsluheimildir
sauðfjárafurða og hefur
aðalfundur
Stéttarsambands bænda
þegar lagt til að
greiðslumark
verðlagsársins 1995 til
1996 verði 7.400 tonn.
Halldór Blöndal,
Iandbúnaðarráðherra,
gerði vanda
sauðfjárræktarinnar að
umtalsefni í ræðu á
aðalafundi
Stéttarsambands bænda
og kvað framvindu mála
ekki í samræmi við þær
vonir er menn hafi gert
sér þegar
búvörusamningurinn
var undirritaður og
nægi að nefna
tekjumarkið eins og það
sé skilgreint í
búvörulögum í því
sambandi. Þá kvað
landbúnaðarráðherra
tekjulækkun
sauðljárbænda
ískyggilega.
Bændablaðið fékk
Ilalldór Blöndal til að
ræða þennan erfiða
vanda landbúnaðarins
nú að loknum
aðalfundum
bændasamtakanna.
Eftir Þóro Ingimarsson
FrA MLElfíSl, UK VÖDIN OF
STRÖNG
Nú hefur komið fram gagnýni á
búvörusamninginn varóandi
sauðfjárrœktina þar sem aukinn
vandi hefur safnast fyrir. Geta
stjórnvöld með einhverju móti
brugðist við þessum vanda. Þarj'
að auka uppkaup framleiðslu-
réttar eða er áframhaldandi
flatur niðurskurður ef til vill eina
leiðin til að mœta minnkandi sölu
á kindakjöti og vaxandi birgða-
vanda?
,,Eg tel óhjákvæmilegt að
brugðist verði við þessum vanda.
Mín skoðun er að rýmka verði
beingreiðslukerfið og beita meiri
sveigjanleika hvað neðri mörk
þess varðar. Ég hef beitt mér fyrir
því að fá lagaheimildir til þess.
Stjórn Stéttarsambands bænda
hefur nú fengið heimild aðal-
fundar til samninga við landbún-
aðarráðuneytið um lækkun á
neðri mörkum greiðslumarks
einstakra bænda án skerðingar á
beingreiðslum. Með þessu er
ætlunin að bændum, sem búa á
viðkvæmum gróðursvæðum,
verði heimilað að draga úr
framleiðslu sauðfjárafurða og
auka þátttöku í verkefnum við
gróðurvemd og landgræðslu án
þess að greiðslumark þeirra
skerðist. A hinn bóginn fékk
stjórn Stéttarsambandsins ekki
heimild til að semja um sambæri-
lega rýmkun á greiðslumarki hjá
öðrum bændum; þar á meðal
bændum sem sökum aidurs eða
annarra orsaka búa við skerta
starfsorku en eru nánast til-
neyddir til að halda álram fram-
leiðslu sinni. Ég tel aðgerðir af
þessu tagi; að leyfa bændum með
sérstökum samningum að halda
greiðslumarki sínu en draga
nokkuð úr framleiðslu, vera mjög
jákvæðar og þær mundu hjálpa til
við að leysa þann bráða vanda sem
nú er framundan hvað kindakjöts-
framleiðsluna varðar.”
Leysa verður
ÆRKJÖTSVANDANN
Landbúnaðarráðherra sagði
miklar birgðir af kindakjöti innan
greiðslumarks hafa safnast fyrir.
Þar á meðal verulegt magn af
ærkjöti sem erfitt væri að sjá
hvemig hægt yrði að losna við.
„Þetta getur ekki gengið til ffam-
búðar vegna þess hve mikill
vaxta- og geymslukostnaður
fylgir birgðahaldi af þessu tagi.
Ég mun því taka upp viðræður í
ríkisstjóminni og við bændasam-
tökin um að finna leiðir til að
minnka birgðimar með útflutn-
ingi. Auðvitað með því fororði að
af slíkri birgðasöfiiun verði ekki
aftur. Þetta þýðir útvíkkun á bú-
vömsamningnum en bæði bænd-
ur og ríkisvaldið hafa hag af lausn
þessa vanda og því sjálfsagt að
framkvæma hana."
Yngri bændur stækki en
ELDRI FÁI AÐ DRAGA SAMAN
„En víkjum aftur að greiðslu-
markinu sjálfu. Þegar ég var
ungur var talið eðlilegt að yngri
bændur stækkuðu bú sín en þeir
sem eldri væm drægju saman í
samræmi við minnkandi starfs-
getu. Ég er þeirrar skoðunar að
þetta eigi jafn vel við í dag og fyrir
þremur til fjórum áratugum og
framleiðslukerfið, sem kemur
meðal annars ffam í ákvörðunum
um mörk greiðslumarksins, má
því ekki vera það ósveigjanlegt að
komið sé í veg fyrir slíka þróun.
Ég er sannfærður um að fram-
leiðslukvöðin í beingreiðslukerf-
inu er of ströng. Bændur myndu
ná betri tökum á ffamleiðsluvand-
anum ef þeir hefðu ffjálsari hend-
ur. í dag verða bændur beinlínis
að viðhalda ákveðinni fram-
leiðslu eigi þeir ekki að tapa ffam-
leiðsluréttinum.”
Halldór Blöndal,
LA NDBÚNA DA RRÁDHERRA,
í VlÐTALl VIÐ
Bændablaðið UM
VANDA
SA UÐFJÁRRÆKTARINNAR
Bændureru
ákveðniríað
bjargasér
Endurskodun á tveggja
ÁRA FRESTI
Landbúnaðarráðherra kvað
eðlilegt að hver búvörusamn-
ingur gildi í allt að sex til átta ár.
Nauðsynlegt sé þó að endur-
skoða hann á tveggja ára ffesti eða
svo til þess að endurmeta þau á-
kvæði sem ekki hafi reynst nægi-
lega vel og aðlaga samninginn
breyttum aðstæðum en samtímis
framlengdist samningurinn um
tvö ár. Með því móti myndi skap-
ast meiri sveigjanleiki er geri
bændum auðveldara að skipu-
leggja starfsemi sína og að takast
á við þær fjárhagsskuldbindingar
sem óhjákvæmilega séu samfara
búrekstri eins og öðrum atvinnu-
rekstri.
Afkomumöguleikar niður
FYRIR ÖLL VIÐUNANDI MÖRK
„Til að svara því beint sem þú
lagðir fyrir í upphafi þá tel ég
nauðsynlegt að athuga vel mögu-
leika á að auka uppkaup á fram-
leiðslurétti sauðfjárafurða á nýjan
leik auk þess að leita fleiri ráða til
að auðvelda bændum búskapar-
lok. Hvað áframhaldandi flatan
niðurskurð varðar þá getur hann
ekki gengið lengur. Ef við hugs-
um okkur að einstakir bændur eigi
að geta staðið fjárhagslega undir
sér þá eru afkomumöguleikar
þeirra í mörgum tilvikum komnir
niður fyrir öll viðunandi mörk. Ég
geri mér einnig grein fyrir að vax-
andi fjöldi sauðfjárbænda er
farinn að treysta á aðra tekjuöflun
en af búunt sínum en þar setja bú-
seta og atvinnumöguleikar í
nærliggjandi þéttbýlisstöðum
hverjum og einum bónda ákveðn-
ar skorður. Við núverandi að-
stæður er þó ljóst að verði neðri
mörk greiðslumarksins ekki
rýmkuð, uppkaup ekki aukin á
nýjan leik eða annarra leiða leitað
til að draga úr kindakjötsfram-
leiðslunni í samræmi við sölu-
horfur eins og þær líta út í dag
getur farið svo að ffekari flatur