Bændablaðið - 01.08.1994, Qupperneq 11
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994.
orðrétt í fréttatilkynningu frá
félaginu. í sömu fréttatilkynningu
er raunar líka greint frá aðalfundi
félagsins þar sem samþykkt var
eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Dýralæknafélags
Islands 1994 telur óhjákvæmilegt
annað en að ný lyíjalög frá 7. maí
1994 verði endurskoðuð sem fyrst
með það að markmiði að allir
dýralæknar er starfa að almenn-
um lækningum dýra hafi skýran
rétt til að kaupa lyf í heildsölu og
selja með eðlilegri álagningu til
skjólstæðinga sinna.”
Við fyrstu sýn virðist hér skjóta
nokkuð skökku við. Annars vegar
túlka dýralæknar nýju lögin
jafnvel enn þrengra en ráðuneytið
og stjóm félagsins hvetur félags-
menn sína til að fara eftir lög-
unum (væntanlega í þrengsta
skilningi). Hins vegar lýsir félag-
ið yfir fullri andstöðu við lögin og
vill fá þeim breytt. Þegar nánar er
að gáð er auðvitað augljóst að hin
þrönga túlkun dýralæknafélags-
ins þjónar einmitt þeim tilgangi
að skapa aukinn þrýsting til að fá
lögunum breytt.
Bændablaðinu er ekki kunnugt
um hvemig einstakir dýralæknar
beita túlkun stéttarfélagsins en
hitt er auðsætt að dýralæknir sem
beitir henni til hins ýtrasta gerir
þeim bændum sem hann þjónar
enn erfiðara fyrir en ella þyrfti að
vera.
„Nf.i takk!!”
En lítum nú aðeins á þær
röksemdir sem lágu til þess að
breyta fyrirkomulagi á dreifingu
dýralyfja. Fjölmargir aðilar fengu
frumvarpið að nýju lyfjalögunum
til umsagnar og við skulum til
skýringar grípa niður í umsagnir
nokkurra aðila. Fyrst vitnum við
orðrétt í umsögn Stéttarfélags
íslenskra lyljafræðinga. Þar segir
svo:
„LYFSALA DÝRALÆKNA
- NEI TAKK!! SÍL telur að
dýralæknar eigi ekki, frekar en
aðrir læknar, að stunda lyfsölu.
Dýralæknirinn er þá í þeirri að-
stöðu að geta valið það lyf sem
gefur honum mestan fjárhags-
legan ábata, en slíkt gengur gegn
gmndvallaratriðum allra nútíma-
legra lyfjadreifingarkerfa. Þetta
er og þvert á það sem kemur fram
annars staðar í frumvarpinu, þar
sem segir að gert sé ráð fyrir
ábyrgö lyfjafræðinga á allri
framleiðslu og drcifingu lyfja.”
Rétt er taka fram að feitletranir,
upphafsstaflr og upphrópunar-
merkin tvö eru lyfjafræðinganna
en ekki Bændablaðsins.
Apótekarafélag íslands víkur
einnig að ábyrgð lyfjafræðinga á
allri framleiðslu og dreifingu lyfja
í sinni umsögn og leggur til „að
fundin verði leið, sem tryggi
þetta, t.d. með því að apótekin sjái
dýralæknum fyrir lyfjum í vitjanir
þeirra, líkt og viðgengst víða á
landsbyggðinni þar sem samstarf
er milli heilsugæslulækna og apó-
teka um s.n. vakttösku, sem er
eign apóteka en læknar nota í vilj-
unum. Fyrir þetta greiði apótekin
dýralæknum þjónustugjald, sem
Lyfjagreiðslunefnd ákveður.”
Til viðbótar þeim röksemdum
gegn lyfsölu dýralækna sem hér
hafa verið raklar hefur Bænd-
ablaðið einnig rekist á röksemdir
af öðrum toga, eins konar bak-
dyraröksemdir sem hvergi koma
fram í opinberum plöggum, en
virðast þó vera notaðar í viðræð-
um manna á milli. Þessar rök-
semdir ganga í meginatriðum út á
það að meðhöndlun dýralækna á
lyfjunum sé verulega ábótavant á
margan hátt, m.a. sjái eiginkonur
og jafnvel ung böm um afgreiðslu
lyfja þegar dýralæknirinn sjálfur
er ekki við.
Það er yfirlýst markmið nýju
lyfjalaganna að skilja á milli
lækninga og lyfjasölu jafnt hjá
dýralæknum og öðmm læknum.
Þetta sjónannið kemur afar skýrt
fram í umsögn Stéttarfélags lyfja-
fræðinga sem vitnað var til hér að
framan þar sem gefið er í skyn að
dýralæknar misnoti í ábataskyni
aðstöðu sína til að velja lyf.
Góð reynsla af gamla
KERFINU
Víkjum þá að röksemdum sem
færðar hafa verið fram til að styðja
áframhaldandi lyfsölu dýra-
lækna. Þessar röksemdir koma
einkum úr tveimur áttum; frá
dýralæknum og Stéttarsambandi
bænda. Meginrök dýralækna
koma fram á minnisblaði vegna
fundar Rögnvaldar Ingólfssonar,
formanns Dýralæknafélags Is-
lands, með þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins þann 15. mars í vetur.
(Hér er raunar verið að tala um
upphaflegu frumvarpsdrögin sem
áttu eftir að breytast tvisvar, fyrst
eftir þennan fund í átt að sjónar-
miðum dýralækna og síðar til
baka í meðiorum heilbrigðis-
nefndar þingsins.)
Á þessu minnisblaðið má m.a.
lesa eftirfarandi: „Reynslan af
núverandi kerfi er góð að því er
varðar hreinleika íslenskra mat-
væla... Álagning dýralyfja í nú-
gildandi dreifingarkerfi hefur
ætíð verið mun lægri en annarra
lyfja. Ætla má að álagning dýra-
lyfja verði svipuð og annarra lyfja,
þ.e. hækki, llytjist þau yfír í
apótek. Tillögumar... munu hafa í
för með sér óhagræði fyrir dýra-
lækna og bændur, sérstaklega í
strjálbýlli héruðum landsins. Á
nokkrum stöðum á landinu háttar
svo til að ekki er apótek í umdæmi
héraðsdýralæknis eða á þeim stað
sem hann starfar... Lyfjafræð-
ingar fá þjálfun í að leiðbeina fólki
um notkun lausasölulyija í námi
sínu. Þeir fá ekki þjálfun í að
leiðbeina dýraeigendum um notk-
un lausasölulyfja fyrir dýr...
Dýralæknamir hafa yfirleilt leið-
beint um notkun þeirra við sölu og
hætt er við að nauðsynlegt verði
að endurskoða þessi lyf með tilliti
til lyfseðilsskyldu, fari þau ekki
um hendur dýralækna.” í lok
minnisblaðsins er svo minnt á
nauðsyn þess að hafa samráð við
þá sem njóta þjónustunnar og
veita hana áður en kerfinu sé
breytt.
Túlkunin kom á óvart
Stéttarsamband bænda mót-
mælti kerfisbreytingunni á sínum
tíma í umsögn sinni um lyíjalaga-
frumvarpið. En Stéttarsamband-
ið hefur einnig haft afskipti af
málinu eftir að lögin voru
samþykkt. Eftir að túlkun heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytis-
ins lá fyrir í sumar sendi Stéttar-
sambandið heilbrigðis- og trygg-
iriganefnd Alþingis bréf þar sem
skorað er á nefndina að beita sér
fýrir breytingum á nýju lögunum
þannig að öll tvímæli verði tekin
af „um að dýralæknar geti áffam
veitt bændum sömu þjónustu og
verið hefur.”
í bréfi Stéttarsambandsins segir
um túlkun ráðuneytisins á lögun-
um: „Hér er um mjög mikla
þrengingu að ræða þar sem
dýralæknar hafa getað selt
bændum lyf til framhaldsmeð-
ferðar að lokinni aðgerð og vegna
fyrirbyggjandi aðgerða. Við með-
ferð málsins á Alþingi í vetur var
fúllyrt að hin nýju ákvæði þýddu
óbreytt ástand hvað þetta varðar
og kemur túlkun ráðuneytisins
því mjög á óvart.”
Stéttarsambandið bætir því við
að það telji breytinguna með öllu
óviðunandi fyrir bændur og skýrir
þetta álit síðan með eftirfarandi
hætti: Mikið óhagræði fýlgir því
að þurfa að sækja öll lyf til fram-
haldsmeðferðar og fyrirbyggj-
andi aðgerða í lyfjabúð og í
nokkrum landshlutum er slík
þjónusta ekki fýrir hendi. Stéttar-
sambandið telur að það fyrir-
komulag sem gilt hefur í þessum
el'num hafi reynst vel og eigi þátt
í því að lyfjanotkun í landbúnaði
er rninni hér en víða annars stað-
ar. Veruleg hætta er á því að breytt
fyrirkomulag valdi því að los
komist á eftirlit með lyfjanotkun
og notkun lyfja sem seld eru án
lyfseðils aukist.”
Aftur fyrir Alþingi
Hér skulum við láta staðar
numið við rökfærslur með og á
móti kerfisbreytingunni í sölu
dýralyfja. Staða málsins um þess-
ar mundir er sú ,eftir því sem næst
verður komist, að það er til með-
ferðar, bæði heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu og þverpóli-
tískri nefnd og allar líkur benda til
að það komi aftur til meðferðar á
Alþingi í vetur. Heimildannönn-
um Bændablaðsins virðist raunar
í megindráttum bera saman um að
trúlegra virðist eftir atburði sum-
arsins að lögunum verði breytt
þannig að dýralæknar fái áfram
að hafa á hendi sölu dýralyfjanna.
Þessarar skoðunar er meðal ann-
arra Árni Mathiesen sem vitnað
var til hér í upphafi. Ámi segist þó
sjálfur ekki vilja fá gamla fyr-
irkomulagið aftur. „Gamla fýrir-
komulagið var allt of opið og í
rauninni ótækt og samrýmist eng-
an veginn nútímalegri meðferð á
lyfjum. Eg er hins vegar þeirrar
skoðunar að dýralæknir eigi í
vitjun að geta selt öll nauðsynleg
lyf hvort heldur er til að ljúka
lyfjameðferð sjúkrar skepnu eða í
fyrirbyggjandi tilgangi.”
Þegar Ámi var spurður um álit
á því hverjar kynnu að verða lyktir
þessa máls svaraði hann. „Ég
hygg að lögunum verði breytt. Ég
held ekki að menn muni treysta
embættismönnum ráðuneytisins
til að túlka þess lög og þeim verði
þess vegna breytt í fýrra horf. Ég
óttast að lyfjafræðingarnir í
ráðuneytinu, sent hafa farið offari
í þessu máli, hafi þar með komið
í veg fýrir að hægt væri að gera
nauösynlega bragarbót á þessu
kerft.”
Ekki þarf að fjölyrða um það
óhagræði sem bændum er því
ástandi sem nú ríkir. Hverjar sem
verða lyktir þessa máls, þá er Ijóst
að á meðan endanleg niðurstaða
er ekki fundin eru það bændur og
skepnur þeirra sem verða í hlut-
verki fómarlambsins.
íslensk
stálgrindarhús
méb stálklæöningu og Raynor iánaáarhurá
• Auáveld og fljótleg uppsetning
• Fjöldi möguleika í stæröum og útfærslum
• Verödæmi: Hús 8x16 metrar meö hurö
Kr. 939.710.- m/vsk.
Hafið samband og fáió senda bæklinga eóa tilboó
Það BORGAR SIG AÐ LESA AUGLÝSINGARNAR í
BÆNDABLAÐINU!
MYKJUDÆLUR
TANKDREIFARAR
Tankdreifarar
frá 4.000 til
21.500 lítra.
Val á mismun-
andi útfærslum.
Mykjudælur
(Brunndælur)
- meö rafmagnsmótor
eöa aflúttaksdrifnar
- með eöa án hræru-
búnaðar
- einnig fáanlegar
galvaniseraðar.
Mykjudælur
á þrítengibeisli
- sérstaklega hentugar við
þröngar aðstæður.
a
D.
D
HF
JÁRNHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK. SÍMI 91-876500
NÝTT SÍMANÚMER
91-876500