Bændablaðið - 01.08.1994, Síða 14

Bændablaðið - 01.08.1994, Síða 14
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994. HEIMAMAÐUR (FRAMHALD ÚR SÍÐASTA BLAÐI.) Langferðamaður gengur upp bryggju í mannmergð fjölþjóðlegrar hafnarborgar innan um fólk af margvíslegum litum, stærð og gerð. Þaö er gaman að vera alþjóðlegur, reyndur í viðskiptum við allra þjóða kvikindi og geta talið sér trú um að maður sé á heimavelli hvar sem er. Það var ekki síst gaman á árunum kringum 1968 þegar afl blómanna þóttist nokkurs megnugt í veröldinni og menn eins og Jón Lennon sungu af alefli, gegnum tvö hundruð desibela háspennu- rafkerfi, hitasóttarkenndan áróður sinn um yfirburði þeirrar aðferðar að meika löw í staðinn fyrir war og minntu raunar á Hitler í heilögu of- stæki sínu þótt einkennisbúningurinn væri ólíkur. Og sefjunin, sem þeir félagar voru í foiystu fyrir hjá skrílnum, hin sama og minnti kaldlynd- an einfara í þessari ógnvænlegu, villtu mannkær- leika-halelújahjörð oft á tíðum á þá dýrategund sem læmingjar eru nefndir og fjölga sér hraðar en rottan meðan vel árar og ekkert er til fyrirstöðu, en rjúka svo af stað í óstöðvanda ofboði, þegar um fer að þrengjast, ryðjast, troðast og traðka hver yfir annan, án þess nokkur sjái til þeirra nokkurt skipulegt vit, nema stefnan er undan- tekningarlaust í segulátt, yfir hvað sem er, einnig hræ hinna dauðu, uns allur heili herinn steypist fyrir björgin blá, líkt og fossamir í Niagra. Mikið sjónarspil. Líkindin líka auðséð við ýmsa atburði mannkynssögunnar. Make love. Það gera læm- ingjamir óspart. Rottan ekki síður. Þannig er, á streymandi torgum hinna fjöl- þjóðlegu leiða, - (eða í iðandi kös meðal hljóm- leikagesta hjá bróður Johni Lennoni eða stríðs- æsingafiindi hjá Adolf Hitler) - nokkuð „sælt að vera til,” einn, bamlaus, landlaus og ættlaus, án fjölskyldu, annarrar en hinnar stóru fjölskyldu þjóðanna og berast með henni hvert sem hún fer, - það þarf bara að vera mír í drúsba, eins og þeir sögðu í Sovét í gamla daga, (friður og vinátta). Nokkurn veginn þannig vildi líka margur skilja meininguna í alþjóðahyggju þeirri sem var eitt af aðalsmerkjum hinnar nýju pólitíkur í upphafi þessarar aldar, þar sem fremstir fóru sósíalistar-öreigavinir-menntamenn og þeir sem kunnu esperantó. Vel að merkja; það vom ekki upphafsmennimir sem hugsuðu þannig, ekki höfundamir eða sá verkalýður sem með afli sínu fylgdi öreigasameiningu allra landa eftir. Nei, þessi skilningur kom seinna. Hann kom með fólki sem kom í sporin og ímyndaði sér lífið erfiðis- laust, enda alið upp við allsnægtir og áhyggju- ieysi, af kynslóð hins örvæntingarfúlla heljar- átaks. Innst inni er manninum á bryggjunni heldur ekki rótt, þrátt fyrir sólskin og blíðviðri. og ömggt skipulag feija og jámbrauta á þeim Ijúfú, dönsku eyjum. Einhversstaðar í þessari þröng em liprir fmgur að fara ofan í rassvasa trúnaðartraustsins, manns sem þjófurinn getur verið ömggur um að aldrei verður á vegi framar. Einhversstaðar, í sól- skininu, hrifsar einhver þekkilegur ungur maður veskið eða myndavélina af gamalli konu, fyrir fram- an augun á fjölda sem kemur málið ekki við, hefúr öðmm erindum að sinna, er að missa af lest, kærir sig ekki um að veróa barið eða stungið hvesstu skrúf- jámi í kviðinn. Það er ekki svo afleitt að deyja. Slíkt hendir oss alla. En flestum er óbærileg sú hugsuh að hníga stunginn, með lungun full af blóði og geta ekki kom- ið upp orði í kveðjuskyni einu sinni - og mannfjöld- inn muni haldi áfram að streyma eftir sem áður, - í sólskininu. Sem hann ömggléga gerir. Þung vinna, sorg, þjáning, dauði, - við kvíðum því ekki svo mjög. Það er misskilningur. Við vitum fúll- vel að undan slíku verður ekki ekist og að hin glamr- andi krafa um eilífa hamingju, velsæld og hin svo- nefndu „mannsæmandi laun” sem hinir gull- tryggðu á jötunni em sýknt og heilagt að heimta, - er bull. Það sem við kvíðum, aftur á móti, er að verða ein á hinum erfiðu stundum: Enginn nærri sem telur sér skylt að deila með okkur áhyggjunni einu sinni, hvað þá kjömnum. Það eitt að uppgötva sjálfan sig auralausan (sem varla getur ella talist nein stórhremming) á svona al- þjóðlegri bryggju, er sjokk. Þúsundir manna allt um kring og ekki einn einasti sem hægt væri að víkja sér að með slíkt hégómlegt vandamál. Og það myndi engu breyta hversu mörg þúsund bættust í fjöldann. Það er kannski hægt að betla en það þýðir að skipta um gerfi. Enginn fer að gefa ffakkaklæddum ungum manni með ferðatöskur ölmusu. Þá er hitt ráðið, að bíða í mannfjöldanum, líkt og skipreika maður á gúmmíbát á opnu hafi, stappa í sig stálinu og segja við sjálfan sig (mitt í mannhafinu): „Það hlýtur einhver að eiga leið hjá.” Og svo gerist það allt í einu! Innan um streymandi fjölda óviðkomandi „meðbræðra” sérð þú sigla höfuð og herðar þess kyns sem þú kannast við. Þaðan er komið orðið „við- kunnanlegur.” Eitthvað kunnuglegt, þótt þú hafi aldrei manninn séð. Göngulagið, - líka þess kyns. Þú ávarpar þennan kunnuglega „ókunnuga” mann, án formála: „Áttu hundraðkall?” - og það svínvirkar! Hann hváir ekki, fúrðar sig ekki, - hann skilur mál þitt fyrirhafnarlaust, hann skilur vandamálið jafn fyrirhafnarlaust og viðurkennir það, hann leggur formálalaust frá sér ferðatöskumar, fer inná sig og nær í fjögurhundruðkallinn sem einhver annar bað hann fyrir, að borga með gamla skuld af einhverju svipuðu tagi. Svo heldur hann áffam sína leið, snýr sér við augnablik: „Umslagið er ekki lokað, adressan er utan á því, þú setur bara svipaða upphæð í, límir aftur og hendir í póstinn þegar þú kemur heim.” Svona einfalt. Þar sem menn þekkja sig heima. Þegar ég nú kem niður á heimsfrægar bryggjur Kaupmannahafnar, þar sem heimsflotinn allur hef- ur viðkomu, undir hundruðum fána (eftir ofan- skrifað lítið ævintýri í Gedser) þá liggur Gullfoss þar. Ég man vel að mér þótti þetta tiltölulega litla skip fara betur í sjó en önnur og fáninn í skutnum miklu smekklegar settur. Það sem meira var. Skipið hafði allt öðru vísi áru en nokkurt annað. í kringum þaó, langt upp á bryggjur, var friður og öryggi. Það var meir að segja annað veður, - miklu fallegra en annarsstaðar í nánd. Það var líkt og þegar gnýrinn af stillingu óskyldra hljóðfæra breytist í samhljóm í upphafi tónleika. Fólkið sem ætlaði með stilltist um leið og það nálgaðist hina langþráðu landgöngubrú. Allt mas óþarft. Allt kunnuglegt óg auðvelt. Þrír föngulegir hásetar stóðu við rekkverkið, þegjandi og gerðu ekki neitt nema vera þama og það var nóg. Þeir réttu engum farþeganna hönd nema sá allra stærsti kippti tösku gamallar kerlingar úr höndum hennar innfyrir borðstokkinn. Svo mátti hún halda áfram að braska með byrði sína sjálf. Hver skyldi sjá um sig. Hitt var mér jafnvíst að hefði borið að ófriðarsegg eða fordrukkinn slæpingja, þá hefðu þessir menn jafn sallarólega tekið hann í bóndabeygju og háttað í koju og hver sem var gat öruggur dottið í sjóinn; þeir hefðu kastað sér á eftir og fiskað hann upp. Mínir menn. Og allt í einu, þar sem ég stend þama á dekkinu, með töskumar mínar og kominn heim, - dettur mér nokkuð hrikalegt í hug: Þetta skip getur ekki sokkið. Eða öllu heldur: Ég kvíði því ekki neitt þótt það sökkvi, ég er með mínum mönnum. Ég verð ekki einn í hafinu. Ég er ekki að segja þessa sögu, hér og í síðasta tölublaði, í því skyni einu að rifja upp fallega hluti um sjálfan mig eða fama félaga ffá genginni tíð. Nei. Ég geri þetta til að reyna að skýra það að sú þjóðemiskennd og útlendingaandúð sem nú und- anfarið hefúr verið að skjóta upp kolli (og það heldur betur) bæði í Serbíu, Bosníu, Alsír, Eystra- saltslöndum, já og út um öll Sovétríkin, - hún staf- ar ekki af fávisku, þröngsýni, hroka eða neins konar dularfullum trúarbrögðum eða stjómmála- kreddum á við islam, nasisma eða fasisma. Orsakimar liggja dýpra, í þeim hlutum sem meira þarf til en „fordómaleysi” og almennan óskil- greindan húmanisma - að útrýma. Menn vilja heldur falla, sem heimamenn, með sínum, heldur en komast af, sem útlagar, með einhverjum. Og nú, sem frelsið hefúr aukist í heiminum og fólks- flutningar milli landa orðnir trúaratriði, þá finnur fólk enn meir en nokkm sinni fyrir þeirri eðlis- ávísun sem leitar heim, - eftir sínum réttbomum samastað í tilverunni, Og ástæðunnar fyrir andúð manna á fyrirbær- um eins og ESB er líka að leita í þessu. Ekki get ég stillt mig um að segja hér sögu í lokin, enda þótt hún ómerki, í augum einhverra, þetta blinda traust á „sínum mönnum.” Gamall maður var í ökuferð með syni sínum, Guðmundi, ásamt konu hans og einhveijum af bömum fjölskyldunnar. Guðmundur tók sig til, gáði ekki að stöðvunarskyldumerkjum, og ók beint inn á iðandi hraðbraut og lenti í þrem árekstmm, hveijum eftir annan, bíllinn hoppaði og skoppaði út um víðan veg. Betur fór en á horfðist. Enginn slasaðist alvarlega. Þegar gamli maðurinn var spurðúr eftir á hvort hann heföí ekki orðið hræddur um sig, að ekki sé nú talað urri blessuð bömin, meðan á ósköpunum gekk, svar- aði hann: „Hræddur? Ég? Með hann Guðmund minn við stýrið? Nei. Ég vissi vel að ég hef alltaf getað treyst honum hundrað prósent.” UlVlhVERflSVERNd í VERkl! Þriggja hólfa, 3000 lítra ROTÞRÓ Framleiðum rotþrær, VATNSTANKA, OLÍUSKILJUR OG BRUNNA í ÖLLUM STÆRÐUM. Hönnum og smíðum úr trefjaplasti samkvæmt óskum viðskiptavina. Tökum að okkur viðgerðir á hlutum úr trefjaplasti, t.d. bátum. Vanir menn - vönduð vinna. HAGPLAST h/f. Gagnheiði 38, 800 Selfossi Sími 98-21760 VEND7- .. þegar gæðin skipta máli Einstakur tæknibúnaður, verkhæfni og endingargæði. Hágæðavélar á hagstæðu verði. - Pantið tímanlega. búvélar_________________ SÍÐUMÚLA 27, REYKJAVÍK SÍMI 91-687050 - FAX 91-813420

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.