Börn og bækur - 01.07.1985, Blaðsíða 8

Börn og bækur - 01.07.1985, Blaðsíða 8
1 sumum löndum er IBBY deildin eini opinberi aðilinn sem kemur fram og starfar með það sem aðalmarkmið að stuðla að og örva útgáfu og útbreiðslu góðra bama- og unglingabóka. 1 öðrum löndum vinna deildimar með öðrum samtökum og stofnunum með sömu áhugamál. Harkmið samtakanna eru: 1. Að sameina þá aðila um allan heim sem vinna að fratgangi góðra bóka fyrir böm og unglinga. 2. Að kynna og hvetja til útgáfu á framúrskarandi skáldverkum og mynd- rænum verkum fyrir böm og unglinga. Að efla vöxt og viðgana listar og nenntunar rithöfunda og listamanna með þvi að veita þeim ta4;ifæri til þess að skiptast á skoðunum og með því að skipuleggja samkeppni, ráðstefnur og námskeið fyrir milligönou hverrar landsdeildar. 3. Að efla útbreiðslu slikra bóka og auðvelda aðgang að beim: a) með þvi að hvetja til framleiðslu bamabóka er uppfylli alþjóðlegar gæðakröfurj b) ireó þvi að efla tengsl bama- og unglingabóka við aðra miðla, svo sem útvarp, sjónvarp, aagblöð, kvikmyndir og hljónplötur; c) með þvi að efla bókasafnsbjónustu fyrir böm. 4. Að stuðla að kynningu á bama- og unglingabókum á allan hátt. 5. Að stuðla að útbreiðslu bóka sem hafa alþjóðlegt gildi og að hvetja til þýðinga. 6. Að eiga frumkvæði að rannsóknum á öllum þáttum bamabóka oo myndskreytinga á bamabókum, efla slikar rannsóknir á allan hátt og skipuleggja útgáfu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. 7. Að veita upplýsingar og ráðgjöf þeim einstaklingum, hðpum, stofnunum og samtökum, sem vilja helga starfsemi sina að einhverju eða öllu leyti málefnum bamabóka, innanlands eða á erlendum vettvangi og leiðbeina þeim er annast þjálfun bókavarða, kennara, útgefenda, rithöfunda og nyndskreytingamanna á þessu sviði. (IBBY Statutes, Clause I: Aims). 6

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.