Börn og bækur - 01.11.1985, Page 15

Börn og bækur - 01.11.1985, Page 15
KÁRI TRYGGUASON Kári Tryggvason er fæddur 23. júlí 1905 að Víðikeri í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Tryggvi Guðnason bóndi að Víðikeri og Sigrún Ágústa Þorvalds- dóttir. Kári stundaði nám í Unglingaskólanum á Breiðumýri 1923-24, Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1924-25 og í Héraðsskólanum að Laugum 1925-26. Hann var bóndi að Víðikeri og kennari í Bárðdælaskólahéraði 1928-54. Kári fluttist til Hveragerðis 1954 og var þar stundakenn- ari og umsjónarmaður barna-og unglingaskól- ans til ársins 1970. Eftir það var hann kennari í Reykjavík 1970-73. Kári var for- maður Sjúkrasamlags Bárðdæla um skeið, átti sæti í hreppsnefnd nokkur ár o.f1. Auk ritverka hefur Kári skrifað ýmsar tíma- ritagreinar m.a. í Náttúrufræðinginn. Hann hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bókina Úlla horfir á heiminn. Hann hefur alloft hlotið listamannalaun. Kári kvæntist árið 1930 Margréti Björnsdóttur frá Vopnafirði og eiga þau fjórar dætur. 13

x

Börn og bækur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.