Börn og bækur - 01.11.1985, Blaðsíða 20

Börn og bækur - 01.11.1985, Blaðsíða 20
RAGNHEIDUR JÖNSDÓTTIR Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 9. apríl árið 1895. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, kennari og Guðrún Magnús- dóttir. Ragnheiður hóf kennslustörf árið 1914 og tók kennarapróf 1923. Hún kenndi á ýmsum stöðum; í Gaulverjabæjar-hreppi 1914-15, Uestmannaeyjum 1916-17, Stokkseyri 1917-19, Reykjavík 1920-21 og 1923-31. Síðast kenndi hún í Barnaskólanum í Hafnarfirði 1931-32. Hún kynnti sér nýjar aðferðir við smábarna- kennslu í Englandi sumarið 1929 og dvaldist rúmt ár 1946-47 á Norðurlöndu*, lengst í Danmörku, við ritstörf og lestur bókmennta. Ragnheiður fór í kynnis- og námsför til Ðandaríkjanna 1952. Hún var búsett í Hafnar- firði 1931-55 og var nokkur ár í barna- verndarnefnd Hafnarfjarðar. Auk þess var hún í stjórn Rithöfundasambands íslands 1958- 1960 og formaður 1964. Ragnheiður giftist árið 1916 Guðjóni Guð- jónssyni, skólastjóra við Barnaskóla Hafnar- fjarðar og eignuðust þau tvö börn, Jón Ragnar og Sigrúnu. Ragnheiður bjó í Reykja- vík frá 1955 og lést bar árið 1967. Ragnheiður Jónsdóttir samdi 22 barna- og unglingabækur og talsvert af leikritum, og 8 skáldsögur og eitt smásagnasafn fyrir fullorðna. 18

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.