Börn og bækur - 01.11.1985, Blaðsíða 26
STEFÁN JÚLÍUSSON
Stefán Júlíusson er fæddur þann 25. sept.
1915 að Þúfukoti í Kjós, en ólst upp í
Hafnarfirði frá barnæsku.
Hann varð gagnfræðingur frá Flensborgar-
skóla árið 1932 og lauk síðan kennaraprófi
árið 1936.
Stefán var við framhaldsnám í Bandaríkjunum
og við Háskóla íslands. Þá lauk hann
einnig B.A. prófi í ensku og bókmenntum í
Northfield í Minnesota árið 1943.
Stefán kenndi við Barnaskóla Hafnarfjarðar
1936-1955 og við Flensborgarskóla 1955-
1963. Hann var forstöðumaður Fræðslumynda-
safns ríkisins 1963-1969 og síðan bókafull-
trúi ríkisins 1969-1977. Hann hefur
starfað sem bókavörður og blaðamaður og
haft mikil afskipti af félagsmálum og
stjórnmálum.
Stefán var í stjórn Félags ísl. rithöfunda
frá 1956, formaður 1958-1961. í stjórn
Rithöfundasambands íslands frá 1958,
formaður 1961, 1963, 1965 og 1967. Þá var
Stefán ritstjóri Skinfaxa 1945-1956.
Auk þeirra barnabóka sem Stefán hefur samið
hafa komið út eftir hann ýmis þáttasöfn,
skáldsögur og smásögur. Þá hefur Stefán
þýtt rúmlega 30 barnabækur. Hann hefur auk
þessa skrifað fjölda greina í blöð og
tímarit. Nokkrar bækur Stefáns hafa verið
þýddar á dönsku, t.d, Kárabækurnar og
Sólarhringur.
24