Börn og bækur - 01.11.1985, Síða 20

Börn og bækur - 01.11.1985, Síða 20
RAGNHEIDUR JÖNSDÓTTIR Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 9. apríl árið 1895. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, kennari og Guðrún Magnús- dóttir. Ragnheiður hóf kennslustörf árið 1914 og tók kennarapróf 1923. Hún kenndi á ýmsum stöðum; í Gaulverjabæjar-hreppi 1914-15, Uestmannaeyjum 1916-17, Stokkseyri 1917-19, Reykjavík 1920-21 og 1923-31. Síðast kenndi hún í Barnaskólanum í Hafnarfirði 1931-32. Hún kynnti sér nýjar aðferðir við smábarna- kennslu í Englandi sumarið 1929 og dvaldist rúmt ár 1946-47 á Norðurlöndu*, lengst í Danmörku, við ritstörf og lestur bókmennta. Ragnheiður fór í kynnis- og námsför til Ðandaríkjanna 1952. Hún var búsett í Hafnar- firði 1931-55 og var nokkur ár í barna- verndarnefnd Hafnarfjarðar. Auk þess var hún í stjórn Rithöfundasambands íslands 1958- 1960 og formaður 1964. Ragnheiður giftist árið 1916 Guðjóni Guð- jónssyni, skólastjóra við Barnaskóla Hafnar- fjarðar og eignuðust þau tvö börn, Jón Ragnar og Sigrúnu. Ragnheiður bjó í Reykja- vík frá 1955 og lést bar árið 1967. Ragnheiður Jónsdóttir samdi 22 barna- og unglingabækur og talsvert af leikritum, og 8 skáldsögur og eitt smásagnasafn fyrir fullorðna. 18

x

Börn og bækur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.