Bergþór


Bergþór - 01.12.1963, Síða 2

Bergþór - 01.12.1963, Síða 2
2 BERGÞÓR Desember 1963 „Svo góður scm einum Framh. af bls. 1 mundi vel, þegar þau kvöddu heima. Það var 1884. Flest eða öll heimili í sókn- inni hafa líklega átt sín föstu sæti í kirkjunni. Torfastaða- fólkið sat á fremsta bekk norð- an megin, þar næst Vatnsleysu fólkið og þá fólkið á Felli. Okk ar sæti var í fjórða bekk sunn- an megin, en fyrir framan okk- ur sat svo Miklaholtsfólkið. Af eldri kynslóðinni eru mér sérstaklega minnisstæð við kirkju hjónin á Felli, einkum konan. Hún hét Þórdís Á- mundadóttir og var frá Sand- læk, afasystir Ingólfs á Iðu. Hún var fjarska virðuleg kona, gráhærð og með mikið hár, broshýr og einstaklega geðug kona og falleg. Hún var lág og heldur gild, var með stórrönd- ótt og fallegt sjal. Maður henn- ar var Gísli Matthíasson. Þau áttu son og dóttur, Guðmund og Margréti. Margrét varð kona Jóns Ágústs á Vatnsleysu. — Gísli á Felli var harður og kaldlegur á svipinn, en fjarska virðuleg hjón fannst mér þau. Grímur á Reykjum og hans fjölskylda var líka ákaflega myndarlegt fólk. Eins eru mér Miklaholtshjónin og Mikla- holtsheimilið minnisstæð fyrir myndarskap. Þá eru mér líka í fersku minni þeir Halldór á Vatns- leysu og Eiríkur í Fellskoti. Þeir sátu fyrir innan í fremstu bekkjum að sunnanverðu í kirkjunni, — gamlir menn og virðulegir, — haltir báðir. Og Einar Guðmundsson á Vatns- leysu, hann var sérstæður mað- ur. Góður maður Sem barn held ég, að ég hafi einna fyrst gert mér grein fyrir því, að Einar Kjartansson í Skálholti væri eitthvað meira heldur en aðrir menn. Hann var þá hreppstjóri,— stór mað- ur, gerðarlegur og laglegur og sérstaklega bjart yfir honum, — fjarskalega mikið glæsi- menni, hugljúfur og barngóður. Hann var mikill vinur foreldra minna og kom oft að Hross- haga. Ég vissi, að pabba þótti afar vænt um þau bæði, hjón- in. Kona hans hét Helga Hjör- leifsdóttir. Þau höfðu komið austan undan Eyjafjöllum, ég held frá Drangshlíð. — Þau hættu búskap og fóru frá Skál- holti sumarið, sem jarðskjálft- arnir urðu, 1896. Ég man, að þau komu að Hrosshaga til að kveðja. Það var þurrkur og var verið að hirða, og þann sama dag byrjuðu jarðskjálftarnir. —Þau fluttust til sonar síns, syndugum .... séra Kjartans í Holti. — Ég man ekki, hvort Sigurjón, son- ur þeirra, bjó ár eftir það í Skálholti. Ég held það. Þau hjónin voru gæða mann- eskjur bæði tvö. Þau gátu ekk- ert aumt séð, en vildu leysa hvers manns vanda, einstaklega miklar mannúðar manneskjur. Þau urðu þessvegna aldrei rík, en höfðu talsvert umleikis. Hann var líka fjarska mikið á ferðalögum, og var þá glaður og höfðinglegur í fasi. Það var ekki laust við að sumum fynd- ist eins og dálítið loft í honum. Hann var ekki meiri bóndi en það. En okkur krökkunum þótti Einar í Skálholti mikill höfðingi. — Dálítið var hann vínhneigður. Pabbi var alveg laus við alla brennivínslöngun og hafði heldur ógeð á víni og vínmönnum, en Einar átti allt- af vísa fylgd hans, þegar hann kom við í Hrosshaga á heim- leið. Einkum var það, þegar hann var að koma úr réttum, að hann vildi verða heldur seint á ferð. En samferðafólk- ið varð aldrei hrætt um hann, þótt hann yrði á eftir, því það vissi, að hann átti vísa fylgd heim í hlað í Skálholti. — Ein- ar hefur efalaust kunnað að meta þetta, því að hann átti einhvern tíma að hafa sagt: „Dóri minn í Hrosshaga er svo góður maður sem einum synd- ugum manni er unnt að vera.“ Þrír Torfastaðaprestar Foreldrar föður míns voru Halldór Þórðarson, bóndi í Bræðratungu, sonur séra Þórð- ar Halldórssonar á Torfastöð- um og fyrri konu hans Mar- grétar Halldórsdóttur frá Vatns leysu. En foreldrar séra Þórðar voru séra Halldór Þórðarson á Torfastöðum og kona hans, Vigdís Pálsdóttir, prests, Högna sonar „prestaföður.“ Séra Páll var einnig prestur á Torfastöð- um, svo að þar sátu þrír for- feður mínlr í embætti hver fram af öðrum. Séra Högni átti átta sonu, sem allir urðu prest- ar. — Móðir mín var frá Króki og hét Steinunn Guðmundsdóttir. Faðir hennar hét Guðmundur Guðmundsson, en móðir henn- ar Vigdís Þórðardóttir. Vigdís á Króki var dóttir Þórðar Berg- steinssonar, bónda í Bræðra- tungu og konu hans, Þórdísar Halldórsdóttur, prests á Torfa- stöðum, Þórðarsonar. Foreldrar mínir voru sem sé þremenning- ar. Sérstæður guðsmaður. Ekki kann ég neinar sögur af þessum forfeðrum mínum á Torfastöðum. Þeir hafa líklega verið fremur eins og gerist og gengur. Foreldrar mínir mundu mest eftir séra Guðmundi Torfasyni og töluðu mest um hann. Hann fermdi þau bæði, gisti alltaf í Tungu, þegar hann messaði, a.m.k. á veturna, og fór þá líka um á Króki. — Hann var svo sérstæður um margt. Drykkjumaður og hesta- maður og skáld var hann og ákaflega mikill íþróttamaður og gleðimaður, en einnig mjög góður maður. Einhversstaðar las ég ekki alls fyrir löngu söguna af því, þegar hann gisti eitt sinn sem oftar í Tungu. Þá var hann háttaður í innsta rúm í bað- stofunni en allt í einu fleygir hann sér í gegnum sjálfan sig og yfir í næsta rúm, ofan á tvær vinnukonur, sem lágu þar. Þeim varð auðvitað hverft við að fá karlinn ofan á sig og flúðu naktar fram á gólfið. Hjá séra Guðmundi ólst upp strákur, sem Sæmundur hét, heldur þungur og seinfær, en varð þó á sínum tíma duglegur maður. Sr. Guðmundur hafði hann til snúninga, lét hann t.d. sækja fyrir sig kút, brennivín, sem hann átti þá geymt ein- hversstaðar úti eða fékk hjá kunningjum. Einhvern tíma, þegar honum þótti strákurinn heldur svifaseinn, orti hann þetta: Þú Sæmundur, svikahundur, svei þér attan. Þú ættir að skunda, Einars kundur, ofan í skrattann. Barngott fólk og flís af toppasykri Foreldrar mínir hafa að sjálf- sögðu haft varanlegust áhrif á mig í bernskunni, að ógleymd- um þó þeim góðu áhrifum, sem ég varð fyrir hjá prestinum. Móðir mín var svo ástrík og skilningsrík. — Mér er vitan- lega málið skylt, en ég held, að það hafi verið sérstakt. — Hún gerði að sönnu miklar kröfur til barna, en hafði gott lag á að hneygja þau til þess góða. — Vigdís, móðir hennar, á Króki var sérstaklega barn- góð kona, og þeim eiginleikum virðist skjóta upp í afkomend- um hennar og ættingjum, t.d. í þeim systkinum báðum, móð- ur minni og Kára, bróður hennar. Eins veit ég, að Ólafur á Seli er einstaklega barngóður maður, en Þórunn móðir þeirra bræðra, var dóttir Margrétar, systur mömmu. — Sjálfri mér hefur alltaf þótt fjarska skemmtilegt að umgangast börn, og börn hafa verið mér svo einstaklega góð, en ég held að það taki því nú ekki að segja frá því. Þetta er eitthvað misjafnt í mönnum. Svo var vitanlega fleira fólk í Hrosshaga, þegar ég var barn, heldur en foreldrar mínir. Og sumt af því hefur efalaust haft sín áhrif á okkur börnin, þótt ekki væru nú neinar skóla- göngur. Einkum voru það þó tveir menn, sem ég held að við systkinin höfum haft sérstakar mætur á. Annar þeirra var Þórður, bróðir hennar mömmu. Hann var svo fjarska barngóð- ur, — eins og þetta fólk allt, hæglátur maður, en glaðlyndur. Hann var nokkur ár heima, en var farinn að tapa heilsu og dó ekki löngu síðar á góðum aldri, líklega úr krabbameini. Ég man eftir, að ég átti lengi svo erfitt með að segja þorn. og Óri, bróðir minn stríddi mér svo mikið á því. Það væri nú Ijótt að kalla hann Þórð Hórð, sagði hann. — Svo lá ég lengi á bæn og æfði mig eitt sinn þangað til ég náði þorninu. Þórður var þá líka búinn að lofa mér, að hann skyldi gefa mér stóra flís af toppasykri, ef ég gæti sagt Þórður. Svo var Jóhann Bjarnason frá Höfða hjá okkur í sex ár.— Þau Höfðasystkinin voru þetta afbragðsgóða og skemmtilega fólk. — Móðir þeirra, Ingveld- ur, var sérstaklega glaðlynd og vel gefin, ættuð frá Kópsvatni. —Jóhann var mjög líkur henni. Hann var alltaf fjarska glaður og sísyngjandi. Þegar ég man fyrst eftir, var ný sálmabók að koma til sögunnar, og Jóhann hafði róið á Stokkseyri og lært þar lögin við sálmana. — Þar var þá svo mikið um söng. —- Hann var svo einlægt með okk- ur krakkana og söng fyrir okk- ur bæði sálmana og annað. Hann hafði afar fallega og heldur mikla rödd. Seinna trúlofaðist hann stúlku frá Laugarási, sem Vil- borg hét, og þau fluttu svo til Ameríku. — Þau voru foreldrar Ingvars á Hvítárbakka. Ljós í baðstofuglugga Hrosshagi var í þjóðbraut. Nær allir, sem áttu leið um ferjustaðinn á Iðu og í Auðs- holti, fóru hjá Hrosshaga. Laus- ríðandí menn og gangandi fóru um túnið, en þeir, sem voru með lestir, fóru um túnjaðar- inn. Foreldrar mínir voru gest- risin. Mamma hafði fjarskalega gaman af að taka á móti gest- um. Þegar vont var veður eða mjög dimmt, lét hún að jafn- aði ljós loga í baðstofuglugg- anum á vökunni og á nóttum, og þá svaf hún víst lítið, enda kom það sér oft vel. — Ég man, að einu sinni kom Ágúst í Birtingaholti um kvöld f versta byl og hafði þá verið

x

Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.